Bræðurnir í Val segjast báðir vera betri en hinn og ætla alla leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 10:30 Óskar Bjarni Óskarsson talar um syni sína Arnór Snæ og Benedikt Gunnar sem geta ekki annað en brosað af því sem faðir þeirra segir. S2 Sport Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir hafa spilað stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði Valsmanna í vetur. Fjölskyldan er líka mjög áberandi í liðinu enda er faðir þeirra aðstoðarþjálfari Valsliðsins, Óskar Bjarni Óskarsson. Benedikt Gunnar Óskarsson er með 5,0 mörk og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í fyrstu tíu leikjum Vals en Arnór Snær Óskarsson er með 3,1 mark og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þeir hafa báðir fengið mikla ábyrgð í meiðslum og veikindum lykilmanna liðsins. Bræðurnir í viðtalinu.S2 Sport Saman hafa þeir bræður skilað 8,1 marki og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik sem eru frábærar tölur hjá þessum ungu leikmönnum. Arnór Snær er 21 árs örvhent skytta en Benedikt Gunnar er tveimur árum yngri og spilar sem leikstjórnandi eða hornamaður. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti strákana á öðru heimili þeirra sem er að sjálfsögðu íþróttahús Vals á Hlíðarenda. Var pirraður fyrst „Það er geggjað að spila með honum en ég spilaði aðeins með honum í yngri flokkunum og það var alltaf geggjað. Ég var pirraður fyrst þegar hann var að koma að spila með mínum vinum og eitthvað. Það er betra eftir á og hann var betri en hinir,“ sagði Arnór Snær Óskarsson. „Ég kláraði pirringinn í yngri flokkunum. Hann er búinn að vera frábær í deildinni það er ekkert hægt að segja annað um hann,“ sagði Arnór en af hverju er sá litli svona góður? Klippa: Bræðurnir í Valsliðinu stefna á að fara alla leið í handboltanum „Ég veit það ekki. Bara að æfa og trúa á sjálfan sig,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson. Arnór og Benedikt eru ekki bara bræður því þeir eru líka synir aðstoðarþjálfarans Óskars Bjarna Óskarssonar. Hann er alltaf á Hlíðarenda en ólust þeir bræður upp í húsinu? „Já nánast. Þegar við vorum yngri þá voru við mættir hingað þrjú og svo farnir heim átta til hálf níu. Tvær æfingar á dag og eitthvað svona. Við vorum endalaust hérna,“ sagði Arnór Snær. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að vera alltaf hérna,“ sagði Benedikt en kom eitthvað annað til greina en að fara í handboltann. Of kalt í fótboltanum Arnór Snær Óskarsson.S2 Sport „Jú, jú. Ég var í fótbolta en svo var það svo kalt og það var því þægilegra að vera inni,“ sagði Benedikt í léttum tón og var kuldinn líka að stríða Arnóri. „Jú eiginlega, latur líka. Það er betra að vera inni bara. Það var kalt og ég nenti ekki að hreyfa mig. Það var því betra að vera inni,“ sagði Arnór. Það vantar ekki metnaðinn í strákana eins og kom í ljós þegar þeir voru spurðir út í framtíðina. „Ég stefni alla leið. Fara í atvinnumennskuna , spila í landsliðinu og spila í bestu liðum í heimi. Það er eiginlega markmiðið,“ sagði Arnór. Helst ekki sama lið og hann „Bara sama og Arnór en helst ekki sama lið og hann,“ sagði Benedikt Gunnar brosandi. Vill hann þá losna frá honum. „Nei, nei hann er fínn inn á milli,“ sagði Benedikt. Svava Kristín spurði Óskar Bjarna út í það hvaða mun hann sér á sonum sínum inn á vellinum. „Þeir eru að mörgu leyti svipaðir. Við erum allir jafnstórir og þetta er bara uppskrift sem er í kringum 1,80. Flinkir í handbolta og góðir að gera aðra betri. Gefa góðar stoðsendingar,“ sagði Óskar Bjarni. „Arnór er aðeins farin að nenna að spila vörn og Benni þarf að fara að spila vörn. Þeir eru duglegir og samviskusamir í þessu. Þeir eru mjög líkir að því leiti,“ sagði Óskar. Arnór besti þjálfari Benna Benedikt Gunnar ÓskarssonS2 Sport „Ég held að Arnór sé besti þjálfari Benna af því að Benni fékk alltaf að vera með eldri strákunum. Það er það besta í heimi,“ sagði Óskar. Benedikt kom með stutt og skýrt svar þegar hann spurður af því hvort hann væri betri en Arnór í handbolta. „Já,“ svaraði Benedikt án þess að hika. „Ég er betri,“ svaraði Arnór um leið. „Þeir eru ekki ennþá komnir á þann stað sem pabbinn var. þeir eiga ennþá dálítið í land með það,“ sagði Óskar Bjarni. