Héraðsdómari telur að gjá hafi skapast í umræðu um kynferðisbrot Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 16:04 Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Aðsend Héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík telur að ákveðin gjá hafi skapast í umræðunni um kynferðisbrot. Hún segir málin erfið og að umræðan skiptist í fylkingar - í staðinn fyrir að málin séu rædd á upplýstum grundvelli. Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík, var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hún segir mikla þróun í dómaframkvæmd hafi verið á undanförnum árum en telur að umræða um kynferðisbrotamál geti verið óvægin og mikilvægt sé að vera með réttar upplýsingar fyrir framan sig. Réttarkerfið sé þannig upp sett að, meta þurfi vafa sakborningi í hag. Meginreglan sé enn sem áður sú, að sakborningur sé talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Málin séu þannig rannsökuð sem autt blað í upphafi, með það að leiðarljósi að leiða hið sanna og rétta í ljós. „Orð-gegn-orði“ „Ég trúi því að við getum rætt þessi kynferðisbrot, við getum komist lengra, við getum stuðlað að aukinni fræðslu. Gripið inn í þetta til þess að reyna að komast til móts við almenning, og brotaþola auðvitað, án þess að við vörpum fyrir þessari reglu fyrir róða,“ segir Halldóra í viðtalinu. Halldóra segir að málaflokkurinn sé erfiður enda séu oft ekki aðrar sannanir en „orð-gegn-orði“ og því geti sönnunarstaða brotaþola verið erfið. Torvelt geti verið að dæma á þeim grundvelli, nema að öðrum sönnunargögnum sé fyrir að fara. „Það er bara vegna þess að við búum við þetta regluverk, að við þurfum að veita sakborningi mikinn rétt út frá mannréttindareglum. Þó að fólki kunni að koma það spánskt fyrir sjónir að við séum að tala um mannréttindi sakborninga, þá er það bara þannig,“ segir Halldóra. Þolendur vitni í eigin máli Halldóra segir þó mikilvægt að hlusta á þolendur og búa þannig um hnútana, að málsmeðferð verði auðvelduð á rannsóknarstigi, brotaþolum í hag. Í umræðunni hefur til dæmis verið nefnt til sögunnar að þolendur fái aðilastöðu og verði þannig ekki „vitni“ í eigin máli. „Ef við fáum fólk til að sjá og skilja af hverju reglurnar eru svona, þá drögum við úr þessari heift og við förum kannski ekki í þessa átt. Við bætum ekki ofbeldi, eins og hefur komið fram, með öðru ofbeldi. Ég held að þetta sé ekki leiðin sem að við viljum fara, ef við erum öll spurð,“ segir Halldóra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Kynferðisofbeldi Sprengisandur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík, var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hún segir mikla þróun í dómaframkvæmd hafi verið á undanförnum árum en telur að umræða um kynferðisbrotamál geti verið óvægin og mikilvægt sé að vera með réttar upplýsingar fyrir framan sig. Réttarkerfið sé þannig upp sett að, meta þurfi vafa sakborningi í hag. Meginreglan sé enn sem áður sú, að sakborningur sé talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Málin séu þannig rannsökuð sem autt blað í upphafi, með það að leiðarljósi að leiða hið sanna og rétta í ljós. „Orð-gegn-orði“ „Ég trúi því að við getum rætt þessi kynferðisbrot, við getum komist lengra, við getum stuðlað að aukinni fræðslu. Gripið inn í þetta til þess að reyna að komast til móts við almenning, og brotaþola auðvitað, án þess að við vörpum fyrir þessari reglu fyrir róða,“ segir Halldóra í viðtalinu. Halldóra segir að málaflokkurinn sé erfiður enda séu oft ekki aðrar sannanir en „orð-gegn-orði“ og því geti sönnunarstaða brotaþola verið erfið. Torvelt geti verið að dæma á þeim grundvelli, nema að öðrum sönnunargögnum sé fyrir að fara. „Það er bara vegna þess að við búum við þetta regluverk, að við þurfum að veita sakborningi mikinn rétt út frá mannréttindareglum. Þó að fólki kunni að koma það spánskt fyrir sjónir að við séum að tala um mannréttindi sakborninga, þá er það bara þannig,“ segir Halldóra. Þolendur vitni í eigin máli Halldóra segir þó mikilvægt að hlusta á þolendur og búa þannig um hnútana, að málsmeðferð verði auðvelduð á rannsóknarstigi, brotaþolum í hag. Í umræðunni hefur til dæmis verið nefnt til sögunnar að þolendur fái aðilastöðu og verði þannig ekki „vitni“ í eigin máli. „Ef við fáum fólk til að sjá og skilja af hverju reglurnar eru svona, þá drögum við úr þessari heift og við förum kannski ekki í þessa átt. Við bætum ekki ofbeldi, eins og hefur komið fram, með öðru ofbeldi. Ég held að þetta sé ekki leiðin sem að við viljum fara, ef við erum öll spurð,“ segir Halldóra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Sprengisandur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira