Lyfjastofnun Evrópu mælir með bólusetningu fimm til ellefu ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 12:02 EMA hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett geg Covid með bóluefni Pfizer. Vísir/Vilhelm Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri. Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, að skammturinn sem gefinn verði börnum undir tólf ára verði minni en sá sem gefinn er öðrum. Fimm til ellefu ára börn muni fá 10 µg skammt í stað 30 µg. Rétt eins og hjá öðrum fái börnin þó tvo skammta ef efninu, sem sprautað verði í vöðva í upphandleggi. Samkvæmt rannsóknum á bóluefninu í þessum aldurshópi gefur bóluefnið svipaða vörn og það gefur fólki á aldrinum 16 til 25 ára þrátt fyrir smærri skammt. Um tvö þúsund börn tóku þátt í rannsónkinni, sem aldrei höfðu greinst með Covid. Af þeim 1.305 börnum sem fengu bóluefnið, en ekki lyfleysu, smituðust þrjú af Covid í kjölfarið. Af þeim 663 börnum sem fengu lyfleysuna greindust sextán smituð af Covid á rannsóknartímanum. Reiknast það út sem bóluefnið gefi 90,7 prósenta vörn. Algengustu aukaverkanir bóluefnisins hjá börnum fimm til ellefu ára voru svipaðar þeim í eldri aldurshópum. Þar á meðal er verkur á stungusvæði, þreyta, höfuðverkur, roði og bólga á stungustað, vöðvaverkir og kuldaköst. Telst bóluefnið því öruggt fyrir börn á þessum aldri. Evrópusambandið Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 Sjö þúsund sprautur í dag og afganginum komið út Vel gekk að koma út þeim fjögur hundruð örvunarskömmtum Pfizer-bóluefnisins sem stóðu afgangs þegar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu opnaði fyrir bólusetningar þeirra sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu síðdegis í dag. 22. nóvember 2021 17:37 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu, EMA, að skammturinn sem gefinn verði börnum undir tólf ára verði minni en sá sem gefinn er öðrum. Fimm til ellefu ára börn muni fá 10 µg skammt í stað 30 µg. Rétt eins og hjá öðrum fái börnin þó tvo skammta ef efninu, sem sprautað verði í vöðva í upphandleggi. Samkvæmt rannsóknum á bóluefninu í þessum aldurshópi gefur bóluefnið svipaða vörn og það gefur fólki á aldrinum 16 til 25 ára þrátt fyrir smærri skammt. Um tvö þúsund börn tóku þátt í rannsónkinni, sem aldrei höfðu greinst með Covid. Af þeim 1.305 börnum sem fengu bóluefnið, en ekki lyfleysu, smituðust þrjú af Covid í kjölfarið. Af þeim 663 börnum sem fengu lyfleysuna greindust sextán smituð af Covid á rannsóknartímanum. Reiknast það út sem bóluefnið gefi 90,7 prósenta vörn. Algengustu aukaverkanir bóluefnisins hjá börnum fimm til ellefu ára voru svipaðar þeim í eldri aldurshópum. Þar á meðal er verkur á stungusvæði, þreyta, höfuðverkur, roði og bólga á stungustað, vöðvaverkir og kuldaköst. Telst bóluefnið því öruggt fyrir börn á þessum aldri.
Evrópusambandið Lyf Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40 Sjö þúsund sprautur í dag og afganginum komið út Vel gekk að koma út þeim fjögur hundruð örvunarskömmtum Pfizer-bóluefnisins sem stóðu afgangs þegar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu opnaði fyrir bólusetningar þeirra sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu síðdegis í dag. 22. nóvember 2021 17:37 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. 23. nóvember 2021 14:40
Sjö þúsund sprautur í dag og afganginum komið út Vel gekk að koma út þeim fjögur hundruð örvunarskömmtum Pfizer-bóluefnisins sem stóðu afgangs þegar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu opnaði fyrir bólusetningar þeirra sem ekki höfðu fengið boðun í bólusetningu síðdegis í dag. 22. nóvember 2021 17:37