Skreytum hús: Lét draum unglingsstúlku rætast í Vesturbæ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 07:01 Soffía Dögg tók að sér verkefni fyrir ellefu ára stúlku í Vesturbæ í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Skreytum hús Fjölskylda Álfrúnar Þórhallsdóttur stendur í flutningum og hún átti að fá nýtt herbergi á neðri hæð hússins sem var þá nánast fokheld. Soffía Dögg Garðarsdóttir fékk það skemmtilega hlutverk að útbúa unglingaherbergi fyrir þessa yndislegu ellefu ára stúlku í Vesturbænum. „Það er stutt í táninginn svo það er gott að hafa í huga að herbergið geti vaxið auðveldlega með henni,“ sagði Soffía áður en hún fór af stað í þetta verkefni. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. „Hengistóll,“ svaraði Álfrún þegar Soffía spurði hver draumurinn væri. „Í herbergi eins og þessum, þar sem það er kannski ekkert risastórt pláss, þarf bara að passa að velja vel inn hlutina. Að allt eigi sinn stað,“ ráðleggur Soffía meðal annars í þættinum. Hér fyrir neðan má sjá herbergið áður en Soffía Dögg kom að verkefninu. Herbergið fyrir framkvæmdirnar.Skreytum hús fyrir breytingu Herbergið fyrir framkvæmdirnar.Skreytum hús Fallegt og hlýlegt gólfefni var fyrsta skrefið og svo voru veggirnir málaðir. „Það er alltaf einn hlutur sem verður aðalhluturinn í rýminu,“ útskýrði Soffía um val sitt á viðarpanelhillu sem spilaði lykilhlutverk í lokaútkomunni. Hún notaði þrjár saman og gerði rúmgafl og náttborð, en aðferðina má sjá í þættinum hér ofar í fréttinni. Herbergið eftir framkvæmdir.Skreytum hús Soffía Dögg valdi nýtt rúm, skrifborð, hillu, mottu og skrautmuni fyrir rýmið. Draumastóll Álfrúnar gerði þetta svo að draumaherberginu hennar. „Ég mæli svo svo sannarlega með því að prufa þessa aðferð, að setja teip á gólfið því það hjálpar ykkur að sjá það fyrir hvort að húsgögnin muni koma til með að passa,“ segir Soffía, en áður en húsgögnunum var raðað inn var byrjað á að merkja fyrir þeim á gólfið með límbandi. Lokaútkoman á herberginu.Skreytum hús „Ég er bara mjög sátt, ég ætla bara að flytja inn á eftir,“ sagði Álfrún ánægð með lokaútkomuna. „Þetta er rosa kósý.“ Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta eigninni. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+. Tíska og hönnun Skreytum hús Hús og heimili Tengdar fréttir Skreytum hús: Gamaldags stofa tekin í gegn frá grunni Almar Blær Bjarnason og Telma Sól Hall voru að festa kaupa sinni fyrstu eign og eru að taka allt í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir fékk það skemmtilega hlutverk að græja stofuna sem er virkilega skemmtileg með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. 17. nóvember 2021 07:00 Skreytum hús: Ris í Kópavogi gert að kósý fjölskyldurými Hjónin Árni Árnason og Kolbrún Hrönn Pétursdóttir hafa verið í vandræðum með opið fjölskyldurými í fallegu risi á heimili þeirra í Kópavoginum. Rýmið settu þau upp þegar börnin voru ögn yngri og var það þá nýtt öðruvísi. 10. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Soffía Dögg Garðarsdóttir fékk það skemmtilega hlutverk að útbúa unglingaherbergi fyrir þessa yndislegu ellefu ára stúlku í Vesturbænum. „Það er stutt í táninginn svo það er gott að hafa í huga að herbergið geti vaxið auðveldlega með henni,“ sagði Soffía áður en hún fór af stað í þetta verkefni. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og við mælum með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram, þar sem lokaútkomuna má finna neðar í greininni. Nýr þáttur af Skreytum hús birtist svo hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni alla miðvikudaga næstu vikur. „Hengistóll,“ svaraði Álfrún þegar Soffía spurði hver draumurinn væri. „Í herbergi eins og þessum, þar sem það er kannski ekkert risastórt pláss, þarf bara að passa að velja vel inn hlutina. Að allt eigi sinn stað,“ ráðleggur Soffía meðal annars í þættinum. Hér fyrir neðan má sjá herbergið áður en Soffía Dögg kom að verkefninu. Herbergið fyrir framkvæmdirnar.Skreytum hús fyrir breytingu Herbergið fyrir framkvæmdirnar.Skreytum hús Fallegt og hlýlegt gólfefni var fyrsta skrefið og svo voru veggirnir málaðir. „Það er alltaf einn hlutur sem verður aðalhluturinn í rýminu,“ útskýrði Soffía um val sitt á viðarpanelhillu sem spilaði lykilhlutverk í lokaútkomunni. Hún notaði þrjár saman og gerði rúmgafl og náttborð, en aðferðina má sjá í þættinum hér ofar í fréttinni. Herbergið eftir framkvæmdir.Skreytum hús Soffía Dögg valdi nýtt rúm, skrifborð, hillu, mottu og skrautmuni fyrir rýmið. Draumastóll Álfrúnar gerði þetta svo að draumaherberginu hennar. „Ég mæli svo svo sannarlega með því að prufa þessa aðferð, að setja teip á gólfið því það hjálpar ykkur að sjá það fyrir hvort að húsgögnin muni koma til með að passa,“ segir Soffía, en áður en húsgögnunum var raðað inn var byrjað á að merkja fyrir þeim á gólfið með límbandi. Lokaútkoman á herberginu.Skreytum hús „Ég er bara mjög sátt, ég ætla bara að flytja inn á eftir,“ sagði Álfrún ánægð með lokaútkomuna. „Þetta er rosa kósý.“ Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta eigninni. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+.
Tíska og hönnun Skreytum hús Hús og heimili Tengdar fréttir Skreytum hús: Gamaldags stofa tekin í gegn frá grunni Almar Blær Bjarnason og Telma Sól Hall voru að festa kaupa sinni fyrstu eign og eru að taka allt í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir fékk það skemmtilega hlutverk að græja stofuna sem er virkilega skemmtileg með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. 17. nóvember 2021 07:00 Skreytum hús: Ris í Kópavogi gert að kósý fjölskyldurými Hjónin Árni Árnason og Kolbrún Hrönn Pétursdóttir hafa verið í vandræðum með opið fjölskyldurými í fallegu risi á heimili þeirra í Kópavoginum. Rýmið settu þau upp þegar börnin voru ögn yngri og var það þá nýtt öðruvísi. 10. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Skreytum hús: Gamaldags stofa tekin í gegn frá grunni Almar Blær Bjarnason og Telma Sól Hall voru að festa kaupa sinni fyrstu eign og eru að taka allt í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir fékk það skemmtilega hlutverk að græja stofuna sem er virkilega skemmtileg með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. 17. nóvember 2021 07:00
Skreytum hús: Ris í Kópavogi gert að kósý fjölskyldurými Hjónin Árni Árnason og Kolbrún Hrönn Pétursdóttir hafa verið í vandræðum með opið fjölskyldurými í fallegu risi á heimili þeirra í Kópavoginum. Rýmið settu þau upp þegar börnin voru ögn yngri og var það þá nýtt öðruvísi. 10. nóvember 2021 07:00