Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2021 16:32 Sölvi Tryggvason hvarf algerlega úr sviðsljósinu þetta árið eða allt frá því í maímánuði. Hann ætlar að hefja hlaðvarpsþáttagerð sína á ný á árinu 2022. Eldri þættir hans eru aðgengilegir og áður óbirt viðtöl, sem hann tók í vor, eru og hafa verið að birtast. vísir Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Sölvi ætlar að birta sjö eða átta áður óbirta þætti sem hann var búinn að taka upp í vor áður en hann dró sig alfarið í hlé. Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi nötrað þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Þau mál eru enn til umfjöllunar hjá lögreglu en skömmu áður en ásakanirnar komu fram birtist Sölvi í sínum eigin þætti, ásamt lögmanni sínum Sögu Ýr Jónsdóttur, og ræddi ýmsar sögusagnir sem höfðu þá gengið um sig. Sá þáttur birtist í upphafi maímánaðar á þessu ári. Seinna komu ásakanirnar fram og þá dró Sölvi sig alfarið í hlé. Og það sem meira er, þá tók hann alla þættina sem áður höfðu verið í birtingu, niður. Þeir hafa nú verið að birtast aftur hver af öðrum og eru nú allir aðgengilegir. Hannes, Bogi, Hermann og Krummi meðal gesta Sölvi hefur opnað sérstaka síðu helgaða hlaðvarpsgerð sinni en þar býðst fólki að gerast áskrifendur fyrir tæpar þúsund krónur á mánuði. „Með því að gerast áskrifandi að Podcast með Sölva Tryggva færð þú aðgang að meira en 100 eldri þáttum, alls kyns aukaefni og 3-4 nýjum þáttum í hverjum mánuði. Um leið ert þú að hjálpa okkur að halda áfram þeirri vegferð að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna og geta boðið uppá innihaldsríkar og djúpar samræður með áhugaverðum einstaklingum í hverri viku,“ segir á síðunni. Þá er tilgreint að í hverjum mánuði verði dregnir út heppnir áskrifendur sem þá fá veglega vinninga. Verð aðeins 990 krónur í mánuði. Samkvæmt heimildum Vísis munu væntanlegir gestir Sölva meðal annarra verða þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus, Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Bogi Ágústsson fréttamaður. Samfélagsmiðlar MeToo Mál Sölva Tryggvasonar Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Sölvi ætlar að birta sjö eða átta áður óbirta þætti sem hann var búinn að taka upp í vor áður en hann dró sig alfarið í hlé. Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi nötrað þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Þau mál eru enn til umfjöllunar hjá lögreglu en skömmu áður en ásakanirnar komu fram birtist Sölvi í sínum eigin þætti, ásamt lögmanni sínum Sögu Ýr Jónsdóttur, og ræddi ýmsar sögusagnir sem höfðu þá gengið um sig. Sá þáttur birtist í upphafi maímánaðar á þessu ári. Seinna komu ásakanirnar fram og þá dró Sölvi sig alfarið í hlé. Og það sem meira er, þá tók hann alla þættina sem áður höfðu verið í birtingu, niður. Þeir hafa nú verið að birtast aftur hver af öðrum og eru nú allir aðgengilegir. Hannes, Bogi, Hermann og Krummi meðal gesta Sölvi hefur opnað sérstaka síðu helgaða hlaðvarpsgerð sinni en þar býðst fólki að gerast áskrifendur fyrir tæpar þúsund krónur á mánuði. „Með því að gerast áskrifandi að Podcast með Sölva Tryggva færð þú aðgang að meira en 100 eldri þáttum, alls kyns aukaefni og 3-4 nýjum þáttum í hverjum mánuði. Um leið ert þú að hjálpa okkur að halda áfram þeirri vegferð að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna og geta boðið uppá innihaldsríkar og djúpar samræður með áhugaverðum einstaklingum í hverri viku,“ segir á síðunni. Þá er tilgreint að í hverjum mánuði verði dregnir út heppnir áskrifendur sem þá fá veglega vinninga. Verð aðeins 990 krónur í mánuði. Samkvæmt heimildum Vísis munu væntanlegir gestir Sölva meðal annarra verða þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus, Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Bogi Ágústsson fréttamaður.
Samfélagsmiðlar MeToo Mál Sölva Tryggvasonar Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11
Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21