Bielsa hrósar stuðningsmönnum Leeds í hástert Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. desember 2021 08:00 Bielsa á hliðarlínunni í gær. vísir/Getty Það hefur ekki gengið vel hjá Leeds United að undanförnu en stuðningsmenn liðsins standa þétt við bakið á sínum mönnum. Leeds steinlá fyrir Arsenal á heimavelli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. „Hálfleikarnir voru mjög ólíkir. Þeir hefðu getað náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik áttum við að skora meira en eitt mark og áttum ekki að fá á okkur mark,“ sagði Bielsa stjóri Leeds í leikslok. „Úrslitin eru sanngjörn. Þeir voru mun betri en við en við getum tekið hluti með okkur úr leiknum. Það er einfalt að greina þennan leik. Við náðum ekki að vinna af þeim boltann á þeirra vallarhelmingi. Jafnvel þótt við höfum pressað betur en við gerðum gegn Man City tókst okkur ekki að fá þá til að gera mistök. Þeir nýttu sér okkar mistök og því fór sem fór.“ Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Leeds að undanförnu en liðið fékk 7-0 skell gegn Manchester City á dögunum og hefur raunar ekki unnið leik í desembermánuði. „Ég get ekki litið framhjá því að okkur vantaði tíu leikmenn. Koch spilaði sinn fyrsta leik í fjóra mánuði og það var ekki gott fyrir okkur. Charlie Cresswell átti að spila en hann meiddist á öxl á æfingu á fimmtudag. Diego Llorente átti líka að spila en hann veiktist,“ sagði Bielsa. Stuðningsmenn Leeds eru ekki á því að snúa baki við liði sínu þrátt fyrir slæmt gengi og þeir sýndu það í verki í leikslok á Elland Road í gær þegar þeir sungu stuðningssöngva hástöfum þrátt fyrir stórt tap. „Þeir sýna það í verki hversu mikla ást þeir hafa á félaginu. Í dag eru lið aðallega studd þegar vel gengur en að finna fyrir þessum stuðningi eftir þriðja tapið í röð og eftir að hafa fengið 14 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta lýsir stuðningsmönnum Leeds vel,“ sagði Bielsa. Enski boltinn Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Sjá meira
Leeds steinlá fyrir Arsenal á heimavelli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. „Hálfleikarnir voru mjög ólíkir. Þeir hefðu getað náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik áttum við að skora meira en eitt mark og áttum ekki að fá á okkur mark,“ sagði Bielsa stjóri Leeds í leikslok. „Úrslitin eru sanngjörn. Þeir voru mun betri en við en við getum tekið hluti með okkur úr leiknum. Það er einfalt að greina þennan leik. Við náðum ekki að vinna af þeim boltann á þeirra vallarhelmingi. Jafnvel þótt við höfum pressað betur en við gerðum gegn Man City tókst okkur ekki að fá þá til að gera mistök. Þeir nýttu sér okkar mistök og því fór sem fór.“ Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Leeds að undanförnu en liðið fékk 7-0 skell gegn Manchester City á dögunum og hefur raunar ekki unnið leik í desembermánuði. „Ég get ekki litið framhjá því að okkur vantaði tíu leikmenn. Koch spilaði sinn fyrsta leik í fjóra mánuði og það var ekki gott fyrir okkur. Charlie Cresswell átti að spila en hann meiddist á öxl á æfingu á fimmtudag. Diego Llorente átti líka að spila en hann veiktist,“ sagði Bielsa. Stuðningsmenn Leeds eru ekki á því að snúa baki við liði sínu þrátt fyrir slæmt gengi og þeir sýndu það í verki í leikslok á Elland Road í gær þegar þeir sungu stuðningssöngva hástöfum þrátt fyrir stórt tap. „Þeir sýna það í verki hversu mikla ást þeir hafa á félaginu. Í dag eru lið aðallega studd þegar vel gengur en að finna fyrir þessum stuðningi eftir þriðja tapið í röð og eftir að hafa fengið 14 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta lýsir stuðningsmönnum Leeds vel,“ sagði Bielsa.
Enski boltinn Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Sjá meira