240 milljónir fóru í ráðherrabílana Snorri Másson skrifar 30. desember 2021 13:01 Ráðherrabílarnir eru flottir, en ekki skattgreiðendum að kostnaðarlausu. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. Þær þekkjast úr fjarlægð lúxusbifreiðarnar tólf sem ráðherrarnir ferðast um í á hverjum degi, hver og einn með sinn einkabílstjóra. Þetta eru flestallt biksvartir og glansandi nýir jeppar frá til dæmis Audi, Mercedes Benz, Toyota og Volvo. En uppihald þessara mikilvægu innviða kostar sitt. Samkvæmt svari frá Umbra - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem annast alla akstursþjónustu fyrir ráðherra - jókst kostnaðurinn við rekstur bifreiðanna á milli áranna 2020 og 2021. Ríkissjóður greiddi 239 milljónir fyrir laun, rekstur og afskriftir í málaflokknum á árinu 2021 en aðeins 232 milljónir árið 2020. Í ár eru innifaldar í heildarkostnaðinum 27 milljónir króna fyrir þrjá nýja rafmagnsjeppa af gerðinni Audi eTron 55, sem keyptir voru í samræmi við niðurstöðu útboðs á vegum Ríkiskaupa. Á nýhöfnu kjörtímabili fer fjöldi ráðherra úr ellefu í tólf, sem getur þýtt að bílstjóra í viðbót þurfi við. Samkvæmt þessum útreikningi myndi slík ráðstöfun útheimta um 20 milljónir í útgjöld á ári hverju. Ekki aðeins mun nýtt ráðuneyti því líklega kosta um 200 milljónir í rekstri árlega, heldur gætu þessar 20 milljónir í aksturskostnað bæst við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þær þekkjast úr fjarlægð lúxusbifreiðarnar tólf sem ráðherrarnir ferðast um í á hverjum degi, hver og einn með sinn einkabílstjóra. Þetta eru flestallt biksvartir og glansandi nýir jeppar frá til dæmis Audi, Mercedes Benz, Toyota og Volvo. En uppihald þessara mikilvægu innviða kostar sitt. Samkvæmt svari frá Umbra - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem annast alla akstursþjónustu fyrir ráðherra - jókst kostnaðurinn við rekstur bifreiðanna á milli áranna 2020 og 2021. Ríkissjóður greiddi 239 milljónir fyrir laun, rekstur og afskriftir í málaflokknum á árinu 2021 en aðeins 232 milljónir árið 2020. Í ár eru innifaldar í heildarkostnaðinum 27 milljónir króna fyrir þrjá nýja rafmagnsjeppa af gerðinni Audi eTron 55, sem keyptir voru í samræmi við niðurstöðu útboðs á vegum Ríkiskaupa. Á nýhöfnu kjörtímabili fer fjöldi ráðherra úr ellefu í tólf, sem getur þýtt að bílstjóra í viðbót þurfi við. Samkvæmt þessum útreikningi myndi slík ráðstöfun útheimta um 20 milljónir í útgjöld á ári hverju. Ekki aðeins mun nýtt ráðuneyti því líklega kosta um 200 milljónir í rekstri árlega, heldur gætu þessar 20 milljónir í aksturskostnað bæst við.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22