Sóttvarnabrot og ofbeldi gegn lögreglu á Þorláksmessu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 07:21 Nóttin virðist hafa verið annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í að minnsta kosti tvö útköll í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur lék á um sóttvarnabrot. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna við umferðareftirlit lögreglu. Afskipti voru höfð af veitingastað klukkan hálf tólf í miðborginni í gærkvöldi vegna brota á sóttvarnarlögum. Átján gestir voru á staðnum með drykk í hönd þegar lögreglu bar að garði en samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum ber öllum gestum að yfirgefa veitingastaði klukkan 22. Ekið var aftan á bifreið skömmu fyrir klukkan 18 í gær en ökumaðurinn reyndi að stinga af í kjölfarið. Sá sem ekið var aftan á slasaðist lítillega en honum tókst að elta ökumanninn og gera lögreglu viðvart. Lögregla komst fljótlega á sporið og tókst að hafa uppi á ökumanninum. Málið er í rannsókn. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum rétt eftir miðnætti í nótt en hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn er grunaður um sóttvarnabrot og í dagbók lögreglu segir að maðurinn liggi einnig undir grun fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Annar var handtekinn fyrir sambærilegt athæfi í Vesturbænum rétt eftir miðnætti en sá neitaði að hlíta fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Lögregla var með umferðareftirlit á Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur en þrjátíu og fimm bifreiðar voru stöðvaðar við eftirlitið. Tveimur ökumönnum var gert að hætta akstri, grunaðir um ölvun undir stýri. Lögregla stöðvaði þar að auki nokkra ökumenn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu sem ýmist voru sviptir ökuréttindum, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og í einhverjum tilfellum hvort tveggja. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Afskipti voru höfð af veitingastað klukkan hálf tólf í miðborginni í gærkvöldi vegna brota á sóttvarnarlögum. Átján gestir voru á staðnum með drykk í hönd þegar lögreglu bar að garði en samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum ber öllum gestum að yfirgefa veitingastaði klukkan 22. Ekið var aftan á bifreið skömmu fyrir klukkan 18 í gær en ökumaðurinn reyndi að stinga af í kjölfarið. Sá sem ekið var aftan á slasaðist lítillega en honum tókst að elta ökumanninn og gera lögreglu viðvart. Lögregla komst fljótlega á sporið og tókst að hafa uppi á ökumanninum. Málið er í rannsókn. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum rétt eftir miðnætti í nótt en hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn er grunaður um sóttvarnabrot og í dagbók lögreglu segir að maðurinn liggi einnig undir grun fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Annar var handtekinn fyrir sambærilegt athæfi í Vesturbænum rétt eftir miðnætti en sá neitaði að hlíta fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Lögregla var með umferðareftirlit á Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur en þrjátíu og fimm bifreiðar voru stöðvaðar við eftirlitið. Tveimur ökumönnum var gert að hætta akstri, grunaðir um ölvun undir stýri. Lögregla stöðvaði þar að auki nokkra ökumenn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu sem ýmist voru sviptir ökuréttindum, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og í einhverjum tilfellum hvort tveggja.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira