Fangar fengu kartöflu í skóinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 22:53 Kartafla í hverjum einasta skó á Hrauninu í morgun. facebook/afstaða Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og örlítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jólasveininum. Við þeim öllum blasti nefnilega kartafla, þrátt fyrir fullyrðingar Afstöðu, félags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum. Jólasveinninn sem ber ábyrgð á þessari köldu kveðju til fanga er Skyrgámur sem kom til byggða í morgun. Sagt er frá þessu skemmtilega atviki á Facebook-síðu Afstöðu. „Fátítt hefur verið á umliðnum árum að jólasveinarnir láti á sér kræla innan fangelsisveggja hér á landi og kom það því vistmönnum í fangelsinu á Hólmsheiði skemmtilega á óvart þegar þeir vöknuðu á dögunum og sáu að búið var að lauma sælgæti í skó þeirra,“ segir í færslunni. Vistmenn Litla-Hrauns ætluðu þá að leika leikinn eftir í von um að fá sælgæti frá jólasveininum en urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir komu að tómum skó í gær og enn meiri vonbrigðum með kartöfluna í morgun. Þeir höfðu enda sýnt af sér fyrirmyndarhegðun í desember, að sögn Afstöðu. „Fulltrúar frá Afstöðu fóru í dag á Litla-Hraun til að taka stöðuna, lægja öldur og ganga úr skugga um að þar hefðu allir hegðað sér vel. Það er mál manna að jólasveinninn muni ekki hrekkja vistmenn á Litla-Hrauni að nýju og mega þeir búast við sælgæti í skóinn á næstunni, rétt eins og vistmenn á Hólmsheiði,“ segir í færslunni. „Annars var góð stemning á Hrauninu í dag og jólaundirbúningurinn í fullum gangi, það má því ekki gera ráð fyrir öðru en allir muni hegða sér þar vel, alla vega fram að jólum.“ Fangelsismál Jól Jólasveinar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira
Jólasveinninn sem ber ábyrgð á þessari köldu kveðju til fanga er Skyrgámur sem kom til byggða í morgun. Sagt er frá þessu skemmtilega atviki á Facebook-síðu Afstöðu. „Fátítt hefur verið á umliðnum árum að jólasveinarnir láti á sér kræla innan fangelsisveggja hér á landi og kom það því vistmönnum í fangelsinu á Hólmsheiði skemmtilega á óvart þegar þeir vöknuðu á dögunum og sáu að búið var að lauma sælgæti í skó þeirra,“ segir í færslunni. Vistmenn Litla-Hrauns ætluðu þá að leika leikinn eftir í von um að fá sælgæti frá jólasveininum en urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir komu að tómum skó í gær og enn meiri vonbrigðum með kartöfluna í morgun. Þeir höfðu enda sýnt af sér fyrirmyndarhegðun í desember, að sögn Afstöðu. „Fulltrúar frá Afstöðu fóru í dag á Litla-Hraun til að taka stöðuna, lægja öldur og ganga úr skugga um að þar hefðu allir hegðað sér vel. Það er mál manna að jólasveinninn muni ekki hrekkja vistmenn á Litla-Hrauni að nýju og mega þeir búast við sælgæti í skóinn á næstunni, rétt eins og vistmenn á Hólmsheiði,“ segir í færslunni. „Annars var góð stemning á Hrauninu í dag og jólaundirbúningurinn í fullum gangi, það má því ekki gera ráð fyrir öðru en allir muni hegða sér þar vel, alla vega fram að jólum.“
Fangelsismál Jól Jólasveinar Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Minni fjölgun erlendra ríkisborgara en síðustu ár Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Sjá meira