Erik Sviatchenko kom heimamönnum í Midtjylland yfir strax á annarri mínútu áður en Ricardo Horta jafnaði metin stuttu fyrir hálfleik.
Gustav Isaksen kom Midtjylland í 2-1 snemma í seinni hálfleik áður en Wenderson Galeno jafnai metin á ný fyrir gestina fimm mínútum fyrir leikslok.
Evander Ferreira reyndist svo hetja heimamanna þegar hann tryggði Midtjylland 3-2 sigur af vítapunktinum á þriðju mínútu uppbótartíma.
Midtjylland er nú með átta stig í þriðja sæti riðilsins fyrir lokaumferðina, einu stigi á eftir Braga í öðru sæti og tveimur stigum á eftir Rauðu Stjörnunni sem situr á toppnum. Midtjylland mætir botnliði Ludogorets Razgrad í lokaumferðinni og nægir sigur til að tryggja sér farseðilinn upp úr riðlinum.
Úrslit kvöldsins
Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni hingað til
E-riðill
Galatasaray 4-2 Marseille
Lokomotiv Moscow 0-3 Lazio
F-riðill
Midtjylland 3-2 SC Braga
Rauða Stjarnan 1-0 Ludogorets Razgrad
G-riðill
Bayer Leverkusen 3-2 Celtic
Real Betis 2-0 Ferencvaros
H-riðill
Dinamo Zagreb 1-1 Genk
Rapid Vín 0-2 West Ham