Samkvæmt frétt TMZ gerðist það þegar Derulo mætti mönnunum í rúllustiga á ARIA-hótelinu.
Tónlistarmaðurinn er sagður hafa slegið manninn í gólfið og seinna réðst hann á annan mann sem kallaði hann einnig Usher. Hluti átakanna náðist á myndband.
Sky News hefur eftir lögreglunni í Las Vegas að Derulo hafi ekki verið handtekinn þó hann hafi verið handjárnaður og að mennirnir sem hann slóst við ætli sér ekki að kæra. Tónlistarmanninum var þó gert að yfirgefa hótelið.
Mennirnir sem hann réðst á hlutu sár á andliti en þurftu ekki á sjúkrahús.