Andstæðingar ríkisstjórnar Eþíópíu fylkja liði Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 16:50 Átökin í Eþíópíu er sögðu hafa dreifst út um landið en því hafnar ríkisstjórn Abiy Ahmed. AP/Ben Curtis Her Eþíópíu hefur kallað hermenn sem sest hafa í helgan stein aftur til starfa. Það var gert eftir að hópur fylkinga landsins sem eru andvíg ríkisstjórn Abiy Ahmed, forsætisráðherra, fylktu liði og vilja koma honum frá völdum. Bandalag þetta inniheldur meðal annars Frelsisfylkinguna í Tigray-héraði, sem hefur barist við stjórnarher Eþíópíu í rúmt ár. Aðrar fylkingar eru einnig með vopnaðar sveitir en ekki er víst hve margar og hve fjölmennar þær sveitir eru, samkvæmt frétt Reuters. Á þessu ári sem átökin hafa staðið yfir hafa þau að mestu farið fram í Tigray í norðurhluta Eþíópíu. Þau hafa þó verið að dreifast um landið og hefur ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi. Fregnir hafa borist af uppreisnarmönnum nálgast höfuðborg landsins en ríkisstjórn Abiy Ahmed hefur beðið íbúa Addis Ababa um að skrá byssur sínar og vera tilbúna til að verja heimili sín. Frá því þegar forsvarsmenn níu fylkinga í Eþíópíu tilkynntu bandalag gegn ríkisstjórn landsins í dag.AP/Gemunu Amarasinghe Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakaði í vikunni allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu um ýmis ódæði og mögulega glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Í samtali við Reuters segir einn forsvarsmanna þessa nýja bandalags að markmiðið sé að koma Abiy Ahmed frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn og halda kosningar. Þetta þurfi að gerast eins fljótt og mögulegt sé. AP fréttaveitan segir meðlimi bandalagsins einnig vilja verja stjórnarskrá landsins frá 1995 og þá sérstaklega þann hluta hennar þar sem kveðið er á um sjálfsstjórnarrétt héraða Eþíópíu. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ráðamenn víðsvegar að hafa kallað eftir því að vopnahléi verði komið á í Eþíópu. DW hefur eftir þýskum þingmanni að Eþíópíu sé í hættu á að leysast upp og átökin þar geti haft gífurlegar afleiðingar fyrir alla Afríku. Evrópusambandið er meðal þeirra sem hefur kallað eftir vopnahléi en það hafa Bandaríkin gert einnig. Sérstakur erindreki Bandaríkjanna er í Kampala að reyna að stilla til friðar. Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið bandaríska ríkisborgara um að yfirgefa Eþíópíu hið snarasta. Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Bandalag þetta inniheldur meðal annars Frelsisfylkinguna í Tigray-héraði, sem hefur barist við stjórnarher Eþíópíu í rúmt ár. Aðrar fylkingar eru einnig með vopnaðar sveitir en ekki er víst hve margar og hve fjölmennar þær sveitir eru, samkvæmt frétt Reuters. Á þessu ári sem átökin hafa staðið yfir hafa þau að mestu farið fram í Tigray í norðurhluta Eþíópíu. Þau hafa þó verið að dreifast um landið og hefur ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi. Fregnir hafa borist af uppreisnarmönnum nálgast höfuðborg landsins en ríkisstjórn Abiy Ahmed hefur beðið íbúa Addis Ababa um að skrá byssur sínar og vera tilbúna til að verja heimili sín. Frá því þegar forsvarsmenn níu fylkinga í Eþíópíu tilkynntu bandalag gegn ríkisstjórn landsins í dag.AP/Gemunu Amarasinghe Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakaði í vikunni allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu um ýmis ódæði og mögulega glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Í samtali við Reuters segir einn forsvarsmanna þessa nýja bandalags að markmiðið sé að koma Abiy Ahmed frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn og halda kosningar. Þetta þurfi að gerast eins fljótt og mögulegt sé. AP fréttaveitan segir meðlimi bandalagsins einnig vilja verja stjórnarskrá landsins frá 1995 og þá sérstaklega þann hluta hennar þar sem kveðið er á um sjálfsstjórnarrétt héraða Eþíópíu. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ráðamenn víðsvegar að hafa kallað eftir því að vopnahléi verði komið á í Eþíópu. DW hefur eftir þýskum þingmanni að Eþíópíu sé í hættu á að leysast upp og átökin þar geti haft gífurlegar afleiðingar fyrir alla Afríku. Evrópusambandið er meðal þeirra sem hefur kallað eftir vopnahléi en það hafa Bandaríkin gert einnig. Sérstakur erindreki Bandaríkjanna er í Kampala að reyna að stilla til friðar. Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið bandaríska ríkisborgara um að yfirgefa Eþíópíu hið snarasta.
Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38