Aðfangadagur: Hvar er opið og hversu lengi? Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 09:14 Landsmenn þurfa eigi að örvænta og enn er hægt að komast í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm „Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum á landinu . Opið er í verslunarmiðstöðvum Smáralindar og Kringlunnar frá klukkan 10 til 13 en í Miðborginni verður opið í flestum verslunum frá klukkan 10 til 12 en sumir verslunareigendur hafa opið lengur. Sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en þar er opið til klukkan 12. Þeir sem eru á síðasta snúning hafa því nægan tíma til stefnu. Vanti hráefni í eldamennskuna eða baksturinn þarf eigi að örvænta enda er opið í fjölmörgum verslunum víðsvegar á landinu í dag. Í Fjarðarkaupum er opið frá 9 til 12:30 og Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá klukkan 10-14. Þá verður opið í verslunum Krónunnar til klukkan 15 í dag. Í Hagkaupum er opið til kl. 14, það er að segja í Smáralind og í Kringlunni, en í öðrum verslunum Hagkaupa er opið til klukkan 16. Vesturbæingar eru einnig í góðum málum en opið er í Melabúðinni frá klukkan 9 til 14 í dag. Verslunin Rangá í Skipasundi toppar Melabúðina en þar verður opið til klukkan 15 í dag. Þá eru langflestar verslanir Krambúðarinnar opnar til klukkan 16 að frátöldum verslunum Krambúðarinnar á Flúðum, Hólmavík, Laugarvatni og Reykjahlíð. Enn er hægt að komast í Nettó en allar verslanir keðjunnar eru opnar til klukkan 14 í dag. Þá er opið til klukkan 16 í dag í öllum verslunum Extra. Höfuðborgarbúar komast í sund fram að hádegi en opið er í flestum sundlaugum Reykjavíkur til klukkan 13 í dag. Íbúar á Seltjarnarnesi komast einnig í sund en opið er í Sundlaug Seltjarnarness til klukkan 12. Á Álftanesi og í Keflavík er opið til 11 og í Klébergslaug er opið til 13. Hér má sjá nánari opnunartíma sundlauga landsins. Almenningssamgöngur leggjast alls ekki af en strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag. Á morgun, jóladag, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun og það sama gildir um annan í jólum. Þeir sem drekka rauðvín, eða annað áfengi yfir hátíðarnar, komast enn í ríkið en opið er í ÁTVR frá klukkan 9-13 í dag. Lokað verður á jóladag og annan í jólum og er því naumur tími til stefnu. Jól Verslun Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum á landinu . Opið er í verslunarmiðstöðvum Smáralindar og Kringlunnar frá klukkan 10 til 13 en í Miðborginni verður opið í flestum verslunum frá klukkan 10 til 12 en sumir verslunareigendur hafa opið lengur. Sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en þar er opið til klukkan 12. Þeir sem eru á síðasta snúning hafa því nægan tíma til stefnu. Vanti hráefni í eldamennskuna eða baksturinn þarf eigi að örvænta enda er opið í fjölmörgum verslunum víðsvegar á landinu í dag. Í Fjarðarkaupum er opið frá 9 til 12:30 og Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá klukkan 10-14. Þá verður opið í verslunum Krónunnar til klukkan 15 í dag. Í Hagkaupum er opið til kl. 14, það er að segja í Smáralind og í Kringlunni, en í öðrum verslunum Hagkaupa er opið til klukkan 16. Vesturbæingar eru einnig í góðum málum en opið er í Melabúðinni frá klukkan 9 til 14 í dag. Verslunin Rangá í Skipasundi toppar Melabúðina en þar verður opið til klukkan 15 í dag. Þá eru langflestar verslanir Krambúðarinnar opnar til klukkan 16 að frátöldum verslunum Krambúðarinnar á Flúðum, Hólmavík, Laugarvatni og Reykjahlíð. Enn er hægt að komast í Nettó en allar verslanir keðjunnar eru opnar til klukkan 14 í dag. Þá er opið til klukkan 16 í dag í öllum verslunum Extra. Höfuðborgarbúar komast í sund fram að hádegi en opið er í flestum sundlaugum Reykjavíkur til klukkan 13 í dag. Íbúar á Seltjarnarnesi komast einnig í sund en opið er í Sundlaug Seltjarnarness til klukkan 12. Á Álftanesi og í Keflavík er opið til 11 og í Klébergslaug er opið til 13. Hér má sjá nánari opnunartíma sundlauga landsins. Almenningssamgöngur leggjast alls ekki af en strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag. Á morgun, jóladag, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun og það sama gildir um annan í jólum. Þeir sem drekka rauðvín, eða annað áfengi yfir hátíðarnar, komast enn í ríkið en opið er í ÁTVR frá klukkan 9-13 í dag. Lokað verður á jóladag og annan í jólum og er því naumur tími til stefnu.
Jól Verslun Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira