Minnir á mál Tonyu og Nancy Kerrigan: Myndaðar saman á Kópavogsvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 11:31 Aminatu Diallo er hér lengst til vinstri en Kheira Hamraoui ræðir málin við liðsfélaga sinn Kadidiatou Diani þegar þær ganga af velli í leiknum á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Getty/Hafliði Breiðfjörd Það er óhætt að segja að mál frönsku landsliðskvennanna hjá Paris Saint Germain minnir mikið á mál bandarísku skautadansaranna Tonyu Harding og Nancy Kerrigan. Aminatu Diallo var handtekin í gærmorgun í tengslum við árás á liðsfélaga hennar Kheiru Hamraoui. Þær eiga í mikilli samkeppni um sæti á miðju hins sterka Paris Saint Germain liðs. Aminata Diallo has been arrested on allegations of attempting to physically injure her PSG and France teammate Kheira Hamraoui to eliminate her in competition for places. https://t.co/Hxw11xUnTs— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 ESPN hefur heimildir fyrir því að árásin hafi staðið yfir í meira en tvær mínútur og að Diallo hafi verið að skutla Hamraoui heim eftir liðsfund í París. Í bílnum voru þær tvær ásamt tveimur öðrum leikmönnum PSG. Þegar Diallo stoppaði fyrir framan hús Hamraoui þá réðust að henni tveir grímuklæddir menn með járnstangir, toguðu hana út úr bílnum og létu höggin dynja á fótum hennar með í tvær mínútur áður en þeir hlupu í burtu. Erlendir fjölmiðlar hafa notað mynd af þeim Aminatu Diallo og Kheiru Hamraoui saman þegar þær voru að báðar að spila á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Þær sjást þar ganga af velli í hópi með öðrum leikmönnum PSG. Breiðablik og PSG eru einmitt saman í riðli í Meistaradeildinni. Málið minnir mikið á það sem gerðist í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer árið 1994. Skautakonan Nancy Kerrigan varð þá fyrir árás fyrir leikana og seinna kom í ljós að eiginmaður Tonyu Harding hafði skipulagt árásina. Nancy Kerrigan og Tonya Harding voru að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Bip1G9kBXS0">watch on YouTube</a> Kerrigan meiddist það illa í árásinni að hún gat ekki tekið þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna þar sem Harding tryggði sér sæti í Ólympíuliðinu. Kerrigan náði sér hins vegar af meiðslunum fyrir leikana og fékk að vera með. Kerrigan vann þar silfurverðlaun. Harding hefur alltaf neitað að hafa komið að skipulagningu árásarinnar en viðurkenndi sök sína að hafa hindrað réttvísina í rannsókn málsins. Málið var risafréttamál á sínum tíma og síðan hefur verið meðal annars verið gerð Hollywood mynd um Tonyu Harding með þetta mál í fararbroddi. Myndin heitir „I, Tonya“ og fór Margot Robbie með hlutverk Harding. Árásin á Kheiru Hamraoui Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Franski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Aminatu Diallo var handtekin í gærmorgun í tengslum við árás á liðsfélaga hennar Kheiru Hamraoui. Þær eiga í mikilli samkeppni um sæti á miðju hins sterka Paris Saint Germain liðs. Aminata Diallo has been arrested on allegations of attempting to physically injure her PSG and France teammate Kheira Hamraoui to eliminate her in competition for places. https://t.co/Hxw11xUnTs— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 ESPN hefur heimildir fyrir því að árásin hafi staðið yfir í meira en tvær mínútur og að Diallo hafi verið að skutla Hamraoui heim eftir liðsfund í París. Í bílnum voru þær tvær ásamt tveimur öðrum leikmönnum PSG. Þegar Diallo stoppaði fyrir framan hús Hamraoui þá réðust að henni tveir grímuklæddir menn með járnstangir, toguðu hana út úr bílnum og létu höggin dynja á fótum hennar með í tvær mínútur áður en þeir hlupu í burtu. Erlendir fjölmiðlar hafa notað mynd af þeim Aminatu Diallo og Kheiru Hamraoui saman þegar þær voru að báðar að spila á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Þær sjást þar ganga af velli í hópi með öðrum leikmönnum PSG. Breiðablik og PSG eru einmitt saman í riðli í Meistaradeildinni. Málið minnir mikið á það sem gerðist í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer árið 1994. Skautakonan Nancy Kerrigan varð þá fyrir árás fyrir leikana og seinna kom í ljós að eiginmaður Tonyu Harding hafði skipulagt árásina. Nancy Kerrigan og Tonya Harding voru að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Bip1G9kBXS0">watch on YouTube</a> Kerrigan meiddist það illa í árásinni að hún gat ekki tekið þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna þar sem Harding tryggði sér sæti í Ólympíuliðinu. Kerrigan náði sér hins vegar af meiðslunum fyrir leikana og fékk að vera með. Kerrigan vann þar silfurverðlaun. Harding hefur alltaf neitað að hafa komið að skipulagningu árásarinnar en viðurkenndi sök sína að hafa hindrað réttvísina í rannsókn málsins. Málið var risafréttamál á sínum tíma og síðan hefur verið meðal annars verið gerð Hollywood mynd um Tonyu Harding með þetta mál í fararbroddi. Myndin heitir „I, Tonya“ og fór Margot Robbie með hlutverk Harding.
Árásin á Kheiru Hamraoui Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Franski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira