Botnlið Norwich fór fram á frestunina við forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar og fengu hana í gegn sökum fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan liðsins.
The club can confirm that our scheduled game against Leicester City (Saturday, January 1) has been postponed following a decision from the Premier League board. ⬇️#NCFC | #LEINOR
— Norwich City FC (@NorwichCityFC) December 30, 2021
Leikur Leicester og Norwich er þá sautjándi leikurinn sem hefur verið frestað á síðustu dögum og vikum af völdum kórónuveirufaraldrusins.
Eins og áður segir situr Norwich á botni ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig eftir 19 leiki, en liðið hefur tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum og er án sigurs í seinustu sjö.
Leicester situr hins vegar í níunda sæti með 25 stig eftir 18 leiki. Jólatörnin hefur verið sérstök hjá liðinu, en Leicester tapaði 6-3 gegn Englandsmeisturum Manchester City á öðrum degi jóla, áður en liðið vann 1-0 sigur gegn Liverpool tveimur dögum síðar.