Í lok vetrar verði Þjóðverjar „bólusettir, búnir að ná sér af Covid eða látnir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 22:37 Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, var ómyrkur í máli á fréttamannafundi í dag. Carsten Koall/Getty Heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, undirstrikaði í dag mikilvægi þess að landar hans létu bólusetja sig. Það gerði hann á afar beinskeyttan hátt, þegar hann ræddi við fréttamenn á fundi í Berlín í dag. „Í lok þessa vetrar verða allir Þjóðverjar bólusettir, búnir að ná sér af Covid, eða látnir,“ sagði ráðherrann. Með þessu gaf hann í skyn að þetta væru þeir þrír möguleikar sem kæmu til greina, nú þegar landið stendur í miðri fjórðu bylgju faraldursins, þeirri skæðustu til þessa. Þýskaland er með heldur lágt bólusetningarhlutfall í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir, en 68 prósent íbúa landsins hafa hlotið fulla bólusetningu. Smittíðni fer hækkandi og hefur í raunar aldrei verið hærri. Þannig hafa rúmlega 30 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi síðasta sólarhringinn, sem er aukning um sjö þúsund nýgreindra á einum degi frá því fyrir viku. Stjórnvöld í landinu hafa tekið ákvörðun um að koma á hertari sóttvarnaaðgerðum, sem fela meðal annars í sér að óbólusettum verðum meinaður aðgangur að ákveðnum almenningsstöðum, auk þess sem jólamörkuðum víða um landið hefur verið aflýst. Spahn sagðist á fundinum vera mótfallinn því að gera bólusetningar að skyldu, en sagði það þó siðferðislega skyldu hvers manns að láta bólusetja sig, í því skyni að vernda náungann. „Frelsi fylgir ábyrgð, og það er skylda samfélagsins að láta bólusetja sig,“ sagði hann og bætti við að á næstu mánuðum myndi hver sá sem ekki er bólusettur smitast, og skorta tilhlýðilega vörn gegn alvarlegum veikindum. Milljónir skammta gætu skemmst Spahn lagði sérstaka áherslu á eitt bóluefni, nefnilega bóluefna bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna, og sagði efnið vera „Rolls Royce bóluefnanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ástæðan sé sú að eftirspurn eftir bóluefni Pfizer sé svo mikil að útlit sé fyrir að skortur verði á því. Ráðherrann sagði þá að á næstu mánuðum gætu 16 milljónir skammta af Moderna-bóluefni farið til spillis, verði þeim ekki komið í gagnið. Frá upphafi faraldursins hafa ríflega 99 þúsund manns látist af völdum Covid-19, og yfir 5,4 milljónir fengið sjúkdóminn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Sjá meira
„Í lok þessa vetrar verða allir Þjóðverjar bólusettir, búnir að ná sér af Covid, eða látnir,“ sagði ráðherrann. Með þessu gaf hann í skyn að þetta væru þeir þrír möguleikar sem kæmu til greina, nú þegar landið stendur í miðri fjórðu bylgju faraldursins, þeirri skæðustu til þessa. Þýskaland er með heldur lágt bólusetningarhlutfall í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir, en 68 prósent íbúa landsins hafa hlotið fulla bólusetningu. Smittíðni fer hækkandi og hefur í raunar aldrei verið hærri. Þannig hafa rúmlega 30 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi síðasta sólarhringinn, sem er aukning um sjö þúsund nýgreindra á einum degi frá því fyrir viku. Stjórnvöld í landinu hafa tekið ákvörðun um að koma á hertari sóttvarnaaðgerðum, sem fela meðal annars í sér að óbólusettum verðum meinaður aðgangur að ákveðnum almenningsstöðum, auk þess sem jólamörkuðum víða um landið hefur verið aflýst. Spahn sagðist á fundinum vera mótfallinn því að gera bólusetningar að skyldu, en sagði það þó siðferðislega skyldu hvers manns að láta bólusetja sig, í því skyni að vernda náungann. „Frelsi fylgir ábyrgð, og það er skylda samfélagsins að láta bólusetja sig,“ sagði hann og bætti við að á næstu mánuðum myndi hver sá sem ekki er bólusettur smitast, og skorta tilhlýðilega vörn gegn alvarlegum veikindum. Milljónir skammta gætu skemmst Spahn lagði sérstaka áherslu á eitt bóluefni, nefnilega bóluefna bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna, og sagði efnið vera „Rolls Royce bóluefnanna.“ Breska ríkisútvarpið greinir frá því að ástæðan sé sú að eftirspurn eftir bóluefni Pfizer sé svo mikil að útlit sé fyrir að skortur verði á því. Ráðherrann sagði þá að á næstu mánuðum gætu 16 milljónir skammta af Moderna-bóluefni farið til spillis, verði þeim ekki komið í gagnið. Frá upphafi faraldursins hafa ríflega 99 þúsund manns látist af völdum Covid-19, og yfir 5,4 milljónir fengið sjúkdóminn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Sjá meira