Sebastian Alexandersson: „HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. desember 2021 22:14 Sebastian Alexandersson var ánægður með sína menn í kvöld þrátt fyrir tap á móti KA. Vísir/Vilhelm „Ég held bara áfram að vera heiðarlegur og segi að ég er brjálæðislega stoltur af mínu liði. Ég fullyrði það bara, ég veit að öllum þjálfurum þykir sitt lið best þá er ég bara þannig líka og finnst liðið mitt best,“ sagði Sebastian Alexanderson þjálfari HK eftir tap á móti KA í KA heimilinu í kvöld, 33-30. „Ég efast um að mörg lið í deildinni hefðu þolað það mótlæti sem liðið hefur þolað í dag og síðustu daga, enn og aftur eru við að fá rautt spjald hjá lykilmanni. Ég er enginn dómari en mér fannst halla á okkur í dag og eflaust finnst Jonna það líka. Við spiluðum samt frábærlega í 60 mínútur, ógeðslega stoltur af strákunum miða við allt sem hefur gengið á síðustu daga og í dag.“ Sebastian var spurður út í það hvað hefði gengið á síðustu daga en mikið hefur verið um meiðsli í liðinu og þá var 16 marka maðurinn úr síðasta leik, Einar Bragi veikur og var því ekki með í dag. „Við erum með lykilmann meiddan í dag, við erum með meiddan leikmann eftir leikinn í Vestmannaeyjum, við erum með mann sem bakkar upp þann mann og hann meiðist líka í gær og svo eru tveir til þrír sem eru að spila í dag sem meiðast í leiknum. Þetta var harður leikur, ég fýla það alveg. Menn voru að gefa allt í þetta og menn sem hafa kannski lítið spilað eru að skila flottu verki í dag.“ „Einar Bragi er veikur. Hann veiktist, við vorum að vonast til að hann yrði með í dag en hann er það ekki.“ HK komu mjög einbeitir til leiks og keyrðu upp hraðann í leiknum. „Við vildum sýna að við erum gott sóknarlið. Við erum búnir að sýna það í þessum síðustu tveimur leikjum og við erum voðalega ánægðir með það, sérstaklega í ljósi þess hvað vantar marga.“ Eftir hörkuleik varð HK að játa sig sigraða. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst KA betur inn í leikinn. „Þeir fara í 7 á 6 og eru ofan á það með frábæra sóknarmenn. Við fengum ekki mikla markvörslu og vorum í vandræðum með það. Það er erfitt að halda uppi hraða þegar það vantar breiddina í liðið en þeir sem voru inn á gáfu allt í þetta.“ Næsta verkefni HK er verðugt en þeir heimsækja Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. „Það eru öll verkefni risaverkefni fyrir okkur, ég held að taflan segi það. Okkur er alveg sama hvað liðið heitir Valur, KA, Víkingur, ÍBV. Nei reyndar ekki Víkingur. Við erum mest hræddir við þá. Við verðum bara fegnir að spila við Val í hverri umferð frekar en að mæta þeim.“ Sebastian er bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að vinna í okkur málum og ég staðhæfi það hér og nú að ef einhverjir efuðust um það að þá geti þið heyrt það fyrst hér. HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár.“ Handbolti Íslenski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
„Ég efast um að mörg lið í deildinni hefðu þolað það mótlæti sem liðið hefur þolað í dag og síðustu daga, enn og aftur eru við að fá rautt spjald hjá lykilmanni. Ég er enginn dómari en mér fannst halla á okkur í dag og eflaust finnst Jonna það líka. Við spiluðum samt frábærlega í 60 mínútur, ógeðslega stoltur af strákunum miða við allt sem hefur gengið á síðustu daga og í dag.“ Sebastian var spurður út í það hvað hefði gengið á síðustu daga en mikið hefur verið um meiðsli í liðinu og þá var 16 marka maðurinn úr síðasta leik, Einar Bragi veikur og var því ekki með í dag. „Við erum með lykilmann meiddan í dag, við erum með meiddan leikmann eftir leikinn í Vestmannaeyjum, við erum með mann sem bakkar upp þann mann og hann meiðist líka í gær og svo eru tveir til þrír sem eru að spila í dag sem meiðast í leiknum. Þetta var harður leikur, ég fýla það alveg. Menn voru að gefa allt í þetta og menn sem hafa kannski lítið spilað eru að skila flottu verki í dag.“ „Einar Bragi er veikur. Hann veiktist, við vorum að vonast til að hann yrði með í dag en hann er það ekki.“ HK komu mjög einbeitir til leiks og keyrðu upp hraðann í leiknum. „Við vildum sýna að við erum gott sóknarlið. Við erum búnir að sýna það í þessum síðustu tveimur leikjum og við erum voðalega ánægðir með það, sérstaklega í ljósi þess hvað vantar marga.“ Eftir hörkuleik varð HK að játa sig sigraða. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst KA betur inn í leikinn. „Þeir fara í 7 á 6 og eru ofan á það með frábæra sóknarmenn. Við fengum ekki mikla markvörslu og vorum í vandræðum með það. Það er erfitt að halda uppi hraða þegar það vantar breiddina í liðið en þeir sem voru inn á gáfu allt í þetta.“ Næsta verkefni HK er verðugt en þeir heimsækja Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. „Það eru öll verkefni risaverkefni fyrir okkur, ég held að taflan segi það. Okkur er alveg sama hvað liðið heitir Valur, KA, Víkingur, ÍBV. Nei reyndar ekki Víkingur. Við erum mest hræddir við þá. Við verðum bara fegnir að spila við Val í hverri umferð frekar en að mæta þeim.“ Sebastian er bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að vinna í okkur málum og ég staðhæfi það hér og nú að ef einhverjir efuðust um það að þá geti þið heyrt það fyrst hér. HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár.“
Handbolti Íslenski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira