Þungavigtin: Ítarlegri læknisskoðun hjá Val en Werder Bremen Þungavigtin skrifar 10. nóvember 2021 14:31 Alla þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Aron Jóhannsson segist hafa farið í gegnum umfangsmikla læknisskoðun áður en hann skrifaði undir samning við Val. Það sé að vissu leyti skiljanlegt eftir tíma hans hjá Werder Bremen í Þýskalandi. Aron ræddi um þetta í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þessi markaskorari, sem fagnar 31 árs afmæli í dag, skrifaði undir samning við Val á dögunum eftir að hafa síðast leikið knattspyrnu með Lech Poznan í Póllandi. „Þetta var held ég meiri læknisskoðun en ég fór í hjá Werder Bremen. Þetta var alvöru dæmi þarna hjá þeim. Að vissu leyti skil ég það alveg. Þegar maður hugsar um þetta þá er svolítill meiðslastimpill settur á mig,“ segir Aron en hluta viðtalsins við hann má heyra hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Aron og læknisskoðun Vals Þessi uppaldi Fjölnismaður skoraði fjölda marka fyrir AGF í Danmörku og AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann var keyptur til þýska félagsins Werder Bremen árið 2015 fyrir fimm milljónir evra. Þar settu meiðsli risastórt strik í reikninginn: „Í Bremen spilaði ég 30 leiki á fjórum árum, en ég held að ég hafi samt bara glímt við þrenn meiðsli á þeim tíma. Ég er ekki að togna eða sömu meiðsli að endurtaka sig endalaust. Þetta eru ekki hnémeiðsli. Bara óþægileg meiðsli sem að menn vissu ekki hvað ætti að gera í,“ segir Aron og bætir við: „Ég lenti í tæklingu í Bremen á ökklann á mér, fór í einhvern skanna og átti að vera frá keppni í 3-4 vikur en endaði á að vera frá í 11 mánuði, því þeir vissu bara ekki hvað þetta var. Ef ég hef ekki lent í einhverri svona svakalegri óheppni þá hef ég verið þokkalega góður.“ Aron lék svo með Hammarby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra áður en hann gekk í raðir Lech Poznan þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann axlarbrotnaði hins vegar í ágúst og fékk í kjölfarið samningi sínum við pólska félagið rift og flutti heim til Íslands, þar sem hann samdi svo við Valsmenn. Viðtalið við Aron og alla þætti Þungavigtarinnar má heyra á tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Aron ræddi um þetta í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þessi markaskorari, sem fagnar 31 árs afmæli í dag, skrifaði undir samning við Val á dögunum eftir að hafa síðast leikið knattspyrnu með Lech Poznan í Póllandi. „Þetta var held ég meiri læknisskoðun en ég fór í hjá Werder Bremen. Þetta var alvöru dæmi þarna hjá þeim. Að vissu leyti skil ég það alveg. Þegar maður hugsar um þetta þá er svolítill meiðslastimpill settur á mig,“ segir Aron en hluta viðtalsins við hann má heyra hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Aron og læknisskoðun Vals Þessi uppaldi Fjölnismaður skoraði fjölda marka fyrir AGF í Danmörku og AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann var keyptur til þýska félagsins Werder Bremen árið 2015 fyrir fimm milljónir evra. Þar settu meiðsli risastórt strik í reikninginn: „Í Bremen spilaði ég 30 leiki á fjórum árum, en ég held að ég hafi samt bara glímt við þrenn meiðsli á þeim tíma. Ég er ekki að togna eða sömu meiðsli að endurtaka sig endalaust. Þetta eru ekki hnémeiðsli. Bara óþægileg meiðsli sem að menn vissu ekki hvað ætti að gera í,“ segir Aron og bætir við: „Ég lenti í tæklingu í Bremen á ökklann á mér, fór í einhvern skanna og átti að vera frá keppni í 3-4 vikur en endaði á að vera frá í 11 mánuði, því þeir vissu bara ekki hvað þetta var. Ef ég hef ekki lent í einhverri svona svakalegri óheppni þá hef ég verið þokkalega góður.“ Aron lék svo með Hammarby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra áður en hann gekk í raðir Lech Poznan þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann axlarbrotnaði hins vegar í ágúst og fékk í kjölfarið samningi sínum við pólska félagið rift og flutti heim til Íslands, þar sem hann samdi svo við Valsmenn. Viðtalið við Aron og alla þætti Þungavigtarinnar má heyra á tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira