Aðgerðum frestað vegna fjölgunar tilfella Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 12:00 Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. Vísir Gjörgæslulæknir á Landspítalanum segir gríðarlegt álag fyrir á gjörgæsludeildum. Þá hafi þurft að fresta stórum aðgerðum vegna fjölgunar innlagna á gjörgæslu vegna Covid-19. Alls greindust 176 með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur utan sóttkvíar. 82 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. 91 er fullbólusettur, bólusetning er hafin hjá sjö og sjötíu eru óbólusettir. Á vefnum Covid.is segir að tuttugu séu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. „Þessa viku og síðustu höfum við verið að fresta stærri aðgerðum eins og hjartaaðgerðum og aðgerðum sem krefjast innlagnar á gjörgæsludeild eftir uppskurð. En ef það er minnsta svigrúm tökum við inn aðgerðir sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að fólk þurfi enn og aftur að hlaupa aðeins hraðar. „Starfsfólkið á gjörgæslum er að taka mikið af aukavöktum og tvöfaldar vaktir þannig að það eru allir að reyna að láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Theódór segir að umgangspestir hafi verið að leggjast þungt á ung börn. Komi til alvarlegra veikinda sé lítið svigrúm á gjörgæsludeildum. „Litlu börnin okkar eru líka að veikjast og fá umgangsspestir. Þau fá stundum öndunarfærasýkingar og lungnabólgu í kjölfarið. Gjörgæslur eru sá staðir sem þau fara á verði þau alvarlega veik. Við höfum í haust verið að fá inn börn sem eru með alvarlegar öndunarfærasýkingar og börn sem þurfa að fara í öndunarvél. Ástandið getur því fljótt orðið mjög viðkvæmt,“ segir hann. Theódór segir spítalann hafa verið yfirfullan í mörg ár og beinir orðum sínum til stjórnvalda. „Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi í huga að það er langvarandi erfitt ástand á Landspítalanum. Það þarf að hafa í huga við allar ákvarðanir vegna Covid-19 að svigrúm spítalans til að taka við aukaálagi er mjög lítið,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Alls greindust 176 með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur utan sóttkvíar. 82 af þeim sem greindust í gær voru í sóttkví. 91 er fullbólusettur, bólusetning er hafin hjá sjö og sjötíu eru óbólusettir. Á vefnum Covid.is segir að tuttugu séu nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Theódór Skúli Sigurðsson barna, svæfingar og gjörgæslulæknir segir gríðarlegt álag á gjörgæsludeildum spítalans. „Þessa viku og síðustu höfum við verið að fresta stærri aðgerðum eins og hjartaaðgerðum og aðgerðum sem krefjast innlagnar á gjörgæsludeild eftir uppskurð. En ef það er minnsta svigrúm tökum við inn aðgerðir sem þarf að gera,“ segir hann. Hann segir að fólk þurfi enn og aftur að hlaupa aðeins hraðar. „Starfsfólkið á gjörgæslum er að taka mikið af aukavöktum og tvöfaldar vaktir þannig að það eru allir að reyna að láta hlutina ganga upp,“ segir hann. Theódór segir að umgangspestir hafi verið að leggjast þungt á ung börn. Komi til alvarlegra veikinda sé lítið svigrúm á gjörgæsludeildum. „Litlu börnin okkar eru líka að veikjast og fá umgangsspestir. Þau fá stundum öndunarfærasýkingar og lungnabólgu í kjölfarið. Gjörgæslur eru sá staðir sem þau fara á verði þau alvarlega veik. Við höfum í haust verið að fá inn börn sem eru með alvarlegar öndunarfærasýkingar og börn sem þurfa að fara í öndunarvél. Ástandið getur því fljótt orðið mjög viðkvæmt,“ segir hann. Theódór segir spítalann hafa verið yfirfullan í mörg ár og beinir orðum sínum til stjórnvalda. „Það er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi í huga að það er langvarandi erfitt ástand á Landspítalanum. Það þarf að hafa í huga við allar ákvarðanir vegna Covid-19 að svigrúm spítalans til að taka við aukaálagi er mjög lítið,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Fólk er að reyna að fá sóttkví stytta hjá börnum Helmingi fleiri hafa leitað á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins nú í haust samanborið við haustið 2019. Deildir hafa fyllst og álagið verið mikið. 11. nóvember 2021 22:01