Missti einkaviðtal við Adele því hann hlustaði ekki á nýju plötuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 23:47 Adele á sviði Wembley í júní 2017. Getty/Gareth Cattermole Ástralskur fjölmiðlamaður kveðst í molum eftir að afdrifarík yfirsjón af hans hálfu kostaði vinnuveitanda hans tugi milljóna króna og einkaviðtal við ensku tónlistarstjörnuna Adele. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmiðlamaðurinn Matt Doran, sem er á mála hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7, hafi flogið frá Sydney til London snemma í þessum mánuði til að taka viðtal við stórstjörnuna og ræða við hana um nýútkomna plötu hennar, 30. Platan kom út 19. nóvember. Meðan á viðtalinu stóð viðurkenndi Doran að hann hefði ekki hlustað á plötuna. Í kjölfarið ákvað rétthafinn, Sony, að viðtalið færi ekki í loftið. Viðtalið var það eina sem Adele veitti áströlskum fjölmiðli í aðdraganda útgáfu plötunnar. Miklir fjármunir undir Sjálfur hefur Doran beðist afsökunar og segir tölvupóst sem innihélt þá óútgefna plötuna hreinlega hafa farið fram hjá sér. „Þetta voru mistök, ég hundsaði þetta ekki viljandi. Þetta er mikilvægasti tölvupóstur sem ég hef misst af,“ sagði hann í samtali við dagblaðið The Australian. Þá hafnaði hann orðrómi um að hafa verið sagt upp störfum hjá Channel 7, en hann hefur ekki birst á sjónvarpsskjánum frá því atvikið átti sér stað. Ástralskir fjölmiðlar herma að ferðalag Dorans og tveggja samstarfsmanna hans frá Sydney til London hafi verið hluti af réttindapakka sem sjónvarpsstöðin hefði samið um við Sony, og að virði pakkans næmi einni milljón ástralskra dala, eða um 95 milljóna króna. Hengja sjónvarpsmann fyrir sjónvarpsmann Doran hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og telja margir aðdáendur Adele að hann hafi með þessu sýnt söngkonunni megna óvirðingu. Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið holskeflu reiðilegra athugasemda yfir sig. Doran á nefnilega alnafna sem einnig starfar í sjónvarpi. Sá er stjórnmálarýnir á sjónvarpstöðinni ABC í Ástralíu, og hafa margir sem hitnað hefur í hamsi vegna málsins beint reiði sinni að honum, með lyklaborðið að vopni. Sá Doran, það er að segja stjórnmálarýnirinn, virðist þó sjá skoplegu hlið málsins, en í gær birti hann tíst þar sem stóð einfaldlega „Go easy on me,“ eða „Sýnið mér vægð,“ en í aðdraganda plötuútgáfunnar gaf Adele út lagið Go easy on me, sem hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu þess. Go easy on me…— Matthew Doran (@MattDoran91) November 21, 2021 Ástralía Tónlist Hollywood Fjölmiðlar Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmiðlamaðurinn Matt Doran, sem er á mála hjá áströlsku sjónvarpsstöðinni Channel 7, hafi flogið frá Sydney til London snemma í þessum mánuði til að taka viðtal við stórstjörnuna og ræða við hana um nýútkomna plötu hennar, 30. Platan kom út 19. nóvember. Meðan á viðtalinu stóð viðurkenndi Doran að hann hefði ekki hlustað á plötuna. Í kjölfarið ákvað rétthafinn, Sony, að viðtalið færi ekki í loftið. Viðtalið var það eina sem Adele veitti áströlskum fjölmiðli í aðdraganda útgáfu plötunnar. Miklir fjármunir undir Sjálfur hefur Doran beðist afsökunar og segir tölvupóst sem innihélt þá óútgefna plötuna hreinlega hafa farið fram hjá sér. „Þetta voru mistök, ég hundsaði þetta ekki viljandi. Þetta er mikilvægasti tölvupóstur sem ég hef misst af,“ sagði hann í samtali við dagblaðið The Australian. Þá hafnaði hann orðrómi um að hafa verið sagt upp störfum hjá Channel 7, en hann hefur ekki birst á sjónvarpsskjánum frá því atvikið átti sér stað. Ástralskir fjölmiðlar herma að ferðalag Dorans og tveggja samstarfsmanna hans frá Sydney til London hafi verið hluti af réttindapakka sem sjónvarpsstöðin hefði samið um við Sony, og að virði pakkans næmi einni milljón ástralskra dala, eða um 95 milljóna króna. Hengja sjónvarpsmann fyrir sjónvarpsmann Doran hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og telja margir aðdáendur Adele að hann hafi með þessu sýnt söngkonunni megna óvirðingu. Hann er þó ekki sá eini sem hefur fengið holskeflu reiðilegra athugasemda yfir sig. Doran á nefnilega alnafna sem einnig starfar í sjónvarpi. Sá er stjórnmálarýnir á sjónvarpstöðinni ABC í Ástralíu, og hafa margir sem hitnað hefur í hamsi vegna málsins beint reiði sinni að honum, með lyklaborðið að vopni. Sá Doran, það er að segja stjórnmálarýnirinn, virðist þó sjá skoplegu hlið málsins, en í gær birti hann tíst þar sem stóð einfaldlega „Go easy on me,“ eða „Sýnið mér vægð,“ en í aðdraganda plötuútgáfunnar gaf Adele út lagið Go easy on me, sem hefur notið mikilla vinsælda frá útgáfu þess. Go easy on me…— Matthew Doran (@MattDoran91) November 21, 2021
Ástralía Tónlist Hollywood Fjölmiðlar Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira