Keppandi Suður-Afríku í Ungfrú alheimi fær líflátshótanir Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 20. desember 2021 08:00 Samkeppnin Ungfrú alheimur var haldin í ísraelsku hafnarborginni Eilat þann 12. desember síðastliðinn. Lalela Mswane, fulltrúi Suður-Afríku, lenti í þriðja sæti og var hún skiljanlega hæstánægð með árangurinn. En þátttaka hennar í keppninni var ekki óumdeild í Suður-Afríku. Ríkisstjórn landsins hafði dregið til baka stuðning sinn við keppnina og Nathi Mthethwa, lista- og menningarmálaráðherra Suður-Afríku, sagði meðal annars að þátttaka Mswane „myndi hafa stórskaðlegar afleiðingar fyrir framtíð hennar“.[1] Þegar Mswane snéri aftur til Suður-Afríku þann 15. desember mætti hún ekki aðeins stuðningsfólki sínu heldur einnig hópi mótmælenda sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Í viðtali við fjölmiðla lýsti hún upplifun sinni af harkalegum viðbrögðum fólks sem var andsnúið þátttöku hennar. Mswane sagði að viðbrögðin hefðu verið mun verri en hún hafði gert ráð fyrir. Meðal annars fékk hún líflátshótanir sem urðu til þess að hún lá andvaka og lömuð af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.[2] Andstæðingar Ísraels hafa undanfarin ár notfært sér reynslu Suður-Afríkubúa af aðskilnaðarstefnunni í tilraun til að snúa þeim gegn Ísraelsríki. Þeir láta í veðri vaka að sambærileg aðskilnaðarstefna sé rekin í Ísrael. Hins vegar er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu.[3] Það er því sérstaklega kaldhæðnislegt að suður-afrískir stjórnmálamenn sem hafa margir upplifað raunverulega aðskilnaðarstefnu skuli ekki sjá í gegn um þessa orðræðu. Stuðningfólk Mswane hefur krafist þess að Nathi Mthethwa biðjist afsökunar á framgöngu sinni. Þeirra á meðal eru samtökin SAFI (e. South African Friends of Israel) sem sögðu í yfirlýsingu sinni: „Lalela Mswane er raunverulegur málsvari þeirra milljóna Suður-Afríkubúa sem styðja hana og fagna árangri hennar. Við tökum ofan hattinn fyrir Ungfrú Suður-Afríku og þriðja efsta keppanda Miss Universe fyrir að standa sterk og þrautseig frammi fyrir hatrinu.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.africaninsider.com/arts-and-leisure/south-africa-pulls-plug-on-miss-universe-contender-over-palestine/ [2] https://www.thesouthafrican.com/news/breaking-miss-south-africa-lalela-mswane-death-threats/ [3] https://thjodmal.is/2021/10/05/er-adskilnadarstefna-vid-lydi-i-israel/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Samkeppnin Ungfrú alheimur var haldin í ísraelsku hafnarborginni Eilat þann 12. desember síðastliðinn. Lalela Mswane, fulltrúi Suður-Afríku, lenti í þriðja sæti og var hún skiljanlega hæstánægð með árangurinn. En þátttaka hennar í keppninni var ekki óumdeild í Suður-Afríku. Ríkisstjórn landsins hafði dregið til baka stuðning sinn við keppnina og Nathi Mthethwa, lista- og menningarmálaráðherra Suður-Afríku, sagði meðal annars að þátttaka Mswane „myndi hafa stórskaðlegar afleiðingar fyrir framtíð hennar“.[1] Þegar Mswane snéri aftur til Suður-Afríku þann 15. desember mætti hún ekki aðeins stuðningsfólki sínu heldur einnig hópi mótmælenda sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Í viðtali við fjölmiðla lýsti hún upplifun sinni af harkalegum viðbrögðum fólks sem var andsnúið þátttöku hennar. Mswane sagði að viðbrögðin hefðu verið mun verri en hún hafði gert ráð fyrir. Meðal annars fékk hún líflátshótanir sem urðu til þess að hún lá andvaka og lömuð af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.[2] Andstæðingar Ísraels hafa undanfarin ár notfært sér reynslu Suður-Afríkubúa af aðskilnaðarstefnunni í tilraun til að snúa þeim gegn Ísraelsríki. Þeir láta í veðri vaka að sambærileg aðskilnaðarstefna sé rekin í Ísrael. Hins vegar er auðvelt að hrekja þá staðhæfingu.[3] Það er því sérstaklega kaldhæðnislegt að suður-afrískir stjórnmálamenn sem hafa margir upplifað raunverulega aðskilnaðarstefnu skuli ekki sjá í gegn um þessa orðræðu. Stuðningfólk Mswane hefur krafist þess að Nathi Mthethwa biðjist afsökunar á framgöngu sinni. Þeirra á meðal eru samtökin SAFI (e. South African Friends of Israel) sem sögðu í yfirlýsingu sinni: „Lalela Mswane er raunverulegur málsvari þeirra milljóna Suður-Afríkubúa sem styðja hana og fagna árangri hennar. Við tökum ofan hattinn fyrir Ungfrú Suður-Afríku og þriðja efsta keppanda Miss Universe fyrir að standa sterk og þrautseig frammi fyrir hatrinu.“ Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.africaninsider.com/arts-and-leisure/south-africa-pulls-plug-on-miss-universe-contender-over-palestine/ [2] https://www.thesouthafrican.com/news/breaking-miss-south-africa-lalela-mswane-death-threats/ [3] https://thjodmal.is/2021/10/05/er-adskilnadarstefna-vid-lydi-i-israel/
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun