Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2021 22:01 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig tungljeppinn gæti litið út. Northrop Grumman Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. Auk Northrop Grumman eru AVL, Intuitive Machines, Lunar Outpost og Michelin í hópnum. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir Steve Krein, aðstoðarforstjóri NG, að fyrirtækin muni útvega Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) lipra og hagkvæma hönnun sem muni gera stofnuninni mun auðveldara að kanna yfirborð tunglsins. Vinna fyrirtækjanna á bæði að snúa að tungljeppa og vélmennum sem eigi að nota til að kanna tunglið og á endanum mars. NASA sendi í haust út boð til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa. Sjá einnig: NASA leitar hugmynda um tungljeppa Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimjeppinn sem NG segist vera að vinna að á að vera opinn, eins og segir hér að ofan. Samkvæmt frétt Space.com stefnir NASA þó á að senda einnig þrýstijafnað faratæki til tunglsins sem geimfarar geta notað án geimbúninga og jafnvel búið í ef þörf er á. Unnið er að þróun þessa farartækis í samvinnu við Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Toyota. Hér má sjá myndband frá Northrop Grumman þar sem farið er nánar út í þróun tungljeppans og annað sem hópurinn vinnur að. Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39 Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. 5. október 2021 09:33 Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Auk Northrop Grumman eru AVL, Intuitive Machines, Lunar Outpost og Michelin í hópnum. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir Steve Krein, aðstoðarforstjóri NG, að fyrirtækin muni útvega Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) lipra og hagkvæma hönnun sem muni gera stofnuninni mun auðveldara að kanna yfirborð tunglsins. Vinna fyrirtækjanna á bæði að snúa að tungljeppa og vélmennum sem eigi að nota til að kanna tunglið og á endanum mars. NASA sendi í haust út boð til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa. Sjá einnig: NASA leitar hugmynda um tungljeppa Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Geimjeppinn sem NG segist vera að vinna að á að vera opinn, eins og segir hér að ofan. Samkvæmt frétt Space.com stefnir NASA þó á að senda einnig þrýstijafnað faratæki til tunglsins sem geimfarar geta notað án geimbúninga og jafnvel búið í ef þörf er á. Unnið er að þróun þessa farartækis í samvinnu við Geimvísindastofnun Japans (JAXA) og Toyota. Hér má sjá myndband frá Northrop Grumman þar sem farið er nánar út í þróun tungljeppans og annað sem hópurinn vinnur að.
Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39 Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. 5. október 2021 09:33 Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39
Leikkona og leikstjóri á leið til geimstöðvarinnar Rússneskri leikkonu, leikstjóra og geimfara var skotið af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í morgun. Geimskotið heppnaðist vel og eru geimfararnir þrír á leið til geimstöðvarinnar þar sem þau Yulia Peresild og Klim Shipenko munu taka upp fyrstu kvikmyndina í geimnum. 5. október 2021 09:33
Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar. 12. ágúst 2021 13:15