Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 23:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir breytingar í Stjórnarráðinu ekki þjóna hagsmunum almennings. Vísir/Friðrik Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. Frumvarp um breytta skipan ráðuneyta er til umræðu á Alþingi í kvöld en eins og flestir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum landsins hafa orðið varir við var nokkur breyting þar á þegar ný ríkisstjórn tók við. Menntamálaráðuneytinu var til að mynda skipt í tvennt og eru menntamál nú á borði tveggja ráðherra, málefni voru færð til milli ráðherra og svo framvegis. „Gagnrýnin er auðvitað fyrst og fremst sú að það er engin knýjandi þörf, það var ekkert sérstakt sem kallaði á það að fara í þessar breytingar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir breytingarnar ekki þjóna hagsmunum almennings sérstaklega, heldur fyrst og fremst hagsmunum ríkisstjórnarflokkanna. „Fjármálaráðherra hefur sagt að þessar breytingar verði í kring um einhverjar hundruð milljóna króna. Þetta veldur hægagangi innan kerfisins þannig að manni finnst þetta vera ansi dýrkeypt ráðherraskipti milli flokkanna,“ sagði Þorbjörg. Af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé óábyrgur í efnahagsstjórn Þorbjörg sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur i fjármálum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur fyrir að breyting ráðuneyta sé óábyrg gagnvart fjármálum ríkisins. Vísir/Vilhelm „Nei, við erum svo sannarlega ekki orðin það og eins og við Þorbjörg erum nú oft sammála þá er auðvitað aðalatriðið og markmiðið það að veita borgurum betri þjónustu,“ sagði Diljá í kvöldfréttum. „Það er aðalatriði málsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður nú seint sakaður um óábyrga efnahagsstjórn eða óábyrgan rekstur á ríkisfjármálum og staðan í ríkisfjármálunum núna ber þess glöggt vitni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Frumvarp um breytta skipan ráðuneyta er til umræðu á Alþingi í kvöld en eins og flestir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum landsins hafa orðið varir við var nokkur breyting þar á þegar ný ríkisstjórn tók við. Menntamálaráðuneytinu var til að mynda skipt í tvennt og eru menntamál nú á borði tveggja ráðherra, málefni voru færð til milli ráðherra og svo framvegis. „Gagnrýnin er auðvitað fyrst og fremst sú að það er engin knýjandi þörf, það var ekkert sérstakt sem kallaði á það að fara í þessar breytingar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir breytingarnar ekki þjóna hagsmunum almennings sérstaklega, heldur fyrst og fremst hagsmunum ríkisstjórnarflokkanna. „Fjármálaráðherra hefur sagt að þessar breytingar verði í kring um einhverjar hundruð milljóna króna. Þetta veldur hægagangi innan kerfisins þannig að manni finnst þetta vera ansi dýrkeypt ráðherraskipti milli flokkanna,“ sagði Þorbjörg. Af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé óábyrgur í efnahagsstjórn Þorbjörg sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur i fjármálum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur fyrir að breyting ráðuneyta sé óábyrg gagnvart fjármálum ríkisins. Vísir/Vilhelm „Nei, við erum svo sannarlega ekki orðin það og eins og við Þorbjörg erum nú oft sammála þá er auðvitað aðalatriðið og markmiðið það að veita borgurum betri þjónustu,“ sagði Diljá í kvöldfréttum. „Það er aðalatriði málsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður nú seint sakaður um óábyrga efnahagsstjórn eða óábyrgan rekstur á ríkisfjármálum og staðan í ríkisfjármálunum núna ber þess glöggt vitni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10