Reykjavíkurborg hafi byggt ákvörðun á röngum upplýsingum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. desember 2021 18:24 Tilboð Vörðubergs var lægst, að fjárhæð 92.452.054 krónur en Reykjavíkurborg tók næstlægsta tilboðinu sem hljóðaði upp á 136.803.337 krónur. Vísir/Vilhelm Kærunefnd úrskurðaði nýlega að Reykjavíkurborg bæri að greiða fyrirtækinu Vörðubergi skaðabætur eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í gangstéttaviðgerðir borgarinnar. Reykjavíkurborg byggði ákvörðunina á því að meintur eigandi fyrirtækisins hafi áður verið dæmdur fyrir skattsvik. Reykjavíkurborg auglýsti eftir tilboðum í gangstéttaviðgerðir í apríl á þessu ári. Fyrirtækið Vörðuberg gerði tilboð upp á 92,5 milljónir sem var langlægsta tilboðið sem barst. Borgin ákvað þó ákvað að sniðganga tilboð fyrirtækisins á þeim grundvelli að meintur eigandi hafi áður hlotið dóm fyrir skattsvik. Reykjavíkurborg ákvað því að taka öðru tilboði sem var tæpum fjörutíu milljónum króna hærra en tilboð Vörðubergs. Reykjavíkurborg bar fyrir sig að höfnun borginnar á tilboðinu mætti rekja til skattlagabrota þáverandi eiganda Vörðubergs. Borginni hafi því verið skylt samkvæmt lögum um opinber innkaup að útiloka fyrirtækið frá útboðinu og hafna tilboðinu. Borgin byggt ákvörðunina á röngum forsendum Vörðuberg bar hins vegar fyrir sig að þegar útboðið fór fram hafi eigandinn, sem dæmdur hafði verið fyrir skattsvik, verið búinn að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Samkvæmt því hafi forsenda Reykjavíkurborgar fyrir höfnun tilboðs fyrirtækisins verið röng. Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að verktakinn hafi ekki lengur verið eigandi fyrirtækisins þegar útboðið fór fram en hann hafði selt hlut sinn í fyrirtækinu um fimm mánuðum áður en Vörðuberg gerði tilboð í gangstéttaviðgerðirnar. Ákvörðun Reykjavíkurborgar hafi því verið reist á röngum upplýsingum um eignarhald. Kærunefndin komst enn fremur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg bæri að greiða Vörðubergi skaðabætur og 700.000 krónur í málskostnað. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Reykjavíkurborg auglýsti eftir tilboðum í gangstéttaviðgerðir í apríl á þessu ári. Fyrirtækið Vörðuberg gerði tilboð upp á 92,5 milljónir sem var langlægsta tilboðið sem barst. Borgin ákvað þó ákvað að sniðganga tilboð fyrirtækisins á þeim grundvelli að meintur eigandi hafi áður hlotið dóm fyrir skattsvik. Reykjavíkurborg ákvað því að taka öðru tilboði sem var tæpum fjörutíu milljónum króna hærra en tilboð Vörðubergs. Reykjavíkurborg bar fyrir sig að höfnun borginnar á tilboðinu mætti rekja til skattlagabrota þáverandi eiganda Vörðubergs. Borginni hafi því verið skylt samkvæmt lögum um opinber innkaup að útiloka fyrirtækið frá útboðinu og hafna tilboðinu. Borgin byggt ákvörðunina á röngum forsendum Vörðuberg bar hins vegar fyrir sig að þegar útboðið fór fram hafi eigandinn, sem dæmdur hafði verið fyrir skattsvik, verið búinn að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Samkvæmt því hafi forsenda Reykjavíkurborgar fyrir höfnun tilboðs fyrirtækisins verið röng. Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að verktakinn hafi ekki lengur verið eigandi fyrirtækisins þegar útboðið fór fram en hann hafði selt hlut sinn í fyrirtækinu um fimm mánuðum áður en Vörðuberg gerði tilboð í gangstéttaviðgerðirnar. Ákvörðun Reykjavíkurborgar hafi því verið reist á röngum upplýsingum um eignarhald. Kærunefndin komst enn fremur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg bæri að greiða Vörðubergi skaðabætur og 700.000 krónur í málskostnað. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira