„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 07:19 Eldur kom upp í sinu við Úlfarsfell. Axel Már Arnarsson „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. Hann segir að frá því um kvöldmatarleytið í gær hafi slökkvilið farið í um sjötíu útköll á slökkvibílum og í um áttatíu sjúkraflutninga. „Við vorum að fara í allt mögulegt. Það kom upp eldur í tveimur húsum – í Kópavogi og Grafarvogi. Það voru gróðureldar hér og þar. Meðal annars kom upp eldur í sinu fyrir ofan Bauhaus í Úlfarsárdal og annar fyrir neðan Korpúlfsstaði. Svo var tilkynnt um eld í ruslatunnum, póstkössum og fleiru. Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli.“ Upp úr miðnætti biðlaði varðstjóri hjá slökkviliði til almennings að hætta að skjóta upp flugeldum vegna allra þeirra elda sem voru að kvikna á víð og dreif um alla borg. Í samtali við fréttastofu lýsti hann ástandinu sem „skelfilegu“. „Þetta voru stórir gróðureldar sumir hverjir. Það kviknaði í lúpínubreiðum [í Grafarvogi] og þetta var bara hörkumikið bál og erfitt að eiga við. Þetta var ekki bara í Reykjavík heldur veit ég að Akranes var í hörkueldum og Selfyssingarnir voru líka,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Áramót Gróðureldar á Íslandi Flugeldar Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. 1. janúar 2022 00:28 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Hann segir að frá því um kvöldmatarleytið í gær hafi slökkvilið farið í um sjötíu útköll á slökkvibílum og í um áttatíu sjúkraflutninga. „Við vorum að fara í allt mögulegt. Það kom upp eldur í tveimur húsum – í Kópavogi og Grafarvogi. Það voru gróðureldar hér og þar. Meðal annars kom upp eldur í sinu fyrir ofan Bauhaus í Úlfarsárdal og annar fyrir neðan Korpúlfsstaði. Svo var tilkynnt um eld í ruslatunnum, póstkössum og fleiru. Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli.“ Upp úr miðnætti biðlaði varðstjóri hjá slökkviliði til almennings að hætta að skjóta upp flugeldum vegna allra þeirra elda sem voru að kvikna á víð og dreif um alla borg. Í samtali við fréttastofu lýsti hann ástandinu sem „skelfilegu“. „Þetta voru stórir gróðureldar sumir hverjir. Það kviknaði í lúpínubreiðum [í Grafarvogi] og þetta var bara hörkumikið bál og erfitt að eiga við. Þetta var ekki bara í Reykjavík heldur veit ég að Akranes var í hörkueldum og Selfyssingarnir voru líka,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Áramót Gróðureldar á Íslandi Flugeldar Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. 1. janúar 2022 00:28 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. 1. janúar 2022 00:28