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Reykjavík Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Benedikt Gunnar Óskarsson er með 5,0 mörk og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í fyrstu tíu leikjum Vals en Arnór Snær Óskarsson er með 3,1 mark og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þeir hafa báðir fengið mikla ábyrgð í meiðslum og veikindum lykilmanna liðsins. Bræðurnir í viðtalinu.S2 Sport Saman hafa þeir bræður skilað 8,1 marki og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik sem eru frábærar tölur hjá þessum ungu leikmönnum. Arnór Snær er 21 árs örvhent skytta en Benedikt Gunnar er tveimur árum yngri og spilar sem leikstjórnandi eða hornamaður. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti strákana á öðru heimili þeirra sem er að sjálfsögðu íþróttahús Vals á Hlíðarenda. Var pirraður fyrst „Það er geggjað að spila með honum en ég spilaði aðeins með honum í yngri flokkunum og það var alltaf geggjað. Ég var pirraður fyrst þegar hann var að koma að spila með mínum vinum og eitthvað. Það er betra eftir á og hann var betri en hinir,“ sagði Arnór Snær Óskarsson. „Ég kláraði pirringinn í yngri flokkunum. Hann er búinn að vera frábær í deildinni það er ekkert hægt að segja annað um hann,“ sagði Arnór en af hverju er sá litli svona góður? Klippa: Bræðurnir í Valsliðinu stefna á að fara alla leið í handboltanum „Ég veit það ekki. Bara að æfa og trúa á sjálfan sig,“ sagði Benedikt Gunnar Óskarsson. Arnór og Benedikt eru ekki bara bræður því þeir eru líka synir aðstoðarþjálfarans Óskars Bjarna Óskarssonar. Hann er alltaf á Hlíðarenda en ólust þeir bræður upp í húsinu? „Já nánast. Þegar við vorum yngri þá voru við mættir hingað þrjú og svo farnir heim átta til hálf níu. Tvær æfingar á dag og eitthvað svona. Við vorum endalaust hérna,“ sagði Arnór Snær. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að vera alltaf hérna,“ sagði Benedikt en kom eitthvað annað til greina en að fara í handboltann. Of kalt í fótboltanum Arnór Snær Óskarsson.S2 Sport „Jú, jú. Ég var í fótbolta en svo var það svo kalt og það var því þægilegra að vera inni,“ sagði Benedikt í léttum tón og var kuldinn líka að stríða Arnóri. „Jú eiginlega, latur líka. Það er betra að vera inni bara. Það var kalt og ég nenti ekki að hreyfa mig. Það var því betra að vera inni,“ sagði Arnór. Það vantar ekki metnaðinn í strákana eins og kom í ljós þegar þeir voru spurðir út í framtíðina. „Ég stefni alla leið. Fara í atvinnumennskuna , spila í landsliðinu og spila í bestu liðum í heimi. Það er eiginlega markmiðið,“ sagði Arnór. Helst ekki sama lið og hann „Bara sama og Arnór en helst ekki sama lið og hann,“ sagði Benedikt Gunnar brosandi. Vill hann þá losna frá honum. „Nei, nei hann er fínn inn á milli,“ sagði Benedikt. Svava Kristín spurði Óskar Bjarna út í það hvaða mun hann sér á sonum sínum inn á vellinum. „Þeir eru að mörgu leyti svipaðir. Við erum allir jafnstórir og þetta er bara uppskrift sem er í kringum 1,80. Flinkir í handbolta og góðir að gera aðra betri. Gefa góðar stoðsendingar,“ sagði Óskar Bjarni. „Arnór er aðeins farin að nenna að spila vörn og Benni þarf að fara að spila vörn. Þeir eru duglegir og samviskusamir í þessu. Þeir eru mjög líkir að því leiti,“ sagði Óskar. Arnór besti þjálfari Benna Benedikt Gunnar ÓskarssonS2 Sport „Ég held að Arnór sé besti þjálfari Benna af því að Benni fékk alltaf að vera með eldri strákunum. Það er það besta í heimi,“ sagði Óskar. Benedikt kom með stutt og skýrt svar þegar hann spurður af því hvort hann væri betri en Arnór í handbolta. „Já,“ svaraði Benedikt án þess að hika. „Ég er betri,“ svaraði Arnór um leið. „Þeir eru ekki ennþá komnir á þann stað sem pabbinn var. þeir eiga ennþá dálítið í land með það,“ sagði Óskar Bjarni. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Reykjavík Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira