Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2021 09:57 Fyrsti Bandaríkjamaðurinn er talinn hafa dáið vegna ómíkron í gær. Þar var um að ræða óbólusettan mann frá Texas. AP/Marta Lavandier 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. Hlutfallið er hærra í sumum héruðum Bandaríkjanna. Í New York er það til að mynda talið níutíu prósent eða jafnvel hærra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þann 1. desember var hlutfallið eitt prósent í Bandaríkjunum. Fréttaveitan hefur eftir Dr. Rochelle Walensky, yfirmanni CDC, að þessi vöxtur afbrigðisins í Bandaríkjunum endurspegli reynsluna í öðrum löndum. Þetta sé alvarlegt en komi ekki á óvart. Fyrsti Bandaríkjamaðurinn er talinn hafa dáið vegna ómíkron í gær. Þar var um að ræða óbólusettan mann frá Texas. Frá því afbrigðið greindist í Suður-Afríku í síðasta mánuðu hefur það stungið upp kollinum í um níutíu ríkjum. Vísbendingar eru um að afbrigðið valdi vægari veikindum en delta-afbrigðið sem hefur verið ráðandi undanfarna mánuði. Þá er algengt að bólusett fólk og þeir sem hafi smitast áður smitist en það fólk er þó talið betur statt gagnvart alvarlegum veikindum en óbólusettir. Sjá einnig: WHO hvetur fólk um allan heim til að aflýsa eða fresta jólaboðum Víða hefur verið gripið til samkomutakmarkana í heiminum á undanförnum dögum. Reuters fréttaveitan segir ráðamenn um allan heim á tánum vegna útbreiðslu ómíkron og þeirra áhrifa sem afbrigðið geti haft á hagkerfi heimsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hlutfallið er hærra í sumum héruðum Bandaríkjanna. Í New York er það til að mynda talið níutíu prósent eða jafnvel hærra, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þann 1. desember var hlutfallið eitt prósent í Bandaríkjunum. Fréttaveitan hefur eftir Dr. Rochelle Walensky, yfirmanni CDC, að þessi vöxtur afbrigðisins í Bandaríkjunum endurspegli reynsluna í öðrum löndum. Þetta sé alvarlegt en komi ekki á óvart. Fyrsti Bandaríkjamaðurinn er talinn hafa dáið vegna ómíkron í gær. Þar var um að ræða óbólusettan mann frá Texas. Frá því afbrigðið greindist í Suður-Afríku í síðasta mánuðu hefur það stungið upp kollinum í um níutíu ríkjum. Vísbendingar eru um að afbrigðið valdi vægari veikindum en delta-afbrigðið sem hefur verið ráðandi undanfarna mánuði. Þá er algengt að bólusett fólk og þeir sem hafi smitast áður smitist en það fólk er þó talið betur statt gagnvart alvarlegum veikindum en óbólusettir. Sjá einnig: WHO hvetur fólk um allan heim til að aflýsa eða fresta jólaboðum Víða hefur verið gripið til samkomutakmarkana í heiminum á undanförnum dögum. Reuters fréttaveitan segir ráðamenn um allan heim á tánum vegna útbreiðslu ómíkron og þeirra áhrifa sem afbrigðið geti haft á hagkerfi heimsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira