Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 09:00 Tónleikahátíðin var blásin af eftir atburði föstudagskvöldsins. AP Photo/Michael Wyke Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. Tugir slösuðust á tónleikunum þar sem mikil troðningur var. Svo virðist sem of margir hafi verið staddir á svæðinu en fjöldi fólks hafði troðist þangað inn á föstudag. Mikill troðningur skapaðist á tónleikum rapparans Travis Scott, sem jafnframt stofnaði hátíðina, rétt eftir níu á föstudagskvöld. Svo virðist sem geðshræring hafi gripið um sig meðal tónleikagesta sem fóru að reyna að troða sér nær sviðinu og endaði það þannig að átta urðu undir og dóu. Lögreglan hefur jafnframt til rannsóknar hvort einhver í hópnum hafi verið að byrla fyrir fólki ólyfjan. Mikil ringulreið skapaðist meðal tónleikagesta eftir því sem fleiri slösuðust. Viðbragðsaðilar á vegum tónlistarhátíðarinnar höfðu varla undan en hlúa þurfti að minnst þrjú hundruð á staðnum. Manndráps- og fíkniefnadeild lögreglunar mun hafa málið til rannsóknar. Lögð verður áhersla á að finna orsök troðningsins og ástæðu þess hvers vegna fólki tókst ekki að komast undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurftu þónokkrir tónleikagestir að fá lyf, sem vinnur gegn áhrifum of stórs skammts vímuefna. Þar á meðal er öryggisvörður og segir lögregla merki um á líkama hans að hann hafi verið stunginn með nál þetta föstudagskvöld. „Okkur hefur borist tilkynning frá öryggisverði um að hann hafi verið að teygja sig eftir tónleikagesti til að ná á honum taki en þá hafi hann fundið sting á hálsinum sínum.“ sagði Troy Finner, lögreglustjóri í Houston á blaðamannafundi í gær. Lögreglan í Houston hefur til rannsóknar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Travis Scott á Astroworld tónlistarhátíðinni.AP Photo/Michael Wyke „Þegar hann gekkst undir læknisskoðun missti hann meðvitund. Það tókst að koma honum aftur til meðvitundar og tók heilbrigðisstarfsfólk tók eftir fari á hálsi hans sem svipar til áverka eftir nál.“ Travis Scott sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Twitter þar sem hann þakkaði lögreglunni í Houston, slökkviliðinu og tónleikasvæðinu fyrir snör viðbrögð og stuðning. pic.twitter.com/ijXKslw7E2— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021 „Ég er miður mín eftir atburði gærkvöldsins. Ég bið fyrir fjölskyldum og öllum þeim sem hlutu skaða af því sem gerðit á Astroworld tónlistarhátíðinni,“ skrifaði Scott. „Ég mun veita lögreglunni í Houston allan þann stuðning sem hún þarf á meðan á rannsókninni stendur. Ég er ákveðinn í því að vinna með samfélaginu í Houston að því að jafna sig á þessu og styðja fjölskyldur sem á þurfa að halda.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Tugir slösuðust á tónleikunum þar sem mikil troðningur var. Svo virðist sem of margir hafi verið staddir á svæðinu en fjöldi fólks hafði troðist þangað inn á föstudag. Mikill troðningur skapaðist á tónleikum rapparans Travis Scott, sem jafnframt stofnaði hátíðina, rétt eftir níu á föstudagskvöld. Svo virðist sem geðshræring hafi gripið um sig meðal tónleikagesta sem fóru að reyna að troða sér nær sviðinu og endaði það þannig að átta urðu undir og dóu. Lögreglan hefur jafnframt til rannsóknar hvort einhver í hópnum hafi verið að byrla fyrir fólki ólyfjan. Mikil ringulreið skapaðist meðal tónleikagesta eftir því sem fleiri slösuðust. Viðbragðsaðilar á vegum tónlistarhátíðarinnar höfðu varla undan en hlúa þurfti að minnst þrjú hundruð á staðnum. Manndráps- og fíkniefnadeild lögreglunar mun hafa málið til rannsóknar. Lögð verður áhersla á að finna orsök troðningsins og ástæðu þess hvers vegna fólki tókst ekki að komast undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurftu þónokkrir tónleikagestir að fá lyf, sem vinnur gegn áhrifum of stórs skammts vímuefna. Þar á meðal er öryggisvörður og segir lögregla merki um á líkama hans að hann hafi verið stunginn með nál þetta föstudagskvöld. „Okkur hefur borist tilkynning frá öryggisverði um að hann hafi verið að teygja sig eftir tónleikagesti til að ná á honum taki en þá hafi hann fundið sting á hálsinum sínum.“ sagði Troy Finner, lögreglustjóri í Houston á blaðamannafundi í gær. Lögreglan í Houston hefur til rannsóknar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Travis Scott á Astroworld tónlistarhátíðinni.AP Photo/Michael Wyke „Þegar hann gekkst undir læknisskoðun missti hann meðvitund. Það tókst að koma honum aftur til meðvitundar og tók heilbrigðisstarfsfólk tók eftir fari á hálsi hans sem svipar til áverka eftir nál.“ Travis Scott sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Twitter þar sem hann þakkaði lögreglunni í Houston, slökkviliðinu og tónleikasvæðinu fyrir snör viðbrögð og stuðning. pic.twitter.com/ijXKslw7E2— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021 „Ég er miður mín eftir atburði gærkvöldsins. Ég bið fyrir fjölskyldum og öllum þeim sem hlutu skaða af því sem gerðit á Astroworld tónlistarhátíðinni,“ skrifaði Scott. „Ég mun veita lögreglunni í Houston allan þann stuðning sem hún þarf á meðan á rannsókninni stendur. Ég er ákveðinn í því að vinna með samfélaginu í Houston að því að jafna sig á þessu og styðja fjölskyldur sem á þurfa að halda.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30