Átta óþægilegar staðreyndir um fjárlögin Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 13. desember 2021 14:32 Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. Þetta kallar á niðurskurð mikilvægrar grunnþjónustu og sú stefna birtist strax í fjárlagafrumvarpi næsta árs. 1. Biðlistar barna eftir greiningum og nauðsynlegri þjónustu hafa lengst verulega á undanförnum árum. Nýlega var greint frá því að 343 börn biðu eftir að komast að hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þar sem börnum með víðtæka þroskaskerðingu er sinnt. Þar er biðtíminn allt að 24 mánuðir. „Markmiðum um að bæta snemmtækan stuðning verður ekki náð án þess að biðlistum verði útrýmt en slíkt átak krefst aukinna fjárveitinga til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins,“ sagði umboðsmaður barna nýlega í umsögn um lagabreytingar er vörðuðu stofnunina. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er ósammála og vill skera niður fjárframlög til stofnunarinnar á kjörtímabilinu sem nú er að hefjast, um 52 milljónir árið 2022 og áfram næstu ár á eftir. Þá ber fjárlagafrumvarpið ekki með sér að gripið verði til neinna afgerandi aðgerða til að stytta biðlista hjá t.d. Þroska- og hegðunarstöð og Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Langir biðlistar eru komnir til að vera. 2. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjárframlög ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks dragist saman um rúmlega 300 milljónir króna á næsta ári. Síðan þjónusta við fólk með fötlun var færð frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur kostnaður verið langt umfram það sem viðbótarútsvar og framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga standa undir og óvissa er um fjármögnun þjónustunnar næstu árin. Formaður NPA-miðstöðvarinnar hefur bent á að með þessu áframhaldi kunni samningum um notendastýrða persónulega aðstoð að fækka árið 2022. 3. Fjárlögin fela í sér áframhaldandi kjaragliðnun milli lífeyris og launa. Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda frítekjumark atvinnutekna hjá eldra fólki, hækka það úr 100 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund krónur. Sú aðgerð kostar um hálfan milljarð og nær ekki til nema um 1.500 manns. Almenna frítekjumarkið sem tekur til lífeyristekna mun hins vegar áfram standa í 25 þúsund krónum og frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum, sem hefur ekki hreyfst í tíu ár, verðuráfram aðeins 109.600 krónur. Þannig eru viðkvæmustu hóparnir sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun og úr lífeyrissjóðum látnir sitja eftir. Þetta er sérstaklega kaldranalegt þegar haft er í huga að um 14 þúsund lífeyrisþegar lifa á minna en 300 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt og 80% öryrkja eiga erfitt með að ná endum saman samkvæmt könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. 4. ASÍ hefur lýst því yfir að stuðningur stjórnvalda við húsnæðisöryggi og tilfærslukerfi launafólks muni ráða úrslitum í kröfum verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga 2022 og 2023. Nærtæk leið til að draga úr spennu og undirbyggja farsæla lendingu á vinnumarkaði væri að setja aukna fjármuni inn í barnabótakerfið og auka framboð af hagkvæmu íbúðarhúsnæði með hærri stofnframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins. Hvorugt stendur til samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og enn bólar ekkert á því að loforð sem stjórnvöld gáfu við undirritun Lífskjarasamningsins um aukin réttindi leigjenda og aðgerðir gegn launaþjófnaði verði efnd. Þetta er ekki gott veganesti inn í kjaraviðræðurnar. 5. Veiðigjöld lækka milli ára, úr 7,7 milljörðum í 6,3 milljarða. Þetta gerist á sama tíma og arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja ná sögulegu hámarki á Íslandi. Í fyrra fengu eigendur útgerðarfyrirtækja meira en 21 milljarð króna í arð sem er fjórum sinnum hærri upphæð heldur en skilaði sér til almennings í formi veiðigjalds. Af stjórnarsáttmála og fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar má ráða að ofurarðurinn í sjávarútvegi muni renna að mestu til eigenda stórútgerðarfyrirtækja næstu árin og að ákvæði fiskveiðistjórnarlaga um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar verði áfram orðin tóm. Þá gera fjárlögin ekki ráð fyrir að tekjuhæstu og eignamestu hóparnir greiði meira til samneyslunnar eða að unnið verði gegn tekjutilflutningi þar sem launatekjur eru ranglega skráðar sem fjármagnstekjur. 6. Framlög til loftslagsmála verða rúmir 13 milljarðar árið 2022, 0,3% af vergri landsframleiðslu (sem er álíka há fjárhæð og ríkið ver til nautgripaframleiðslu og sauðfjárræktar) en eiga svo að lækka á hverju einasta fjárlagaári kjörtímabilsins á sama tíma og ríkisstjórnin segist vilja ná fram 55 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er því hvergi svarað í fjárlagafrumvarpi, fjármálaáætlun eða stjórnarsáttmála hvernig grænni gjaldtöku og ívilnunum verði beitt til að hraða orkuskiptum á kjörtímabilinu. 7. Ríkisstjórnin ætlar að lækka framlög til menntamála og menningarstarfsemi. Heildarútgjöld til framhaldsskólastigsins dragast saman um 2,2 milljarða milli ára og boðuð er „umtalsverð lækkun á rekstrarframlögum og fjárfestingarframlögum til háskóla og rannsóknarstarfsemi“. Hið sama er uppi á teningnum þegar kemur að verkefnum ríkisins er varða leikskóla- og grunnskólastigið. Þá vekur athygli að framlög til framhaldsfræðslukerfisins halda áfram að dragast saman á tímum mikils langtímaatvinnuleysis þegar hið opinbera ætti einmitt að leggja áherslu á að valdefla og styðja við aukna menntun og færni fólks sem hefur misst vinnuna. Hvað með listir, menningu, íþrótta- og æskulýðsmál? Jú, ríkisstjórnin ætlar líka að lækka framlögin til þessa málefnasviðs um 646 milljónir á næsta ári og þar af dragast framlög til menningarsjóða saman um 454 milljónir. Þetta gerist meðan enn eru í gildi samkomutakmarkanir og skert starfsumhverfi í lista- og menningargeiranum vegna heimsfaraldurs. 8. Útgjöld til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu aukast um 7,6 milljarða milli ára en sú aukning er að mestu vegna viðbragða við heimsfaraldri og uppbyggingar nýs Landspítala. Áfram ríkir kyrrstaða þegar kemur að stóru áskorununum í heilbrigðiskerfinu, svo sem mönnunarvandanum, útskriftarvanda Landspítala og vanfjármögnun öldrunarþjónustu og hjúkrunarheimila. Framlög til almennrar heilbrigðisþjónustu dragast saman milli ára, skorið er niður til lýðheilsumála og forvarna og ekki virðist gert ráð fyrir að lögin frá 2020 um að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga komi til framkvæmda. Áskoranir okkar daga og þau risavöxnu samfélagsverkefni sem við stöndum frammi fyrir kalla á kraftmikið ríkisvald, ekki að hið opinbera dragi saman seglin; slíkt er ávísun á veikara samfélag og heldur aftur af verðmætasköpun til langs tíma. Við í Samfylkingunni munum halda áfram að leggja til lausnir og beita okkur af alefli fyrir manneskjulegri forgangsröðun í ríkisfjármálum og skattamálum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild. Þetta kallar á niðurskurð mikilvægrar grunnþjónustu og sú stefna birtist strax í fjárlagafrumvarpi næsta árs. 1. Biðlistar barna eftir greiningum og nauðsynlegri þjónustu hafa lengst verulega á undanförnum árum. Nýlega var greint frá því að 343 börn biðu eftir að komast að hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þar sem börnum með víðtæka þroskaskerðingu er sinnt. Þar er biðtíminn allt að 24 mánuðir. „Markmiðum um að bæta snemmtækan stuðning verður ekki náð án þess að biðlistum verði útrýmt en slíkt átak krefst aukinna fjárveitinga til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins,“ sagði umboðsmaður barna nýlega í umsögn um lagabreytingar er vörðuðu stofnunina. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er ósammála og vill skera niður fjárframlög til stofnunarinnar á kjörtímabilinu sem nú er að hefjast, um 52 milljónir árið 2022 og áfram næstu ár á eftir. Þá ber fjárlagafrumvarpið ekki með sér að gripið verði til neinna afgerandi aðgerða til að stytta biðlista hjá t.d. Þroska- og hegðunarstöð og Barna- og unglingageðdeild Landspítala. Langir biðlistar eru komnir til að vera. 2. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjárframlög ríkisins vegna málefna fatlaðs fólks dragist saman um rúmlega 300 milljónir króna á næsta ári. Síðan þjónusta við fólk með fötlun var færð frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur kostnaður verið langt umfram það sem viðbótarútsvar og framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga standa undir og óvissa er um fjármögnun þjónustunnar næstu árin. Formaður NPA-miðstöðvarinnar hefur bent á að með þessu áframhaldi kunni samningum um notendastýrða persónulega aðstoð að fækka árið 2022. 3. Fjárlögin fela í sér áframhaldandi kjaragliðnun milli lífeyris og launa. Ríkisstjórnin ætlar að tvöfalda frítekjumark atvinnutekna hjá eldra fólki, hækka það úr 100 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund krónur. Sú aðgerð kostar um hálfan milljarð og nær ekki til nema um 1.500 manns. Almenna frítekjumarkið sem tekur til lífeyristekna mun hins vegar áfram standa í 25 þúsund krónum og frítekjumark atvinnutekna hjá öryrkjum, sem hefur ekki hreyfst í tíu ár, verðuráfram aðeins 109.600 krónur. Þannig eru viðkvæmustu hóparnir sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun og úr lífeyrissjóðum látnir sitja eftir. Þetta er sérstaklega kaldranalegt þegar haft er í huga að um 14 þúsund lífeyrisþegar lifa á minna en 300 þúsund krónum á mánuði fyrir skatt og 80% öryrkja eiga erfitt með að ná endum saman samkvæmt könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. 4. ASÍ hefur lýst því yfir að stuðningur stjórnvalda við húsnæðisöryggi og tilfærslukerfi launafólks muni ráða úrslitum í kröfum verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga 2022 og 2023. Nærtæk leið til að draga úr spennu og undirbyggja farsæla lendingu á vinnumarkaði væri að setja aukna fjármuni inn í barnabótakerfið og auka framboð af hagkvæmu íbúðarhúsnæði með hærri stofnframlögum ríkisins til almenna íbúðakerfisins. Hvorugt stendur til samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og enn bólar ekkert á því að loforð sem stjórnvöld gáfu við undirritun Lífskjarasamningsins um aukin réttindi leigjenda og aðgerðir gegn launaþjófnaði verði efnd. Þetta er ekki gott veganesti inn í kjaraviðræðurnar. 5. Veiðigjöld lækka milli ára, úr 7,7 milljörðum í 6,3 milljarða. Þetta gerist á sama tíma og arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja ná sögulegu hámarki á Íslandi. Í fyrra fengu eigendur útgerðarfyrirtækja meira en 21 milljarð króna í arð sem er fjórum sinnum hærri upphæð heldur en skilaði sér til almennings í formi veiðigjalds. Af stjórnarsáttmála og fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar má ráða að ofurarðurinn í sjávarútvegi muni renna að mestu til eigenda stórútgerðarfyrirtækja næstu árin og að ákvæði fiskveiðistjórnarlaga um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar verði áfram orðin tóm. Þá gera fjárlögin ekki ráð fyrir að tekjuhæstu og eignamestu hóparnir greiði meira til samneyslunnar eða að unnið verði gegn tekjutilflutningi þar sem launatekjur eru ranglega skráðar sem fjármagnstekjur. 6. Framlög til loftslagsmála verða rúmir 13 milljarðar árið 2022, 0,3% af vergri landsframleiðslu (sem er álíka há fjárhæð og ríkið ver til nautgripaframleiðslu og sauðfjárræktar) en eiga svo að lækka á hverju einasta fjárlagaári kjörtímabilsins á sama tíma og ríkisstjórnin segist vilja ná fram 55 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá er því hvergi svarað í fjárlagafrumvarpi, fjármálaáætlun eða stjórnarsáttmála hvernig grænni gjaldtöku og ívilnunum verði beitt til að hraða orkuskiptum á kjörtímabilinu. 7. Ríkisstjórnin ætlar að lækka framlög til menntamála og menningarstarfsemi. Heildarútgjöld til framhaldsskólastigsins dragast saman um 2,2 milljarða milli ára og boðuð er „umtalsverð lækkun á rekstrarframlögum og fjárfestingarframlögum til háskóla og rannsóknarstarfsemi“. Hið sama er uppi á teningnum þegar kemur að verkefnum ríkisins er varða leikskóla- og grunnskólastigið. Þá vekur athygli að framlög til framhaldsfræðslukerfisins halda áfram að dragast saman á tímum mikils langtímaatvinnuleysis þegar hið opinbera ætti einmitt að leggja áherslu á að valdefla og styðja við aukna menntun og færni fólks sem hefur misst vinnuna. Hvað með listir, menningu, íþrótta- og æskulýðsmál? Jú, ríkisstjórnin ætlar líka að lækka framlögin til þessa málefnasviðs um 646 milljónir á næsta ári og þar af dragast framlög til menningarsjóða saman um 454 milljónir. Þetta gerist meðan enn eru í gildi samkomutakmarkanir og skert starfsumhverfi í lista- og menningargeiranum vegna heimsfaraldurs. 8. Útgjöld til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu aukast um 7,6 milljarða milli ára en sú aukning er að mestu vegna viðbragða við heimsfaraldri og uppbyggingar nýs Landspítala. Áfram ríkir kyrrstaða þegar kemur að stóru áskorununum í heilbrigðiskerfinu, svo sem mönnunarvandanum, útskriftarvanda Landspítala og vanfjármögnun öldrunarþjónustu og hjúkrunarheimila. Framlög til almennrar heilbrigðisþjónustu dragast saman milli ára, skorið er niður til lýðheilsumála og forvarna og ekki virðist gert ráð fyrir að lögin frá 2020 um að almenn sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga komi til framkvæmda. Áskoranir okkar daga og þau risavöxnu samfélagsverkefni sem við stöndum frammi fyrir kalla á kraftmikið ríkisvald, ekki að hið opinbera dragi saman seglin; slíkt er ávísun á veikara samfélag og heldur aftur af verðmætasköpun til langs tíma. Við í Samfylkingunni munum halda áfram að leggja til lausnir og beita okkur af alefli fyrir manneskjulegri forgangsröðun í ríkisfjármálum og skattamálum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun