BSRB fari fram með áróður sem skaði láglaunafólk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. nóvember 2021 11:21 Aðalsteinn situr í samninganefnd Starfsgreinasambandsins. vísir/vilhelm Stjórnarmaður í Starfsgreinasambandinu segir BSRB fara með rangfærslur um launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Hann óttast að yfirlýsingarnar geti skaðað lægst launaðu umbjóðendur sína. BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi og semja um kjör félagsmanna sinna við svetarfélög og ríki. Starfsgreinasambandið er sömuleiðis stæsta samband starfsfólks á almennum vinnumarkaði og semur við Samtök atvinnulífsins. BSRB hefur undanfarið talað fyrir því að launamunur opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði verði jafnaður - munurinn sé orðinn um það bil 17 prósent og það opinberum starfsmönnum í óhag. Þetta fellst Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík og einn stjórnarmanna Starfsgreinasambandsins, ekki á og kallar þessar fullyrðingar BSRB áróður. „Ég hef bara gert formlegar athugasemdir við það að BSRB skuli halda því fram að launakjör félagsmanna innan BSRB hafi þróast með öðrum hætti en á almenna vinnumarkaðinum, það er að segja að það hafi verið mun minni launahækkanir þar en á almenna vinnumarkaðinum, sem að er bara ekki rétt,“ segir Aðalsteinn Skaðleg orðræða fyrir láglaunafólk Hann segir að það megi vel vera að launamunurinn sé svo mikill ef að best launuðu störfin eru borin saman en þegar kemur að láglaunafólki, sem er í miklum meirihluta er launamunurinn opinberum starfsmönnum í vil. „Það er þess vegna sem ég er að vekja athygli á þessu að mér finnst þetta skaða mitt fólk og þarna er verið að halda að fólki röngum upplýsingum. Og ég vil bara koma því á framfæri að þarna er ég að tala um stóra hópa ferðaþjónustunnar, fiskvinnslufólk, kjötvinnslufólk, ræstingafólk og bílstjóra og fleiri. Og ég er bara að koma þessu á framfæri að þetta er ekki rétt,“ segir Aðalsteinn. Þessir hópar fái flestir grunnlaun á bilinu 330 þúsund krónum upp í 350 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði en bilið er 371 þúsund til 472 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum. Vill Aðalsteinn þá ekki sjá laun opinberra starfsmanna hækka? „Jú, það er bara þannig að það eru margir opinberir starfsmenn sem eiga rétt á hækkunum að mínu mati. Það eru margir opinberir starfsmenn sem eru illa launaðir og það er bara þannig en staðan er bara því miður miklu verri hjá almennu verkafólki heldur en hjá opinberum starfsmönnum, það er bara þannig.“ Vinnumarkaður Kjaramál Norðurþing Stéttarfélög Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi og semja um kjör félagsmanna sinna við svetarfélög og ríki. Starfsgreinasambandið er sömuleiðis stæsta samband starfsfólks á almennum vinnumarkaði og semur við Samtök atvinnulífsins. BSRB hefur undanfarið talað fyrir því að launamunur opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði verði jafnaður - munurinn sé orðinn um það bil 17 prósent og það opinberum starfsmönnum í óhag. Þetta fellst Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík og einn stjórnarmanna Starfsgreinasambandsins, ekki á og kallar þessar fullyrðingar BSRB áróður. „Ég hef bara gert formlegar athugasemdir við það að BSRB skuli halda því fram að launakjör félagsmanna innan BSRB hafi þróast með öðrum hætti en á almenna vinnumarkaðinum, það er að segja að það hafi verið mun minni launahækkanir þar en á almenna vinnumarkaðinum, sem að er bara ekki rétt,“ segir Aðalsteinn Skaðleg orðræða fyrir láglaunafólk Hann segir að það megi vel vera að launamunurinn sé svo mikill ef að best launuðu störfin eru borin saman en þegar kemur að láglaunafólki, sem er í miklum meirihluta er launamunurinn opinberum starfsmönnum í vil. „Það er þess vegna sem ég er að vekja athygli á þessu að mér finnst þetta skaða mitt fólk og þarna er verið að halda að fólki röngum upplýsingum. Og ég vil bara koma því á framfæri að þarna er ég að tala um stóra hópa ferðaþjónustunnar, fiskvinnslufólk, kjötvinnslufólk, ræstingafólk og bílstjóra og fleiri. Og ég er bara að koma þessu á framfæri að þetta er ekki rétt,“ segir Aðalsteinn. Þessir hópar fái flestir grunnlaun á bilinu 330 þúsund krónum upp í 350 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði en bilið er 371 þúsund til 472 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum. Vill Aðalsteinn þá ekki sjá laun opinberra starfsmanna hækka? „Jú, það er bara þannig að það eru margir opinberir starfsmenn sem eiga rétt á hækkunum að mínu mati. Það eru margir opinberir starfsmenn sem eru illa launaðir og það er bara þannig en staðan er bara því miður miklu verri hjá almennu verkafólki heldur en hjá opinberum starfsmönnum, það er bara þannig.“
Vinnumarkaður Kjaramál Norðurþing Stéttarfélög Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira