Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. nóvember 2021 12:02 Lilja endurskipaði Arnór Guðmundsson í embætti forstjóra Menntamálastofnunar í fyrra en hann var skipaður í fimm ár. vísir/vilhelm Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun fá bæði yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjóri hennar, Arnór Guðmundsson, falleinkunn í áhættu mati sem gert var af mannauðsfyrirtækinu Auðnast fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í bráðabirgðaniðurstöðum matsins segir að sjö af ellefu áhættuþáttum þess séu rauðir, sem táknar óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Tveir þættir eru síðan metnir gulir, sem táknar viðunandi áhættu en kalla samt á öryggisráðstafanir og eftirlit. Í tilkynningu ráðuneytisins til fréttastofu í dag segir að það hafi mál sem varða stjórnun Menntastofnunar og líðan og velferð starfsfólks hennar til skoðunar. Þau séu í algjörum forgangi en að áhersla sé lögð á „fagleg vinnubrögð í málinu og þau unnin eftir lögum og reglum sem gilda“. Þar er til dæmis vísað í lög um opinbera starfsmenn en þar sem forstjóri Menntastofnunar er skipaður embættismaður ríkisins getur ráðherra til dæmis ekki sagt honum upp en getur þó flutt hann úr einu embætti í annað samkvæmt 36. grein laganna. Hann verður þó að veita samþykki sitt fyrir slíkri tilfærslu. Arnór var endurskipaður í embættið í fyrra og þá skipaður til fimm ára. Hann ætti því að gegna starfinu til ársins 2025. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu innan ráðuneytisins. „Enda er það undir ráðherra komið að taka ákvarðanir þegar mál hafa verið skoðuð ítarlega,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun fá bæði yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjóri hennar, Arnór Guðmundsson, falleinkunn í áhættu mati sem gert var af mannauðsfyrirtækinu Auðnast fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í bráðabirgðaniðurstöðum matsins segir að sjö af ellefu áhættuþáttum þess séu rauðir, sem táknar óviðunandi áhættu sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Tveir þættir eru síðan metnir gulir, sem táknar viðunandi áhættu en kalla samt á öryggisráðstafanir og eftirlit. Í tilkynningu ráðuneytisins til fréttastofu í dag segir að það hafi mál sem varða stjórnun Menntastofnunar og líðan og velferð starfsfólks hennar til skoðunar. Þau séu í algjörum forgangi en að áhersla sé lögð á „fagleg vinnubrögð í málinu og þau unnin eftir lögum og reglum sem gilda“. Þar er til dæmis vísað í lög um opinbera starfsmenn en þar sem forstjóri Menntastofnunar er skipaður embættismaður ríkisins getur ráðherra til dæmis ekki sagt honum upp en getur þó flutt hann úr einu embætti í annað samkvæmt 36. grein laganna. Hann verður þó að veita samþykki sitt fyrir slíkri tilfærslu. Arnór var endurskipaður í embættið í fyrra og þá skipaður til fimm ára. Hann ætti því að gegna starfinu til ársins 2025. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar ekki að tjá sig um málið á meðan það er í vinnslu innan ráðuneytisins. „Enda er það undir ráðherra komið að taka ákvarðanir þegar mál hafa verið skoðuð ítarlega,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira