Líkir því að þjálfa Real Madrid við að keyra Ferrari bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 15:00 Carlo Ancelotti glottir á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti Sheriff Tiraspol í Moldóvu. EPA-EFE/DUMITRU DORU Carlo Ancelotti er ekki á því að það sé erfitt starf að vera þjálfari Real Madrid liðsins og notaði sérstaka myndlíkingu til að sanna mál sitt. „Nei, það er ekki erfitt,“ sagði Ancelotti og hló. „Starf þjálfarans er flókið já. Ef þú ert í kappakstri þá er betra að keyra Ferrari en Fiat 500. Þannig líður mér núna hjá Real Madrdi,“ sagði Carlo Ancelotti þegar hann var spurður af þessu. @MrAncelotti, técnico del @realmadrid "Isco estaba caliente y entró, no hay ningún problema" "El vestuario está lleno de calidad, de personalidad y armonía" "¿Complicado entrenar al Madrid? Si tienes una carrera mejor un Ferrari que un 500" https://t.co/1DkfqKaDCH— Tiempo de Juego (@tjcope) November 23, 2021 Hinn 62 ára gamli Ancelotti sneri aftur til Real Madrid í haust en hann var einnig þjálfari liðsins frá 2013 til 2015. Áður en ítalski stjórinn kom til Madrid þá var hann stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn er Real Madrid að gera fína hluti en liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Real Madrid mætir Sheriff Tiraspol í Meistaradeildinni í kvöld og tryggir í sextán liða úrslitin með sigri. Eina tap Real Madrid í riðlinum kom hins vegar á heimavelli á móti liði Sheriff Tiraspol. „Allir þjálfarar finna fyrir pressu og það eru þjálfarar reknir í hverri viku. Það er hluti af okkar starfi. Ég hef núna ábyrgðina og spenninginn að vera að þjálfa stærsta félagið í heimi,“ sagði Ancelotti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að stuðningsmenn Everton voru ekki ánægðir með að liði þeirra var óbeint líkt við Fiat bíl. "Finally, some honesty from Ancelotti! " #efc https://t.co/wB9dqFC3pg— Everton FC News (@LivEchoEFC) November 23, 2021 Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid þegar hann var síðast með liðið. Hann tók aftur við þegar Zinedine Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil. Ancelotti hefur enn ekki unnið spænsku deildina sem þjálfari en hann vann ítölsku deildina með AC Milan, ensku deildina með Chelsea, frönsku deildina með Paris Saint Germain og þýsku deildina með Bayern München. Það væri því magnað ef hann nær því á þessu tímabili að vinna fimm stærstu deildir Evrópu. Leikur Sheriff Tiraspol og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.00 í kvöld en útsending hefst klukkan 19.50. Leikur Besiktas og Ajax verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17.45, leikur Liverpool og Porto verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 og leikur Club Brugge og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á dagská á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
„Nei, það er ekki erfitt,“ sagði Ancelotti og hló. „Starf þjálfarans er flókið já. Ef þú ert í kappakstri þá er betra að keyra Ferrari en Fiat 500. Þannig líður mér núna hjá Real Madrdi,“ sagði Carlo Ancelotti þegar hann var spurður af þessu. @MrAncelotti, técnico del @realmadrid "Isco estaba caliente y entró, no hay ningún problema" "El vestuario está lleno de calidad, de personalidad y armonía" "¿Complicado entrenar al Madrid? Si tienes una carrera mejor un Ferrari que un 500" https://t.co/1DkfqKaDCH— Tiempo de Juego (@tjcope) November 23, 2021 Hinn 62 ára gamli Ancelotti sneri aftur til Real Madrid í haust en hann var einnig þjálfari liðsins frá 2013 til 2015. Áður en ítalski stjórinn kom til Madrid þá var hann stjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni. Undir hans stjórn er Real Madrid að gera fína hluti en liðið er í efsta sæti spænsku deildarinnar og í efsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni. Real Madrid mætir Sheriff Tiraspol í Meistaradeildinni í kvöld og tryggir í sextán liða úrslitin með sigri. Eina tap Real Madrid í riðlinum kom hins vegar á heimavelli á móti liði Sheriff Tiraspol. „Allir þjálfarar finna fyrir pressu og það eru þjálfarar reknir í hverri viku. Það er hluti af okkar starfi. Ég hef núna ábyrgðina og spenninginn að vera að þjálfa stærsta félagið í heimi,“ sagði Ancelotti. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að stuðningsmenn Everton voru ekki ánægðir með að liði þeirra var óbeint líkt við Fiat bíl. "Finally, some honesty from Ancelotti! " #efc https://t.co/wB9dqFC3pg— Everton FC News (@LivEchoEFC) November 23, 2021 Ancelotti vann Meistaradeildina með Real Madrid þegar hann var síðast með liðið. Hann tók aftur við þegar Zinedine Zidane hætti óvænt eftir síðasta tímabil. Ancelotti hefur enn ekki unnið spænsku deildina sem þjálfari en hann vann ítölsku deildina með AC Milan, ensku deildina með Chelsea, frönsku deildina með Paris Saint Germain og þýsku deildina með Bayern München. Það væri því magnað ef hann nær því á þessu tímabili að vinna fimm stærstu deildir Evrópu. Leikur Sheriff Tiraspol og Real Madrid verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.00 í kvöld en útsending hefst klukkan 19.50. Leikur Besiktas og Ajax verður sýndur á Stöð 2 Sport 3 klukkan 17.45, leikur Liverpool og Porto verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 og leikur Club Brugge og Leipzig verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00. Upphitun fyrir Meistaradeildarkvöldið hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 4 og Meistaradeildarmörkin verða síðan á dagská á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum eftir stærsta tap sögunnar Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira