Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 20. nóvember 2021 08:01 Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Þegar ég skipti um vettvang og kom hingað í stjórnmálin uppgötvaði ég fljótt, það sem ég vissi fyrir, að stjórnmál eru stórskemmtileg. Að skiptast á skoðunum, rökræða og hafa áhrif á það hvernig samfélagið okkar þróast og breytist. Við borgarfulltrúarnir höfum mismunandi sýn á þróun Reykjavíkur. Það er eðlilegt, enda erum við kjörin til að veita mismunandi áherslum brautargöngu. Ef við værum öll sammála væri lítill tilgangur fyrir stjórnmál. Þá gæti embættisfólkið bara séð um reksturinn. Tökumst á um forgangsröðun og framtíðarsýn Innan stjórnmálanna eigum við að takast á, með augun á boltanum og afla okkar skoðunum fylgis um kosti okkar framtíðarsýnar og ókosti annarra leiða. Við þurfum að færa rök fyrir því af hverju við viljum forgangsraða takmörkuðu fjármagni í ákveðin verkefni frekar en ekki önnur. Þessi meirihluti sem nú situr hefur útskýrt af hverju hann vill forgangsraða auknu fjármagni í skóla og leikskóla, umhverfismál og stafræna þróun, því þar teljum við mikilvægast að bæta þjónustuna og umhverfi borgarinnar. Þeir sem ekki eru sammála þessari forgangsröðun færa svo rök fyrir sinni skoðun og af hverju betra sé að forgangsraða fjármagninu í önnur verkefni. Þetta er eðlileg pólitík og skemmtileg. … en ekki starfsfólk sem framfylgir stefnu Á þessu kjörtímabili hefur gagnrýni sumra borgarfulltrúa ansi oft færst frá okkur í meirihlutanum og að embættisfólki borgarinnar og öðru starfsfólki sem er í góðri trú að framfylgja okkar stefnu. Stundum hefur gagnrýnin verið persónugerð í einstaka embættismanni. Í önnur skipti hefur gagnrýnin beinst að sviðum eða deildum, þar sem starfsfólki eru gerð upp annarleg sjónarmið fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Bara á síðasta borgarstjórnarfundi var talað um “fyllerí” starfsmanna, hæðst að breytingarstjórnun, undirbúningi stórra verkefna og hugmyndavinnu til að breyta í grundvallaratriðum hvernig verkefni eru unnin til að einfalda ferla og starfsmenn voru sakaðir um að blekkja borgarfulltrúa. Þetta hefur verið endurtekið þema gagnvart þessum starfsmönnum nú um nokkurt skeið, fyrir það að framfylgja stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Ef borgarfulltrúar eða aðrir eru ósátt við þá stefnu sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur sett og þá forgangsröðun fjármagns sem ákveðin hefur verið, er rétt að beina þeirri gagnrýni að okkur sem skipum þennan meirihluta, á málefnalegan hátt. Við höfum breitt bak og skýra framtíðarsýn um bætta þjónustu fyrir borgarbúa, betri stjórnsýslu og grænni framtíð. Okkur er ekki vandi á höndum að færa rök fyrir okkar forgangsröðun. Förum í boltann, ekki manninn Við þurfum að íhuga hvort við viljum stjórnmál sem eru uppbyggileg og þar sem kjörnir fulltrúar takast á til að leita bestu lausna fyrir borgarbúa. Eða hvort við viljum pólitík sem byggist á því að rífa niður störf þeirra sem eru að framfylgja stefnumörkun stjórnmálanna. Í upphafi stjórnmálaþátttöku fyrir hönd Viðreisnar í Reykjavík, þá einsetti ég mér að bera virðingu fyrir skoðunum kollega minna. Að í umræðum skyldi ég fara í boltann en ekki manninn. Að vera jákvæð og leggja áherslu á kosti þeirra hugsjóna sem ég brenn fyrir. Þetta er grunnurinn að orðfæri Viðreisnar sem er ein af ástæðum þess að ég sá strax að í Viðreisn ætti ég og mínar hugsjónir heima. Ef við sameinumst um þessar áherslur trúi ég að við getum byggt upp mun heilbrigðari stjórnmálaumræðu, í borgarstjórn, í öðrum sveitarstjórnum og á þingi. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Þegar ég skipti um vettvang og kom hingað í stjórnmálin uppgötvaði ég fljótt, það sem ég vissi fyrir, að stjórnmál eru stórskemmtileg. Að skiptast á skoðunum, rökræða og hafa áhrif á það hvernig samfélagið okkar þróast og breytist. Við borgarfulltrúarnir höfum mismunandi sýn á þróun Reykjavíkur. Það er eðlilegt, enda erum við kjörin til að veita mismunandi áherslum brautargöngu. Ef við værum öll sammála væri lítill tilgangur fyrir stjórnmál. Þá gæti embættisfólkið bara séð um reksturinn. Tökumst á um forgangsröðun og framtíðarsýn Innan stjórnmálanna eigum við að takast á, með augun á boltanum og afla okkar skoðunum fylgis um kosti okkar framtíðarsýnar og ókosti annarra leiða. Við þurfum að færa rök fyrir því af hverju við viljum forgangsraða takmörkuðu fjármagni í ákveðin verkefni frekar en ekki önnur. Þessi meirihluti sem nú situr hefur útskýrt af hverju hann vill forgangsraða auknu fjármagni í skóla og leikskóla, umhverfismál og stafræna þróun, því þar teljum við mikilvægast að bæta þjónustuna og umhverfi borgarinnar. Þeir sem ekki eru sammála þessari forgangsröðun færa svo rök fyrir sinni skoðun og af hverju betra sé að forgangsraða fjármagninu í önnur verkefni. Þetta er eðlileg pólitík og skemmtileg. … en ekki starfsfólk sem framfylgir stefnu Á þessu kjörtímabili hefur gagnrýni sumra borgarfulltrúa ansi oft færst frá okkur í meirihlutanum og að embættisfólki borgarinnar og öðru starfsfólki sem er í góðri trú að framfylgja okkar stefnu. Stundum hefur gagnrýnin verið persónugerð í einstaka embættismanni. Í önnur skipti hefur gagnrýnin beinst að sviðum eða deildum, þar sem starfsfólki eru gerð upp annarleg sjónarmið fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Bara á síðasta borgarstjórnarfundi var talað um “fyllerí” starfsmanna, hæðst að breytingarstjórnun, undirbúningi stórra verkefna og hugmyndavinnu til að breyta í grundvallaratriðum hvernig verkefni eru unnin til að einfalda ferla og starfsmenn voru sakaðir um að blekkja borgarfulltrúa. Þetta hefur verið endurtekið þema gagnvart þessum starfsmönnum nú um nokkurt skeið, fyrir það að framfylgja stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Ef borgarfulltrúar eða aðrir eru ósátt við þá stefnu sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur sett og þá forgangsröðun fjármagns sem ákveðin hefur verið, er rétt að beina þeirri gagnrýni að okkur sem skipum þennan meirihluta, á málefnalegan hátt. Við höfum breitt bak og skýra framtíðarsýn um bætta þjónustu fyrir borgarbúa, betri stjórnsýslu og grænni framtíð. Okkur er ekki vandi á höndum að færa rök fyrir okkar forgangsröðun. Förum í boltann, ekki manninn Við þurfum að íhuga hvort við viljum stjórnmál sem eru uppbyggileg og þar sem kjörnir fulltrúar takast á til að leita bestu lausna fyrir borgarbúa. Eða hvort við viljum pólitík sem byggist á því að rífa niður störf þeirra sem eru að framfylgja stefnumörkun stjórnmálanna. Í upphafi stjórnmálaþátttöku fyrir hönd Viðreisnar í Reykjavík, þá einsetti ég mér að bera virðingu fyrir skoðunum kollega minna. Að í umræðum skyldi ég fara í boltann en ekki manninn. Að vera jákvæð og leggja áherslu á kosti þeirra hugsjóna sem ég brenn fyrir. Þetta er grunnurinn að orðfæri Viðreisnar sem er ein af ástæðum þess að ég sá strax að í Viðreisn ætti ég og mínar hugsjónir heima. Ef við sameinumst um þessar áherslur trúi ég að við getum byggt upp mun heilbrigðari stjórnmálaumræðu, í borgarstjórn, í öðrum sveitarstjórnum og á þingi. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar