Fékk þriggja leikja bann í NFL fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 11:00 Antonio Brown var örugglega ekki svona kátur þegar hann frétti af leikbanninu. Getty/Julio Aguilar Stórstjarnan Antonio Brown er einn af þremur leikmönnum NFL-deildarinnar sem í gær voru dæmdir í þriggja leikja bann fyrir að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Leikmenn í NFL-deildarinnar missa ákveðin réttindi séu þeir ekki bólusettir og þurfa því að fara eftir mun strangari sóttvarnarreglum. Breaking: The NFL announced Antonio Brown has been suspended without pay for the next three games for violating the NFL-NFLPA COVID-19 protocols. pic.twitter.com/wCSM2l6fJb— SportsCenter (@SportsCenter) December 2, 2021 Brown vildi greinilega ekki bólusetja sig við kórónuveirunni en vildi þó ekki þurfa að ganga í gegnum þetta auka vesen. Hann fann því leið til þess með því að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Upp komst um hann á endanum og NFL-deild ákvað að taka á því í gær. Brown á skrautlegan feril, frábær leikmaður sem er hefur síðustu ár orðið þekktari fyrir vandamál sín utan vallar. Hann varð samt NFL-meistari með Tampa Bay Buccaneers á síðustu leiktíð. Antonio Brown be like pic.twitter.com/qw2gcZyuZW— TPS (@TotalProSports) December 2, 2021 Brown er nú 33 ára gamall og hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann getur reynt að ná sér góðum að þeim næstu vikurnar því ekki má hann spila. NFL-deildin dæmdi hann í bann ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Það eru varnarmaðurinn Mike Edwards hjá Tampa Bay Buccaneers og John Franklin III sem missti samning sinn hjá Buccaneers í haust. Leikmennirnir ætla ekki að áfrýja þessum dómi. Umboðsmaður Brown sendi frá sér skrýtna yfirlýsingu um að leikmaðurinn hafi gert allt rétt og ekki brotið neinar reglur en hafi talið best að enda málið, sætta sig við refsinguna og einbeita sér að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hefði hann líka áfrýjað og dregið málið hefði Brown mögulega misst af leikjum í úrslitakeppninni en nú nær hann henni allri. Hilarious. https://t.co/rD3UfGt9xu— Peter King (@peter_king) December 2, 2021 Antonio Brown var einn allra besti útherji sögunnar þegar hann spilaði með Pittsburgh Steelers en náði bara að spila einn leik samanlagt þegar hann fór til bæði Oakland Raiders og New England Patriots. Hann fékk átta leikja bann fyrir margs konar brot en gekk á endanum til liðs við Tampa Bay í októtber 2019. NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Leikmenn í NFL-deildarinnar missa ákveðin réttindi séu þeir ekki bólusettir og þurfa því að fara eftir mun strangari sóttvarnarreglum. Breaking: The NFL announced Antonio Brown has been suspended without pay for the next three games for violating the NFL-NFLPA COVID-19 protocols. pic.twitter.com/wCSM2l6fJb— SportsCenter (@SportsCenter) December 2, 2021 Brown vildi greinilega ekki bólusetja sig við kórónuveirunni en vildi þó ekki þurfa að ganga í gegnum þetta auka vesen. Hann fann því leið til þess með því að falsa kórónuveiruvottorðið sitt. Upp komst um hann á endanum og NFL-deild ákvað að taka á því í gær. Brown á skrautlegan feril, frábær leikmaður sem er hefur síðustu ár orðið þekktari fyrir vandamál sín utan vallar. Hann varð samt NFL-meistari með Tampa Bay Buccaneers á síðustu leiktíð. Antonio Brown be like pic.twitter.com/qw2gcZyuZW— TPS (@TotalProSports) December 2, 2021 Brown er nú 33 ára gamall og hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Hann getur reynt að ná sér góðum að þeim næstu vikurnar því ekki má hann spila. NFL-deildin dæmdi hann í bann ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Það eru varnarmaðurinn Mike Edwards hjá Tampa Bay Buccaneers og John Franklin III sem missti samning sinn hjá Buccaneers í haust. Leikmennirnir ætla ekki að áfrýja þessum dómi. Umboðsmaður Brown sendi frá sér skrýtna yfirlýsingu um að leikmaðurinn hafi gert allt rétt og ekki brotið neinar reglur en hafi talið best að enda málið, sætta sig við refsinguna og einbeita sér að því að ná sér góðum af meiðslunum. Hefði hann líka áfrýjað og dregið málið hefði Brown mögulega misst af leikjum í úrslitakeppninni en nú nær hann henni allri. Hilarious. https://t.co/rD3UfGt9xu— Peter King (@peter_king) December 2, 2021 Antonio Brown var einn allra besti útherji sögunnar þegar hann spilaði með Pittsburgh Steelers en náði bara að spila einn leik samanlagt þegar hann fór til bæði Oakland Raiders og New England Patriots. Hann fékk átta leikja bann fyrir margs konar brot en gekk á endanum til liðs við Tampa Bay í októtber 2019.
NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira