Brady neitaði að koma af velli fyrr en Gronk hafði tryggt sér 130 milljóna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 14:01 Liðsfélagarnir og vinirnir Tom Brady og Rob Gronkowski hjá Tampa Bay Buccaneers Getty/Jared C. Tilton Leikmenn í NFL-deildinni fá margir hverjir bónusgreiðslur tengdum afrekum þeirra inn á vellinum og ekki síst leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsli eða að byrja aftur að spila. Einn af þeim leikmönnum sem uppskar slíkan bónus í NFL-deildinni í lokaumferðinni um helgina var innherjinn Rob Gronkowski hjá meisturum Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski og leikstjórnandinn Tom Brady eru miklir og góðir félagar og hafa unnið marga titla saman bæði hjá Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots. Fyrir lokaleikinn á tímabilinu á móti Carolina Panthers þá átti Gronk möguleika á tveimur bónusum sem hver um sig gaf honum fimm hundruð þúsund dollara í aðra hönd. Annar þeirra var að ná ákveðnum mörgum gripnum sendingum og hinn að ná ákveðnum mörgum jördum eftir að hafa gripið sendingu. Gronkowski vantaði sjö gripna bolta og 85 jarda í leiknum í gær. Tampa Bay byrjaði leikinn ekki alltof vel en snéri svo vörn í sókn og hafði talsverða yfirburði. Bucs lðið vann leikinn á endanum 41-17. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Þá er venjan að hvíla mikilvæga menn eins og leikstjórnendur enda sigurinn í höfn og stutt í úrslitakeppni. Brady var þó ekki á því að fara af velli áður en Gronkowski hafði tryggt sér sína bónusa. Myndavélarnar sáu Brady taka hjálminn sinn og segja við þjálfara liðsins að hann ætti enn eftir verk að vinna. Gronk endaði leikinn með sjö gripna bolta fyrir 137 jördum. Hann fékk því auka eina milljón Bandaríkjadala í bónus sem eru um 130 milljónir íslenskra króna. Það fylgir sögunni að Tom Brady setti nýtt persónulegt met í sendingum fyrir jördum en þessi mikli sigurvegari er 44 ára gamall og er enn að bæta sinn leik. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Einn af þeim leikmönnum sem uppskar slíkan bónus í NFL-deildinni í lokaumferðinni um helgina var innherjinn Rob Gronkowski hjá meisturum Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski og leikstjórnandinn Tom Brady eru miklir og góðir félagar og hafa unnið marga titla saman bæði hjá Tampa Bay Buccaneers og New England Patriots. Fyrir lokaleikinn á tímabilinu á móti Carolina Panthers þá átti Gronk möguleika á tveimur bónusum sem hver um sig gaf honum fimm hundruð þúsund dollara í aðra hönd. Annar þeirra var að ná ákveðnum mörgum gripnum sendingum og hinn að ná ákveðnum mörgum jördum eftir að hafa gripið sendingu. Gronkowski vantaði sjö gripna bolta og 85 jarda í leiknum í gær. Tampa Bay byrjaði leikinn ekki alltof vel en snéri svo vörn í sókn og hafði talsverða yfirburði. Bucs lðið vann leikinn á endanum 41-17. View this post on Instagram A post shared by NFL (@nfl) Þá er venjan að hvíla mikilvæga menn eins og leikstjórnendur enda sigurinn í höfn og stutt í úrslitakeppni. Brady var þó ekki á því að fara af velli áður en Gronkowski hafði tryggt sér sína bónusa. Myndavélarnar sáu Brady taka hjálminn sinn og segja við þjálfara liðsins að hann ætti enn eftir verk að vinna. Gronk endaði leikinn með sjö gripna bolta fyrir 137 jördum. Hann fékk því auka eina milljón Bandaríkjadala í bónus sem eru um 130 milljónir íslenskra króna. Það fylgir sögunni að Tom Brady setti nýtt persónulegt met í sendingum fyrir jördum en þessi mikli sigurvegari er 44 ára gamall og er enn að bæta sinn leik. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira