Toyota kynnir GR86 með FasterClass herferðinni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. janúar 2022 07:00 Toyota GR86. Toyota hefur kynnt alheims auglýsingaherferð fyrir GR86 sport bílinn. Toyota vill með herferðinni halda áfram metsölu sinni. Toyota varð í fyrra fyrsti framleiðandinn til að selja meira en General Motors í Bandaríkjunum í næstum heila öld. Markmiðið er að halda gjöfinni í gólfinu og setja af stað FasterClass herferðina sem hófst á þriðjudag. Herferðin byggir á því að GR86 sé smíðaður „af áhugafólki fyrir áhugafólk“ eða á ensku „by enthusiasts for enthusiasts“. FasterClass er hugarsmíði þriggja auglýsingastofa sem koma að verkefninu. Ein þeirra, Saatchi & Saatchi gerði stutt myndbönd með drift kappakstursfólki af heimsmælikvarða. Þar á meðal Stephan Papadakis og Fredric Aasbø. „Við vitum að áhugafólk er alltaf að leita að leit til að bæta akstursfærni sína og vill að bíllinn gæti kallað fram það besta í sér, eins og hinn kappakstursklári nýi GR86,“ sagði Matt Davis listrænn stjórnandi hjá Saatchi & Saatchi. Hér má sjá myndband frá Saatchi & Saatchi: Önnur stofa sem vann að FasterClass, Conill Advertising lagði áherslu á getu GR86 til að virka vel og vera mjúkur í akstri á þéttsetnum götum. Þriðja stofan nýtti sér japanskan bakgrunn Toyota og stillti upp markaðsefni með Anime og manga þema. Hér má sjá myndband frá Toyota um GR86: „Heimurinn er stöðugt að verða sjálfvirkari, það er því mikilvægara en nokkru sinni að fagna því að við eigum sögu í smíðum bíla sem er gaman að keyra og eru á sanngjörnu verði. Okkur finnst tíminn réttur núna til að kynna þessa herferð fyrir hinn nýja Toyota GR86 og það kveikir í áhugafólki sem tekur eftir auglýsingunum,“ sagði Lisa Materazzo leiðtogi í markaðsteymi Toyota í Norður Ameríku. Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent
Herferðin byggir á því að GR86 sé smíðaður „af áhugafólki fyrir áhugafólk“ eða á ensku „by enthusiasts for enthusiasts“. FasterClass er hugarsmíði þriggja auglýsingastofa sem koma að verkefninu. Ein þeirra, Saatchi & Saatchi gerði stutt myndbönd með drift kappakstursfólki af heimsmælikvarða. Þar á meðal Stephan Papadakis og Fredric Aasbø. „Við vitum að áhugafólk er alltaf að leita að leit til að bæta akstursfærni sína og vill að bíllinn gæti kallað fram það besta í sér, eins og hinn kappakstursklári nýi GR86,“ sagði Matt Davis listrænn stjórnandi hjá Saatchi & Saatchi. Hér má sjá myndband frá Saatchi & Saatchi: Önnur stofa sem vann að FasterClass, Conill Advertising lagði áherslu á getu GR86 til að virka vel og vera mjúkur í akstri á þéttsetnum götum. Þriðja stofan nýtti sér japanskan bakgrunn Toyota og stillti upp markaðsefni með Anime og manga þema. Hér má sjá myndband frá Toyota um GR86: „Heimurinn er stöðugt að verða sjálfvirkari, það er því mikilvægara en nokkru sinni að fagna því að við eigum sögu í smíðum bíla sem er gaman að keyra og eru á sanngjörnu verði. Okkur finnst tíminn réttur núna til að kynna þessa herferð fyrir hinn nýja Toyota GR86 og það kveikir í áhugafólki sem tekur eftir auglýsingunum,“ sagði Lisa Materazzo leiðtogi í markaðsteymi Toyota í Norður Ameríku.
Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent