Hvetur fólk til að mæta á Jólabasar til að styrkja gott málefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 13:02 Rakel Garðarsdóttir er ein Hringskvenna sem stendur að jólabasarnum. Vísir Árlegur Jólabasar Barnaspítala Hringsins fer fram á Grand Hótel í dag þar sem handverk og bakkelsi verður til sölu til styrktar Barnaspítalanum. Hringskona hvetur landsmenn til að gera sér ferð á basarinn, sem sé nauðsynleg fjáröflun fyrir Barnaspítalann. „Þettta er jólabasar þannig að það er margt til sölu þarna annað en kökur. Alls konar föndur, peysur og jólakort Hringsins, sem í ár er alveg geggjað og er teiknað í ár af Brian Pilkington. Þannig að þarna getur maður bara mætt og keypt allar jólagjafirnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Hún segir verðmæti við kaup á jólabasarnum tvíþætt og skipti sköpum fyrir starfsemi barnaspítalans. „Þú ert bæði að gefa til samfélagsins með því að styrkja Barnaspítala Hringsins og þú ert að gefa handgerðar gjafir sem búið er að nostra við og eru frábærar,“ segir Rakel. Ýmist handverk verður til sölu á jólabasarnum.Getty Hvað er verið að safna miklu fjármagn með þessum basar? „Það koma inn alveg margar milljónir, sem er frábært. Fyrir þennan pening eru keypt einhver tæki fyrir Barnaspítalann, sem hann vantar. Þannig að þessi fjáröflun er alveg rosalega mikilvæg,“ segir Rakel. „Við kaupum alls konar tæki og tól og ekki bara fyrir Barnaspítalann. Barnaspítalinn sinnir öllum börnum þannig að það er verið að veita fjármagn til stofnana eins og BUGL. Það eru líka íbúðir í bænum og bílar, sem fjölskyldur langveikra barna geta nýtt sér og við höfum verið að styrkja það. Þannig að Barnasjóður Hringsins sinnir öllum veikum börnum á Íslandi.“ Basarinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík frá klukkan eitt til fjögur í dag. Þar er hægt að kaupa ýmist handverk, eins og handgert jólaskraut, og svo alls konar bakkelsi. Hnallþórur, rjómatertur og meira að segja vegan-kökur. „Þær eru mjög vinsælar og þetta eru uppskriftir frá konum á öllum aldri þannig að það er mjög fjölbreytt úrval þarna af kökum. Það er bakað í takt við samtímann,“ segir Rakel. Hringurinn safnar mörgum milljónum ár hvert með sölu á jólabasarnum. Vísir Basarinn hefur verið starfræktur síðan 1924 en féll í fyrsta sinn niður í fyrra vegna faraldursins. Rakel segir mikinn létti að hægt sé að halda basarinn í ár en erfitt hafi reynst að safna fjármagni ífaraldrinum. „Þörfin er alltaf rík niðri á barnaspítala eftir fjármagni. Það er búið að vera dálítið snúið að halda úti fjáraflanir í Covid. Þetta er ein af aðal fjáröflununum þannig að við erum mjög glaðar að geta haldið basarinn aftur í ár.“ „Við hvetjum bara alla til að koma og fá smá jólaanda yfir sig á Grand-hótel í dag og eins og ég nefndi hérna áðan eru þetta tvíþætt verðmæti þannig að ég hvet alla til að koma og styrkja við gott málefni og hafa gaman,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Landspítalinn Börn og uppeldi Jól Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
„Þettta er jólabasar þannig að það er margt til sölu þarna annað en kökur. Alls konar föndur, peysur og jólakort Hringsins, sem í ár er alveg geggjað og er teiknað í ár af Brian Pilkington. Þannig að þarna getur maður bara mætt og keypt allar jólagjafirnar,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona. Hún segir verðmæti við kaup á jólabasarnum tvíþætt og skipti sköpum fyrir starfsemi barnaspítalans. „Þú ert bæði að gefa til samfélagsins með því að styrkja Barnaspítala Hringsins og þú ert að gefa handgerðar gjafir sem búið er að nostra við og eru frábærar,“ segir Rakel. Ýmist handverk verður til sölu á jólabasarnum.Getty Hvað er verið að safna miklu fjármagn með þessum basar? „Það koma inn alveg margar milljónir, sem er frábært. Fyrir þennan pening eru keypt einhver tæki fyrir Barnaspítalann, sem hann vantar. Þannig að þessi fjáröflun er alveg rosalega mikilvæg,“ segir Rakel. „Við kaupum alls konar tæki og tól og ekki bara fyrir Barnaspítalann. Barnaspítalinn sinnir öllum börnum þannig að það er verið að veita fjármagn til stofnana eins og BUGL. Það eru líka íbúðir í bænum og bílar, sem fjölskyldur langveikra barna geta nýtt sér og við höfum verið að styrkja það. Þannig að Barnasjóður Hringsins sinnir öllum veikum börnum á Íslandi.“ Basarinn fer fram á Grand Hótel í Reykjavík frá klukkan eitt til fjögur í dag. Þar er hægt að kaupa ýmist handverk, eins og handgert jólaskraut, og svo alls konar bakkelsi. Hnallþórur, rjómatertur og meira að segja vegan-kökur. „Þær eru mjög vinsælar og þetta eru uppskriftir frá konum á öllum aldri þannig að það er mjög fjölbreytt úrval þarna af kökum. Það er bakað í takt við samtímann,“ segir Rakel. Hringurinn safnar mörgum milljónum ár hvert með sölu á jólabasarnum. Vísir Basarinn hefur verið starfræktur síðan 1924 en féll í fyrsta sinn niður í fyrra vegna faraldursins. Rakel segir mikinn létti að hægt sé að halda basarinn í ár en erfitt hafi reynst að safna fjármagni ífaraldrinum. „Þörfin er alltaf rík niðri á barnaspítala eftir fjármagni. Það er búið að vera dálítið snúið að halda úti fjáraflanir í Covid. Þetta er ein af aðal fjáröflununum þannig að við erum mjög glaðar að geta haldið basarinn aftur í ár.“ „Við hvetjum bara alla til að koma og fá smá jólaanda yfir sig á Grand-hótel í dag og eins og ég nefndi hérna áðan eru þetta tvíþætt verðmæti þannig að ég hvet alla til að koma og styrkja við gott málefni og hafa gaman,“ segir Rakel Garðarsdóttir, Hringskona.
Landspítalinn Börn og uppeldi Jól Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira