Ólíklegt að samstaði náist um að hætta kolanotkun Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 09:04 Delegates pack the hall at the COP26 U.N. Climate Summit in Glasgow, Scotland, Thursday, Nov. 11, 2021. (AP Photo/Alberto Pezzali) AP/Alberto Pezzali Útlit er fyrir að ákvæði um að kallað verði eftir að ríki heims hætti að brenna kol og niðurgreiða jarðefnaeldsneyti rati ekki inn í samkomulag við lok COP26-loftslagsráðstefnunnar sem á að ljúka í Glasgow í dag. Náist samkomulag ekki í dag gætu viðræðurnar dregist inn í helgina. Í drögum að samkomulagi sem voru kynnt á miðvikudag var upphaflega talað um að ríki skyldu „hraða því að taka kol og niðugreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð“. Nýjustu drögin sem voru birt í dag veikja það orðalag verulega. Nú er aðeins talað um að ríki skuli hraða því að „taka úr umferð óhefta kolaorku og óskilvirkar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti“, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll 197 aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna þurfa að samþykkja lokasamkomulagið samhljóða, þar á meðal stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis eins og Sádi-Arabía, Rússland og Ástralía sem hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Draga þarf hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax til þess að halda á lífi markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C , eða í versta falli 2°C, á þessari öld til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Miðað við núverandi markmið ríkja heims stefnir í að hlýnun nái 2,4°C. Með slíkri hlýnun verða hitabylgjur, þurrkar og flóð enn tíðari og skæðari en þegar er orðið og sjávarstaða hækkar enn frekar sem ógna milljónum manna sem búa á strandsvæðum og láglendi. Bruni á kolum losar enn meira kolefni út í lofthjúpinn en olía eða gas. Holur hljómur í loforðum Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði AP í gær að markmið Parísarsamkomulagsins væru í „öndunarvél“. Loforð um að draga úr losun sé merkingarlaus á meðan ríki heims halda áfram að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. „Það er holur hljómur í loforðum þegar jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn fær ennþá billjónir í niðurgreiðslur,“ sagði Guterres. Ráðstefnunni lýkur formlega klukkan 18:00 að íslenskum tíma í kvöld. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands sem fer fyrir hópi háttsettra stjórnmálaleiðtoga, sakaði stórlosendur um að skemma fyrir viðræðunum. Fulltrúa Rússlands og Sádi-Arabíu berjist með kjafti og klóm gegn því að talað verði um að hætta notkun kola eða draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28 Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Í drögum að samkomulagi sem voru kynnt á miðvikudag var upphaflega talað um að ríki skyldu „hraða því að taka kol og niðugreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð“. Nýjustu drögin sem voru birt í dag veikja það orðalag verulega. Nú er aðeins talað um að ríki skuli hraða því að „taka úr umferð óhefta kolaorku og óskilvirkar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti“, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll 197 aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna þurfa að samþykkja lokasamkomulagið samhljóða, þar á meðal stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis eins og Sádi-Arabía, Rússland og Ástralía sem hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Draga þarf hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax til þess að halda á lífi markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C , eða í versta falli 2°C, á þessari öld til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Miðað við núverandi markmið ríkja heims stefnir í að hlýnun nái 2,4°C. Með slíkri hlýnun verða hitabylgjur, þurrkar og flóð enn tíðari og skæðari en þegar er orðið og sjávarstaða hækkar enn frekar sem ógna milljónum manna sem búa á strandsvæðum og láglendi. Bruni á kolum losar enn meira kolefni út í lofthjúpinn en olía eða gas. Holur hljómur í loforðum Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði AP í gær að markmið Parísarsamkomulagsins væru í „öndunarvél“. Loforð um að draga úr losun sé merkingarlaus á meðan ríki heims halda áfram að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. „Það er holur hljómur í loforðum þegar jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn fær ennþá billjónir í niðurgreiðslur,“ sagði Guterres. Ráðstefnunni lýkur formlega klukkan 18:00 að íslenskum tíma í kvöld. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands sem fer fyrir hópi háttsettra stjórnmálaleiðtoga, sakaði stórlosendur um að skemma fyrir viðræðunum. Fulltrúa Rússlands og Sádi-Arabíu berjist með kjafti og klóm gegn því að talað verði um að hætta notkun kola eða draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28 Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28
Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00