Stólaleikur, nema bara ef þú átt fullt af pening Björn Teitsson skrifar 8. desember 2021 12:00 Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á myndavefnum Instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum. Einstakir stólar frá 19. og 20. öld eru þar áberandi, hannaðir af mörgum frambærilegustu hönnuðum heims. Ísland er þar ekki einu sinni undanskilið, enda er hér á landi að finna marga frábæra stóla sem hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Hjalti Geir Kristjánsson, Halldór Hjálmarsson eða Gunnar H. Guðmundsson voru húsgagnahönnuðir á heimsmælikvarða um miðja 20. öldina, bara til að nefna fáein nöfn af mörgum. Sjálfur er ég mikill Bauhaus-maður, elska svo til allt sem var hannað og framleitt á þessu stutta skeiði milli stríða þá helst í Weimar og Dessau í Þýskalandi undir handleiðslu Walters Gropius. Vaggan hans Peters Keler, tekannan hennar Marianne Brandt eða lampinn hans Wilhelms Wagenfeld. Allur þessi textíll frá Önnu Albers og Guntu Stölzl. Guð minn almáttugur. En mest af öllu elska ég stólana, mest af öllu elska ég hönnun ungversk-þýsk-bandaríska Bauhaus-meistarans Marcels Breuer. Mest af öllu elska ég hinn einstaklega stílhreina Cesca-stól, þá klassísku blöndu af krómi og basti. En af hverju þessi takmarkalausa ást? Breuer-stóll.Holger Elgaard/Wikimedia Commons Breuer leit mikið upp til lærimeistara síns og skólameistara, Walters Gropius. Báðir höfðu þeir ákveðna fagurfræðilega heimssýn sem má útskýra sem einfalda, yfirlætislausa og auðmjúka. Enn fyrst og fremst voru þeir hugsjónamenn sem trúðu einlæglega á framtíðina og tæknina, að vísindi og tækni gætu hjálpað til við að koma góðri og vandaðri hönnun í hendur allrar alþýðu, að góð og falleg hönnun ætti að vera á færi allra til að nálgast. Þetta rættist að hluta til. Næstum alla 20. Öldina var hægt að finna Cesca-stóla Breuers á öðru hverju heimili, þeir voru ódýrir og fallegir, þótt bastið hafi ekki verið sérstaklega lífseigt á barnmörgum heimilum (en það er eins og það er). Rétt eins og Breuer vildi, átti þessi glæsilega hönnunarvara ekki að vera of dýr fyrir venjuleg heimili. En svo gerðist eitthvað. Vestanhafs náði fyrirtækið Knoll að sölsa undir sig höfundarrétti að hönnun Breuers, og í Evrópu gerði þýska fyrirtækið Thonet slíkt hið sama. Í dag kostar eitt stykki af Cesca-stól (sem er í grunninn afar venjulegur eldhússtóll) um 1000 evrur, eða jafnvirði um 150.000 íslenskra króna. Sett upp á sex stóla, rétt um milljón með sendingarkostnaði. Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi og mjög fjarri þeirri hugsjón sem þeir Gropius og Breuer lögðu upp með. Hönnunarhúsgögn eru í dag efristéttardæmi, einungis á færi mjög fárra til að nálgast og eignast. Við hin höfum í öllu falli getað leikið okkur við að nálgast vönduð og falleg notuð húsgögn. Stundum erum við heppin, finnum eitthvað vel með farið á góðu verði. Það er hluti af leiknum og einstaklega skemmtilegur hluti, þrátt fyrir allt, að fara í leiðangur og reyna að finna eitthvað fallegt, eitthvað sem aðrir sáu ekki, eitthvað sem féll undir radarinn. Venjulegt fólk gat þó keypt notuð húsgögn. Eða þangað til í desember 2021, þegar Góði hirðirinn setti 500.000 króna verðmiða á þennan danska hönnunarstól. Já, stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Höfundur vill endilega setjast í flottan stól án þess að verða gjaldþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Umhverfismál Sorpa Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á myndavefnum Instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum. Einstakir stólar frá 19. og 20. öld eru þar áberandi, hannaðir af mörgum frambærilegustu hönnuðum heims. Ísland er þar ekki einu sinni undanskilið, enda er hér á landi að finna marga frábæra stóla sem hafa vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Hjalti Geir Kristjánsson, Halldór Hjálmarsson eða Gunnar H. Guðmundsson voru húsgagnahönnuðir á heimsmælikvarða um miðja 20. öldina, bara til að nefna fáein nöfn af mörgum. Sjálfur er ég mikill Bauhaus-maður, elska svo til allt sem var hannað og framleitt á þessu stutta skeiði milli stríða þá helst í Weimar og Dessau í Þýskalandi undir handleiðslu Walters Gropius. Vaggan hans Peters Keler, tekannan hennar Marianne Brandt eða lampinn hans Wilhelms Wagenfeld. Allur þessi textíll frá Önnu Albers og Guntu Stölzl. Guð minn almáttugur. En mest af öllu elska ég stólana, mest af öllu elska ég hönnun ungversk-þýsk-bandaríska Bauhaus-meistarans Marcels Breuer. Mest af öllu elska ég hinn einstaklega stílhreina Cesca-stól, þá klassísku blöndu af krómi og basti. En af hverju þessi takmarkalausa ást? Breuer-stóll.Holger Elgaard/Wikimedia Commons Breuer leit mikið upp til lærimeistara síns og skólameistara, Walters Gropius. Báðir höfðu þeir ákveðna fagurfræðilega heimssýn sem má útskýra sem einfalda, yfirlætislausa og auðmjúka. Enn fyrst og fremst voru þeir hugsjónamenn sem trúðu einlæglega á framtíðina og tæknina, að vísindi og tækni gætu hjálpað til við að koma góðri og vandaðri hönnun í hendur allrar alþýðu, að góð og falleg hönnun ætti að vera á færi allra til að nálgast. Þetta rættist að hluta til. Næstum alla 20. Öldina var hægt að finna Cesca-stóla Breuers á öðru hverju heimili, þeir voru ódýrir og fallegir, þótt bastið hafi ekki verið sérstaklega lífseigt á barnmörgum heimilum (en það er eins og það er). Rétt eins og Breuer vildi, átti þessi glæsilega hönnunarvara ekki að vera of dýr fyrir venjuleg heimili. En svo gerðist eitthvað. Vestanhafs náði fyrirtækið Knoll að sölsa undir sig höfundarrétti að hönnun Breuers, og í Evrópu gerði þýska fyrirtækið Thonet slíkt hið sama. Í dag kostar eitt stykki af Cesca-stól (sem er í grunninn afar venjulegur eldhússtóll) um 1000 evrur, eða jafnvirði um 150.000 íslenskra króna. Sett upp á sex stóla, rétt um milljón með sendingarkostnaði. Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi og mjög fjarri þeirri hugsjón sem þeir Gropius og Breuer lögðu upp með. Hönnunarhúsgögn eru í dag efristéttardæmi, einungis á færi mjög fárra til að nálgast og eignast. Við hin höfum í öllu falli getað leikið okkur við að nálgast vönduð og falleg notuð húsgögn. Stundum erum við heppin, finnum eitthvað vel með farið á góðu verði. Það er hluti af leiknum og einstaklega skemmtilegur hluti, þrátt fyrir allt, að fara í leiðangur og reyna að finna eitthvað fallegt, eitthvað sem aðrir sáu ekki, eitthvað sem féll undir radarinn. Venjulegt fólk gat þó keypt notuð húsgögn. Eða þangað til í desember 2021, þegar Góði hirðirinn setti 500.000 króna verðmiða á þennan danska hönnunarstól. Já, stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Höfundur vill endilega setjast í flottan stól án þess að verða gjaldþrota.
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun