Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 91-81 Breiðablik | Fjölniskonur lyftu sér á toppinn Atli Arason skrifar 9. janúar 2022 21:55 Fjölnir Njarðvík Subway deild kvenna í Körfubolta KKÍ 2021-22 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fjölniskonur lyftu sér á topp Subway-deildar kvenna með tíu stiga sigri gegn botnliði Breiðabliks í kvöld, 91-81. Heimakonur í Fjölni byrja leikinn betur. Sanja, Aliyah og Dagný sjá til þess að Fjölnir er níu stigum yfir eftir rúmar tvær mínútur í stöðunni 12-3. Breiðablik nær þá áhlaupi og skorar 12 stig gegn aðeins tveimur stigum Fjölnis og gestirnir ná því forystu í fyrsta og eina skiptið í leiknum í stöðunni 14-15. Heimakonur klára fyrsta fjórðungin mun betur en þær vinna leikhlutan með 11 stigum, 33-22. Blikar byrja annan leikhluta betur og ná að minnka muninn niður í fimm stig með fyrstu sex stigum leikhlutans, 33-28. Þá, eins og áður og síðar í leiknum þá svara Fjölniskonur áhlaupi Breiðabliks með sínu eigin áhlaupi. Heimakonur ná 13 stiga forystu um miðbik annars leikhluta í stöðunni 44-31. Blikar laga stöðuna örlítið það sem eftir lifði af leikhlutanum sem gestirnir unnu þó, 13-15. Staðan í hálfleik var því 46-37. Þessi 46 stig Fjölnis dreifðust þó einungis á þrjá leikmenn, Sönju Orozovic, Aliyah Mazyck og Dagný Lísu Davíðsdóttur Þriðji leikhluti var jafn framan af þar sem bæði lið virtust skiptast á því að koma með áhlaup. Fjölnir var þó alltaf með yfirhöndina en mest náðu þær að koma stiga mismuninum upp í 14 stig og minnst fór munurinn niður í 7 stig. Staðan fyrir loka leikhlutan var að endingu 68-59. Síðasti fjórðungurinn var svo alvöru fjör fyrir þá hlutlausu. Fjölniskonur virtust ætla að sigla sigrinum þægilega heim því þær voru komnar með 12 stiga forystu þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðasta fjórðungnum, 80-68. Næstu rúmar fjórar mínútur skoruðu þær þó einungis tvö stig á meðan Blikar gengu á lagið og skoruðu 13 stig. Því varð leikurinn allt í einu orðinn hörku spennandi og jafn þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og staðan 82-81. Blikar fóru þó afar illa af ráði sínu það sem eftir lifði leiks. Breiðablik gaf frá sér klaufalegar villur sem sendi Fjölni á vítalínuna trekk í trekk en sex af síðustu níu stigum Fjölnis komu af vítalínunni á meðan Blikar hittu ekki ofan í körfuna á hinum enda vallarins. Fór því að Fjölnir vann leikinn með 10 stigum, 91-81. Af hverju vann Fjölnir? Fjölnis konur voru grimmari lengst af. Þær tóku fleiri fráköst á báðum endum vallarins. Það má þó skrifa að Fjölniskonur hafa verið örlítið heppnar líka, þar sem þær virtust á tímabili ætla að kasta leiknum frá sér með klaufalegum töpuðum boltum sem hleypti Breiðablik aftur inn í leikinn. Að sama skapi köstuðu Blikar mögulegri endurkomu frá sér með skrítnum villum sem sendi Fjölni á vítalínuna á mikilvægasta kaflanum í leiknum. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Mazcyk var besti leikmaður vallarins í kvöld með heil 40 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar. Alls 39 framlagspunktar hjá Mazyck. Í liði Breiðabliks endaði Isabella framlagshæst með 26 framlagspunkta. Isabella gerði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Fjölnir fer næst til Njarðvíkur í topp slag deildarinnar, í leik sem sennilega allra augu verða á. Blikar taka á sama tíma á móti Grindavík en báðir leikir fara fram þann 19. janúar. „Alvöru hætta á því að þær myndu ræna þessu af okkur“ Halldór Karl Þórsson talar við sína leikmenn.Vísir/Hulda Margrét Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, gat leyft sér að vera glaður með sigurinn, sérstaklega eftir að Blikar hótuðu að stela sigrinum undir lok leiks. „Ég er rosalega ánægður að ná sigri. Þetta var mjög erfitt og það var alvöru hætta á því að þær myndu ræna þessu af okkur undir lokin þegar það var miklu meiri kraftur í þeim. Sem betur fer stigu okkar leikmenn upp og náðu klára þetta,“ sagði Halldór í viðtali við Vísi eftir leik. Blikar náðu áhlaupi á Fjölni sem minnkaði muninn niður í 1 stig þegar rúm mínúta var eftir. „Það var meiri orka í þeim. Kaninn minn var orðin mjög þreytt og á fjórum villum, þannig hún þurfti að hvíla sig í vörninni. Við vorum búnar að leggja mjög mikið á okkur til að halda Kananum þeirra niðri en svo nær hún aðeins að springa út. Isabella var í villu vandræðum í fyrri hálfleik þannig hún var mjög erfið fyrir okkur á fullum krafti í þeim seinni, sem betur fer náðum við þessum sigri,“ svaraði Halldór, aðspurður af því hvers vegna leikurinn varð svona tæpur undir rest. Aðeins þrír leikmenn Fjölnis settu stig á töfluna í fyrri hálfleik. Halldór segir að þjálfarateymið hefði kallað eftir framlag frá fleirum en það skiptir hann þó engu máli hver skorar stigin svo lengi sem einhver gerir það. „Við kölluðum eftir því fyrir leik. Emma Sóldís, sem er einn af okkar bestu íslensku leikmönnum spilaði eiginlega ekkert í fyrri hálfleik. Við erum með þrjá leikmenn sem eru ekki að spila en yngri stelpurnar komu inn og spiluðu mjög flotta vörn og það má ekki taka það af þeim þó svo að það komu ekki mörg stig á töfluna. Þær voru að frákasta vel. Eldri og reyndari leikmenn taka meira til sín og það hrjáði okkur ekki. Ef einn leikmaður skorar 60 stig og við erum með 60 stig í hálfleik þá skiptir það engu máli hver gerir stigin. Næsti leikur Fjölnis er toppslagur gegn Njarðvík. „Ég hlakka mikið til að taka á móti Njarðvík. Þær eru búnar að vera rosalega góðar og þær eru búnar að vera með okkur í vasanum síðan við tókum þær í haust bikarnum. Þær hafa náð að stjórna leikjunum og vera með okkur inn skrúfaðar. Ég hlakka mikið til þess að sjá hvort við náum ekki að stilla liðið okkar betur saman og vonandi gera atlögu að fyrsta sætinu,“ sagði Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis. „Við erum bara ekki í góðu formi eftir jólafríið“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari BreiðabliksVÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, gat eiginlega sætt sig við tap úr þessum leik þar sem liðið hans spilaði ekki eins vel og það gæti gert. „Mér fannst við eiga ekkert skilið úr þessum leik. Þetta var slakt og andlaust og ég bjóst ekki við því að þetta yrði svona slakt. Við erum bara ekki í góðu formi eftir jólafríið.“ Þrátt fyrir lélegan leik að mati Ívars þá voru Blikar þó ekki langt frá því að ræna sigrinum undir rest. „Við hefðum alveg getað stolið leiknum og unnið hann. Við vorum sífellt að skera muninn niður í 6-7 stig en um leið og við erum búnar að minnka muninn og gera þetta að alvöru leik þá gefum við eftir einhver hraða upphlaup og þær fá auðveld sniðskot og sóknarfráköst. Það er bara andleysi og þess vegna segi ég að við eigum ekkert skilið úr þessum leik. Ef við erum ekki að leggja okkur fram og stoppa þessa hluti sem á að vera mjög auðvelt að stoppa, þá eigum við ekkert skilið.“ Þegar rúm mínúta var eftir þá fóru Isabella og Kelly, leikmenn Breiðabliks, upp í sömu frákasta baráttu við hvora aðra og Blikar misstu boltann því til Fjölnis „Þetta atvik lýsti bara leiknum okkar og það atvik súmmerar upp leikinn okkar í kvöld. Þetta var bara í anda þess sem búið var að vera.“ Strax í næstu sókn Fjölnis, þegar 44 sekúndur eru eftir þá brýtur Kelly á Sönju. Þarna var tveggja stiga munur og það var ekki upplegg þjálfarateymisins að Kelly ætti að brjóta þarna. „Þetta var bara vitleysa hjá Kelly. Auðvitað átti hún ekkert að brjóta á Sönju. Kelly var ekki að spila vel í þessum leik, hún er örugglega með fínar tölur og allt það en hún getur bara gert mikið betur. Hún var á hálfri ferð fannst mér og andlaus eitthvað,“ svaraði Ívar, aðspurður út í atvikið. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Grindavík og þrátt fyrir svekkelsið í kvöld þá horfir Ívar brattur fram á veginn. „Jákvæða við þennan leik í kvöld er að við áttum séns á því að vinna þrátt fyrir að spila illa og vera ekki í góðu standi. Það segir að ef við komum okkur í gírinn og förum að leggja okkur fram þá förum við að vinna leiki. Við þurfum að sýna það inn á velli í næsta leik,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að endingu. Subway-deild kvenna Fjölnir Breiðablik
Fjölniskonur lyftu sér á topp Subway-deildar kvenna með tíu stiga sigri gegn botnliði Breiðabliks í kvöld, 91-81. Heimakonur í Fjölni byrja leikinn betur. Sanja, Aliyah og Dagný sjá til þess að Fjölnir er níu stigum yfir eftir rúmar tvær mínútur í stöðunni 12-3. Breiðablik nær þá áhlaupi og skorar 12 stig gegn aðeins tveimur stigum Fjölnis og gestirnir ná því forystu í fyrsta og eina skiptið í leiknum í stöðunni 14-15. Heimakonur klára fyrsta fjórðungin mun betur en þær vinna leikhlutan með 11 stigum, 33-22. Blikar byrja annan leikhluta betur og ná að minnka muninn niður í fimm stig með fyrstu sex stigum leikhlutans, 33-28. Þá, eins og áður og síðar í leiknum þá svara Fjölniskonur áhlaupi Breiðabliks með sínu eigin áhlaupi. Heimakonur ná 13 stiga forystu um miðbik annars leikhluta í stöðunni 44-31. Blikar laga stöðuna örlítið það sem eftir lifði af leikhlutanum sem gestirnir unnu þó, 13-15. Staðan í hálfleik var því 46-37. Þessi 46 stig Fjölnis dreifðust þó einungis á þrjá leikmenn, Sönju Orozovic, Aliyah Mazyck og Dagný Lísu Davíðsdóttur Þriðji leikhluti var jafn framan af þar sem bæði lið virtust skiptast á því að koma með áhlaup. Fjölnir var þó alltaf með yfirhöndina en mest náðu þær að koma stiga mismuninum upp í 14 stig og minnst fór munurinn niður í 7 stig. Staðan fyrir loka leikhlutan var að endingu 68-59. Síðasti fjórðungurinn var svo alvöru fjör fyrir þá hlutlausu. Fjölniskonur virtust ætla að sigla sigrinum þægilega heim því þær voru komnar með 12 stiga forystu þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðasta fjórðungnum, 80-68. Næstu rúmar fjórar mínútur skoruðu þær þó einungis tvö stig á meðan Blikar gengu á lagið og skoruðu 13 stig. Því varð leikurinn allt í einu orðinn hörku spennandi og jafn þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og staðan 82-81. Blikar fóru þó afar illa af ráði sínu það sem eftir lifði leiks. Breiðablik gaf frá sér klaufalegar villur sem sendi Fjölni á vítalínuna trekk í trekk en sex af síðustu níu stigum Fjölnis komu af vítalínunni á meðan Blikar hittu ekki ofan í körfuna á hinum enda vallarins. Fór því að Fjölnir vann leikinn með 10 stigum, 91-81. Af hverju vann Fjölnir? Fjölnis konur voru grimmari lengst af. Þær tóku fleiri fráköst á báðum endum vallarins. Það má þó skrifa að Fjölniskonur hafa verið örlítið heppnar líka, þar sem þær virtust á tímabili ætla að kasta leiknum frá sér með klaufalegum töpuðum boltum sem hleypti Breiðablik aftur inn í leikinn. Að sama skapi köstuðu Blikar mögulegri endurkomu frá sér með skrítnum villum sem sendi Fjölni á vítalínuna á mikilvægasta kaflanum í leiknum. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Mazcyk var besti leikmaður vallarins í kvöld með heil 40 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar. Alls 39 framlagspunktar hjá Mazyck. Í liði Breiðabliks endaði Isabella framlagshæst með 26 framlagspunkta. Isabella gerði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Fjölnir fer næst til Njarðvíkur í topp slag deildarinnar, í leik sem sennilega allra augu verða á. Blikar taka á sama tíma á móti Grindavík en báðir leikir fara fram þann 19. janúar. „Alvöru hætta á því að þær myndu ræna þessu af okkur“ Halldór Karl Þórsson talar við sína leikmenn.Vísir/Hulda Margrét Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, gat leyft sér að vera glaður með sigurinn, sérstaklega eftir að Blikar hótuðu að stela sigrinum undir lok leiks. „Ég er rosalega ánægður að ná sigri. Þetta var mjög erfitt og það var alvöru hætta á því að þær myndu ræna þessu af okkur undir lokin þegar það var miklu meiri kraftur í þeim. Sem betur fer stigu okkar leikmenn upp og náðu klára þetta,“ sagði Halldór í viðtali við Vísi eftir leik. Blikar náðu áhlaupi á Fjölni sem minnkaði muninn niður í 1 stig þegar rúm mínúta var eftir. „Það var meiri orka í þeim. Kaninn minn var orðin mjög þreytt og á fjórum villum, þannig hún þurfti að hvíla sig í vörninni. Við vorum búnar að leggja mjög mikið á okkur til að halda Kananum þeirra niðri en svo nær hún aðeins að springa út. Isabella var í villu vandræðum í fyrri hálfleik þannig hún var mjög erfið fyrir okkur á fullum krafti í þeim seinni, sem betur fer náðum við þessum sigri,“ svaraði Halldór, aðspurður af því hvers vegna leikurinn varð svona tæpur undir rest. Aðeins þrír leikmenn Fjölnis settu stig á töfluna í fyrri hálfleik. Halldór segir að þjálfarateymið hefði kallað eftir framlag frá fleirum en það skiptir hann þó engu máli hver skorar stigin svo lengi sem einhver gerir það. „Við kölluðum eftir því fyrir leik. Emma Sóldís, sem er einn af okkar bestu íslensku leikmönnum spilaði eiginlega ekkert í fyrri hálfleik. Við erum með þrjá leikmenn sem eru ekki að spila en yngri stelpurnar komu inn og spiluðu mjög flotta vörn og það má ekki taka það af þeim þó svo að það komu ekki mörg stig á töfluna. Þær voru að frákasta vel. Eldri og reyndari leikmenn taka meira til sín og það hrjáði okkur ekki. Ef einn leikmaður skorar 60 stig og við erum með 60 stig í hálfleik þá skiptir það engu máli hver gerir stigin. Næsti leikur Fjölnis er toppslagur gegn Njarðvík. „Ég hlakka mikið til að taka á móti Njarðvík. Þær eru búnar að vera rosalega góðar og þær eru búnar að vera með okkur í vasanum síðan við tókum þær í haust bikarnum. Þær hafa náð að stjórna leikjunum og vera með okkur inn skrúfaðar. Ég hlakka mikið til þess að sjá hvort við náum ekki að stilla liðið okkar betur saman og vonandi gera atlögu að fyrsta sætinu,“ sagði Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis. „Við erum bara ekki í góðu formi eftir jólafríið“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari BreiðabliksVÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, gat eiginlega sætt sig við tap úr þessum leik þar sem liðið hans spilaði ekki eins vel og það gæti gert. „Mér fannst við eiga ekkert skilið úr þessum leik. Þetta var slakt og andlaust og ég bjóst ekki við því að þetta yrði svona slakt. Við erum bara ekki í góðu formi eftir jólafríið.“ Þrátt fyrir lélegan leik að mati Ívars þá voru Blikar þó ekki langt frá því að ræna sigrinum undir rest. „Við hefðum alveg getað stolið leiknum og unnið hann. Við vorum sífellt að skera muninn niður í 6-7 stig en um leið og við erum búnar að minnka muninn og gera þetta að alvöru leik þá gefum við eftir einhver hraða upphlaup og þær fá auðveld sniðskot og sóknarfráköst. Það er bara andleysi og þess vegna segi ég að við eigum ekkert skilið úr þessum leik. Ef við erum ekki að leggja okkur fram og stoppa þessa hluti sem á að vera mjög auðvelt að stoppa, þá eigum við ekkert skilið.“ Þegar rúm mínúta var eftir þá fóru Isabella og Kelly, leikmenn Breiðabliks, upp í sömu frákasta baráttu við hvora aðra og Blikar misstu boltann því til Fjölnis „Þetta atvik lýsti bara leiknum okkar og það atvik súmmerar upp leikinn okkar í kvöld. Þetta var bara í anda þess sem búið var að vera.“ Strax í næstu sókn Fjölnis, þegar 44 sekúndur eru eftir þá brýtur Kelly á Sönju. Þarna var tveggja stiga munur og það var ekki upplegg þjálfarateymisins að Kelly ætti að brjóta þarna. „Þetta var bara vitleysa hjá Kelly. Auðvitað átti hún ekkert að brjóta á Sönju. Kelly var ekki að spila vel í þessum leik, hún er örugglega með fínar tölur og allt það en hún getur bara gert mikið betur. Hún var á hálfri ferð fannst mér og andlaus eitthvað,“ svaraði Ívar, aðspurður út í atvikið. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Grindavík og þrátt fyrir svekkelsið í kvöld þá horfir Ívar brattur fram á veginn. „Jákvæða við þennan leik í kvöld er að við áttum séns á því að vinna þrátt fyrir að spila illa og vera ekki í góðu standi. Það segir að ef við komum okkur í gírinn og förum að leggja okkur fram þá förum við að vinna leiki. Við þurfum að sýna það inn á velli í næsta leik,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, að endingu.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti