Staða kvenna í orkumálum styrkist og þær með ákvörðunarvald í 36 prósent tilfella Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. desember 2021 13:01 Ný skýrsla um stöðu kvenna í orkumálum var kynnt í dag. Mynd/Konur í orkumálum Staða kvenna í orkumgeiranum á Íslandi hefur styrkst töluvert á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Ákvörðunarvald liggur nú hjá konum í 36 prósent tilfella. Formaður félags Kvenna í orkumálum segist ánægð með niðurstöðurnar en þó séu enn tækifæri til að sækja fram. Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti og kom fyrsta skýrslan út árið 2017. Þriðja skýrslan kom út í dag og var hún unnin af EY. Harpa Þórunn Pétursdóttir, formaður Kvenna í orkumálum, segir nýjustu skýrsluna mjög jákvæða. „Við sjáum breytingar á hlutföllum sem eru að færast í rétta átt sem er gríðarlega jákvætt og mikið fagnaðarefni. Við erum að sjá til dæmis að hlutfall kvenkyns stjórnarformanna er að fara úr 25 prósent í 58 prósent á aðeins fjórum árum,“ segir Harpa. Þá er jafnframt aukning í fjölda kvenkyns framkvæmdastjóra frá því í síðustu skýrslu og er hlutfall kvenna nú 46 prósent, sem er tíu prósent aukning frá því fyrir tveimur árum. Hlutfall kvenkyns forstjóra lækkar þó milli ára og er nú aðeins átta prósent. Aðeins ein kona er forstjóri þeirra tólf fyrirtækja sem skýrslan tók fyrir, en þær voru tvær í síðustu skýrslu. Hlutfall kvenna í stöðu meðstjórnenda, forstjóra, og deildarforstjóra lækkar milli ára. Mynd/Konur í orkumálum „Þarna eru klárlega tækifæri til þess að sækja fram og við gerum bara kröfu um að við sjáum betri tölur. Við væntum þess að við sjáum betri tölur í næstu skýrslum, varðandi forstjórastöðurnar,“ segir Harpa. Á sama tíma fjölgar þó konum í almennum stöðugildum og er hlutfallið nú 27 prósent. Þá liggur ákvörðunarvald hjá konum í 36 prósent tilfella, samanborið við 30 prósent árið 2017. „Þarna sjáum við bara á þessum stutta tíma sex prósent aukningu á ákvörðunarvaldi kvenna innan orkugeirans og þetta er einmitt það sem við viljum sjá. Það mætti kannski gerast hraðar en við erum samt sem áður mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Harpa. Harpa bindur vonir við að næsta skýrsla sýni fram á enn betri stöðu kvenna innan orkugeirans á Íslandi. „Það væri frábært ef við gætum sagt það að eftir tvö ár værum við komin yfir 40 prósent markið, það er að segja farin að nálgast 50/50 hlutfall, það er auðvitað sú staða sem við viljum vera í,“ segir Harpa. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér. Orkumál Vinnumarkaður Stjórnun Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Félagið Konur í orkumálum gefur út skýrslu um stöðu kvenna í orkugeiranum á Íslandi á tveggja ára fresti og kom fyrsta skýrslan út árið 2017. Þriðja skýrslan kom út í dag og var hún unnin af EY. Harpa Þórunn Pétursdóttir, formaður Kvenna í orkumálum, segir nýjustu skýrsluna mjög jákvæða. „Við sjáum breytingar á hlutföllum sem eru að færast í rétta átt sem er gríðarlega jákvætt og mikið fagnaðarefni. Við erum að sjá til dæmis að hlutfall kvenkyns stjórnarformanna er að fara úr 25 prósent í 58 prósent á aðeins fjórum árum,“ segir Harpa. Þá er jafnframt aukning í fjölda kvenkyns framkvæmdastjóra frá því í síðustu skýrslu og er hlutfall kvenna nú 46 prósent, sem er tíu prósent aukning frá því fyrir tveimur árum. Hlutfall kvenkyns forstjóra lækkar þó milli ára og er nú aðeins átta prósent. Aðeins ein kona er forstjóri þeirra tólf fyrirtækja sem skýrslan tók fyrir, en þær voru tvær í síðustu skýrslu. Hlutfall kvenna í stöðu meðstjórnenda, forstjóra, og deildarforstjóra lækkar milli ára. Mynd/Konur í orkumálum „Þarna eru klárlega tækifæri til þess að sækja fram og við gerum bara kröfu um að við sjáum betri tölur. Við væntum þess að við sjáum betri tölur í næstu skýrslum, varðandi forstjórastöðurnar,“ segir Harpa. Á sama tíma fjölgar þó konum í almennum stöðugildum og er hlutfallið nú 27 prósent. Þá liggur ákvörðunarvald hjá konum í 36 prósent tilfella, samanborið við 30 prósent árið 2017. „Þarna sjáum við bara á þessum stutta tíma sex prósent aukningu á ákvörðunarvaldi kvenna innan orkugeirans og þetta er einmitt það sem við viljum sjá. Það mætti kannski gerast hraðar en við erum samt sem áður mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Harpa. Harpa bindur vonir við að næsta skýrsla sýni fram á enn betri stöðu kvenna innan orkugeirans á Íslandi. „Það væri frábært ef við gætum sagt það að eftir tvö ár værum við komin yfir 40 prósent markið, það er að segja farin að nálgast 50/50 hlutfall, það er auðvitað sú staða sem við viljum vera í,“ segir Harpa. Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér.
Orkumál Vinnumarkaður Stjórnun Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira