Bíó og sjónvarp

Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Japanska auglýsingin fyrir Leynilögguna. Auðunn Blöndal og Egill Einarsson hér í hlutverkum sýnum. 
Japanska auglýsingin fyrir Leynilögguna. Auðunn Blöndal og Egill Einarsson hér í hlutverkum sýnum.  Skjáskot

Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum.

Sigurför hennar um heimsbyggðina er hinsvegar rétt að byrja. Framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Alief hefur seldi sýningarrétt að Leynilöggunni í fjölmörgum löndum í Evrópu og Asíu. 

Það verður gaman að sjá hvernig myndin verður kynnt á erlendri grundu, eins og til dæmis í Japan með þessu magnaða plakati. Þar í landi heitir myndin „2 Bad Cops“ og er hún talsett á japönsku. Hún verður svo einnig frumsýnd í Taiwan í vikunni og í Þýskalandi næsta sumar, talsett.


Tengdar fréttir

Leyni­löggan sýnd víða í Evrópu og Asíu

Framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Alief hefur selt sýningarrétt að Leynilöggunni í fjölmörgum löndum í Evrópu og Asíu. Leynilöggan hefur gengið fyrir fullum kvikmyndahúsum hér á landi alla vikuna og hefur hlotið mikið lof. 

Leynilöggan halaði inn milljónir um frumsýningarhelgina

Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna um liðna helgi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks átti metið en miðar á myndina seldust fyrir 15,8 milljónir króna í október 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.