Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2021 19:02 Travis McMichael ræðir við lögmann sinn í dómsal. AP Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan hafa allir verið sakfelldir fyrir morðið á Arbery. Þeir eltu Arbery, þar sem hann var úti að skokka í Glynn County í Georgíu, og skutu hann til bana. Kviðdómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu gerst sekir um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Þremenningarnir gætu allir staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi, en ekki liggur fyrir hvenær lengd refsinga verður ákveðin. Sátu fyrir Arbery Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og elt hann í því skyni að handtaka hann borgaralega. William Bryan slóst í för með feðgun og veittu mennirnir Arbery eftirför um nokkurt skeið. Þá reyndu þeir einnig að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir Arbery. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum og viðurkenndi fyrir dómi að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt. Ekki handteknir fyrr en myndbandið var birt Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Gregory McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi, sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Þeir hafi því ákveðið að elta hann og skotið hann í sjálfsvörn. Saksóknari í ríkinu taldi ekki ástæðu til að aðhafast frkear og féllst á að um sjálfsvörn verið að ræða. Þannig væri ekki tilefni til handtöku og léku feðgarnir því lausum hala í tíu vikur eftir morðið. Þegar myndbandið hafði náð dreifingu á samfélagsmiðlum skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Buerau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsókn á dauða Arbery. Feðgarnir voru þá handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan hafa allir verið sakfelldir fyrir morðið á Arbery. Þeir eltu Arbery, þar sem hann var úti að skokka í Glynn County í Georgíu, og skutu hann til bana. Kviðdómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu gerst sekir um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Þremenningarnir gætu allir staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi, en ekki liggur fyrir hvenær lengd refsinga verður ákveðin. Sátu fyrir Arbery Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og elt hann í því skyni að handtaka hann borgaralega. William Bryan slóst í för með feðgun og veittu mennirnir Arbery eftirför um nokkurt skeið. Þá reyndu þeir einnig að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir Arbery. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum og viðurkenndi fyrir dómi að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt. Ekki handteknir fyrr en myndbandið var birt Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Gregory McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi, sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Þeir hafi því ákveðið að elta hann og skotið hann í sjálfsvörn. Saksóknari í ríkinu taldi ekki ástæðu til að aðhafast frkear og féllst á að um sjálfsvörn verið að ræða. Þannig væri ekki tilefni til handtöku og léku feðgarnir því lausum hala í tíu vikur eftir morðið. Þegar myndbandið hafði náð dreifingu á samfélagsmiðlum skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Buerau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsókn á dauða Arbery. Feðgarnir voru þá handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52
Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01