Sérfræðingar efast um ágæti nýrra leiðbeininga CDC um styttri einangrun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2021 08:19 Sérfræðingar draga í efa að styttri einangrunatími muni gera það að verkum að fleiri fara að reglum um einangrun. Þá benda þeir á að fjöldi virði grímuskylduna að vettugi. epa/Justin Lane Sérfræðingar í Bandaríkjunum eru misánægðir með ný fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um styttingu einangrunartímabilsins í kjölfar Covid-greiningar. Þeir segja skilaboð yfirvalda óskýr og illa ígrunduð. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur ákveðið að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. New York Times hefur rætt við fjölda sérfræðinga, sem óttast að nýju fyrirmælin séu byggð á ótraustum forsendum og að þau muni verða til þess að fjöldi einstaklinga fari út í samfélagið á meðan þeir eru ennþá smitandi. „Fyrir mér þá virðist þetta hreinskilningslega sagt meira snúast um efnahagslegar forsendur en vísindi,“ segir Yonatan Grand, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum við Harvard. Hann og fleiri sögðu að svo virtist sem markmiðið væri öðrum þræði að tryggja mönnun framlínustarfa. Vísindamenn gagnrýna meðal annars þá ákvörðun CDC að krefjast ekki hraðprófs áður en fólk lætur af einangrun. Segja þeir hraðprófin einn besta mælikvarðann á það hvort fólk sé enn smitandi en ástæða þess að ekki sé gerð krafa um neikvætt hraðpróf sé líklega takmarkað aðgengi að prófunum víða í Bandaríkjunum. Varhugavert að nota gögn um delta fyrir ómíkron CDC hefur beðið fólk um að bera grímu í fimm daga eftir að það lætur af einangrun en þetta segja vísindamenn óraunhæfa lausn til að sporna við útbreiðslu. Ómíkron afbrigðið, sem er nú að verða allsráðandi, sé mun meira smitandi en delta og áhrifaríkustu grímurnar, N95, séu jafn ófáanlegar og hraðprófin. Sérfræðingarnir gagnrýna raunar að verið sé að taka ákvörðun um styttri einangrunartíma sem byggir á gögnum sem safnað var á meðan delta fór um samfélagið. „Ég myndi gjalda varhug við því að færa gögn um delta yfir á ómíkron,“ segir Stephen Goldstein, veirufræðingur við University of Utah. „Ég held að þetta muni gera illt verra og jafnvel hraða þróun faraldursins,“ segir hann. Einkenni ómíkron birtist fyrr NY Times hefur eftir ónæmisfræðingum að ábendingar séu uppi um að einstaklingar með ómíkron séu að sýna einkenni fyrr en þeir sem hefðu greinst með delta. Þetta hefði verulega þýðingu, þar sem fólk yrði fyrr vart við að það væri veikt og færi fyrr í skimun. Þannig hæfist einangrun fyrr í veikindunum en áður og endaði þá sömuleiðis fyrr. Læknar sem miðillinn ræddi við sögðu skilaboð yfirvalda ruglingsleg; þannig væri óljóst hvað átt væri við að fólk gæti látið af einangrun þegar einkennum væri að létta. Í mörgum tilvikum væru einkennin mjög mismikil bara á einum degi; þér gæti liðið illa eina stundina og betur aðra en versnað svo aftur. „Leiðbeiningarnar eru miklu ruglingslegri heldur en þær geta og ættu að vera,“ segir Megan Ranney, sérfræðingur í bráðalækningum við Brown University. „Þetta ætti fyrst og fremst að eiga við fólk sem er einkennalaust. Ef þú ert með einkenni þá áttu ekki að vera á meðal fólks.“ Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur ákveðið að mæla með því að einangrun Covid-greindra sé stytt úr tíu dögum í fimm, að því gefnu að lítil eða engin einkenni séu til staðar. New York Times hefur rætt við fjölda sérfræðinga, sem óttast að nýju fyrirmælin séu byggð á ótraustum forsendum og að þau muni verða til þess að fjöldi einstaklinga fari út í samfélagið á meðan þeir eru ennþá smitandi. „Fyrir mér þá virðist þetta hreinskilningslega sagt meira snúast um efnahagslegar forsendur en vísindi,“ segir Yonatan Grand, prófessor í ónæmis- og smitsjúkdómafræðum við Harvard. Hann og fleiri sögðu að svo virtist sem markmiðið væri öðrum þræði að tryggja mönnun framlínustarfa. Vísindamenn gagnrýna meðal annars þá ákvörðun CDC að krefjast ekki hraðprófs áður en fólk lætur af einangrun. Segja þeir hraðprófin einn besta mælikvarðann á það hvort fólk sé enn smitandi en ástæða þess að ekki sé gerð krafa um neikvætt hraðpróf sé líklega takmarkað aðgengi að prófunum víða í Bandaríkjunum. Varhugavert að nota gögn um delta fyrir ómíkron CDC hefur beðið fólk um að bera grímu í fimm daga eftir að það lætur af einangrun en þetta segja vísindamenn óraunhæfa lausn til að sporna við útbreiðslu. Ómíkron afbrigðið, sem er nú að verða allsráðandi, sé mun meira smitandi en delta og áhrifaríkustu grímurnar, N95, séu jafn ófáanlegar og hraðprófin. Sérfræðingarnir gagnrýna raunar að verið sé að taka ákvörðun um styttri einangrunartíma sem byggir á gögnum sem safnað var á meðan delta fór um samfélagið. „Ég myndi gjalda varhug við því að færa gögn um delta yfir á ómíkron,“ segir Stephen Goldstein, veirufræðingur við University of Utah. „Ég held að þetta muni gera illt verra og jafnvel hraða þróun faraldursins,“ segir hann. Einkenni ómíkron birtist fyrr NY Times hefur eftir ónæmisfræðingum að ábendingar séu uppi um að einstaklingar með ómíkron séu að sýna einkenni fyrr en þeir sem hefðu greinst með delta. Þetta hefði verulega þýðingu, þar sem fólk yrði fyrr vart við að það væri veikt og færi fyrr í skimun. Þannig hæfist einangrun fyrr í veikindunum en áður og endaði þá sömuleiðis fyrr. Læknar sem miðillinn ræddi við sögðu skilaboð yfirvalda ruglingsleg; þannig væri óljóst hvað átt væri við að fólk gæti látið af einangrun þegar einkennum væri að létta. Í mörgum tilvikum væru einkennin mjög mismikil bara á einum degi; þér gæti liðið illa eina stundina og betur aðra en versnað svo aftur. „Leiðbeiningarnar eru miklu ruglingslegri heldur en þær geta og ættu að vera,“ segir Megan Ranney, sérfræðingur í bráðalækningum við Brown University. „Þetta ætti fyrst og fremst að eiga við fólk sem er einkennalaust. Ef þú ert með einkenni þá áttu ekki að vera á meðal fólks.“ Ítarlega umfjöllun New York Times má finna hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira