Brutu óskrifaða reglu NFL-deildarinnar og var í kjölfarið pakkað saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2021 23:01 Leikmenn Las Vegas Raiders fengu að kynnast því hvar Davíð keypti ölið í gær. David Eulitt/Getty Images Kansas City Chiefs kjöldró Las Vegas Raiders í NFL-deildinni í gærkvöld. Lokatölur á Arrowead-vellinum í Kansas 48-9 heimamönnum í vil sem hafa verið á góðu skriði undanfarnar vikur. Höfðingjarnir frá Kansas urðu meistarar 2020 og fóru alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut. Það tók liðið smá tíma til að finna taktinn í upphafi yfirstandandi leiktíðar en undanfarið hafa Patrick Mahomes og félagar verið hreint út sagt frábærir. Fyrir leik gærdagsins höfðu meistararnir frá 2020 unnið átta leiki og tapað fjórum á meðan Raiders hafði unnið sex og tapað jafn mörgum. Það var því ef til vil ekki sniðugt að brjóta óskrifaða reglur NFL-deildarinnar í upphafi leiks. The @raiders are unofficially the first team to ever gather on an opponent s midfield logo pregame and then trail 28-0 about 21 game minutes later. pic.twitter.com/LQzoFl5Kny— Rich Eisen (@richeisen) December 12, 2021 Áður en leikur hófst ákváðu leikmenn Raiders að spjalla saman á miðjum Arrowhead-vellinum, á þeim stað þar sem merki Chiefs er. Ef það var ekki nóg þá ákváðu sumir leikmenn liðsins að traðka á merki heimaliðsins. Þetta sat vægast sagt illa í leikmönnum Chiefs. Oh my @aokafor57 : #LVvsKC on CBS pic.twitter.com/YEJRxb0sCh— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 12, 2021 „Þú vilt ekki að fólk komi inn á heimavöllinn þinn og vanvirði það sem þú hefur byggt,“ sagði leikstjórnandi Höfðingjanna og tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, eftir leik. Þó Raiders hafi ekki brotið neinar af reglum NFL-deildarinnar þá er það á allra vitorði að svona gera menn einfaldlega ekki. „Ég hefði líka verið ósáttur ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þeir sýndu okkur heldur betur hversu reiðir þeir voru og við réðum einfaldlega ekki við það. Við gerðum þetta sem lið og gáfum þeim eflaust hvatningu sem við hefðum betur sleppt,“ sagði KJ Wright, leikmaður Raiders, eftir leik. GORE is GONE. #ChiefsKingdom : #LVvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/X1eAYY4C2Q— NFL (@NFL) December 12, 2021 Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 28-0 Chiefs í vil. Ekki skánaði það fyrir Raiders eftir það, staðan 35-3 í hálfleik og lokatölur 48-9. Leikmenn Raiders hugsa sig nú eflaust tvisvar um áður en þeir ákveða að ögra mótherjum fyrir leik. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Höfðingjarnir frá Kansas urðu meistarar 2020 og fóru alla leið í úrslit á síðustu leiktíð þar sem liðið beið lægri hlut. Það tók liðið smá tíma til að finna taktinn í upphafi yfirstandandi leiktíðar en undanfarið hafa Patrick Mahomes og félagar verið hreint út sagt frábærir. Fyrir leik gærdagsins höfðu meistararnir frá 2020 unnið átta leiki og tapað fjórum á meðan Raiders hafði unnið sex og tapað jafn mörgum. Það var því ef til vil ekki sniðugt að brjóta óskrifaða reglur NFL-deildarinnar í upphafi leiks. The @raiders are unofficially the first team to ever gather on an opponent s midfield logo pregame and then trail 28-0 about 21 game minutes later. pic.twitter.com/LQzoFl5Kny— Rich Eisen (@richeisen) December 12, 2021 Áður en leikur hófst ákváðu leikmenn Raiders að spjalla saman á miðjum Arrowhead-vellinum, á þeim stað þar sem merki Chiefs er. Ef það var ekki nóg þá ákváðu sumir leikmenn liðsins að traðka á merki heimaliðsins. Þetta sat vægast sagt illa í leikmönnum Chiefs. Oh my @aokafor57 : #LVvsKC on CBS pic.twitter.com/YEJRxb0sCh— Kansas City Chiefs (@Chiefs) December 12, 2021 „Þú vilt ekki að fólk komi inn á heimavöllinn þinn og vanvirði það sem þú hefur byggt,“ sagði leikstjórnandi Höfðingjanna og tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, eftir leik. Þó Raiders hafi ekki brotið neinar af reglum NFL-deildarinnar þá er það á allra vitorði að svona gera menn einfaldlega ekki. „Ég hefði líka verið ósáttur ef ég hefði verið í þeirra sporum. Þeir sýndu okkur heldur betur hversu reiðir þeir voru og við réðum einfaldlega ekki við það. Við gerðum þetta sem lið og gáfum þeim eflaust hvatningu sem við hefðum betur sleppt,“ sagði KJ Wright, leikmaður Raiders, eftir leik. GORE is GONE. #ChiefsKingdom : #LVvsKC on CBS : NFL app pic.twitter.com/X1eAYY4C2Q— NFL (@NFL) December 12, 2021 Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 28-0 Chiefs í vil. Ekki skánaði það fyrir Raiders eftir það, staðan 35-3 í hálfleik og lokatölur 48-9. Leikmenn Raiders hugsa sig nú eflaust tvisvar um áður en þeir ákveða að ögra mótherjum fyrir leik. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira