Vann einn besta þjálfara sögunnar en var rekinn daginn eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2022 12:30 Brian Flores vann átta af níu síðustu leikjum sínum sem þjálfari Miami Dolphins í NFL-deildinni. AP/Wilfredo Lee Svarti mánudagurinn stóð undir nafni í NFL-deildinni í en þrír þjálfarar deildarinnar þurftu þá að taka pokann sinn daginn eftir að deildarkeppninni lauk. Miami Dolphins rak þjálfara sinn Brian Flores, Minnesota Vikings rak þjálfara sinn Mike Zimmer og Chicago Bears lét þjálfara sinn Matt Nagy taka pokann sinn. Vikings og Bears ráku líka framkvæmdastjóra sína Rick Spielman og Ryan Pace. Head coach Brian Flores was fired by the Dolphins after going 8-1 in his final 9 games.According to @EliasSports, the Dolphins are the 4th team in the Super Bowl Era to win 8 or more of their last 9 games of the regular season and replace their head coach. pic.twitter.com/6S57bOdHNE— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 10, 2022 Einn þjálfari entist ekki einu sinni fram á mánudag því Denver Broncos rak Vic Fangio á sunnudeginum. Mike Zimmer hafði verið lengst í starfi eða síðan 2014 en Minnesota Vikings hefur misst af úrslitakeppninni á þremur af síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að þeir Mike Zimmer og Matt Nagy hafi misst starfið sitt en aðra sögu er að segja af Brian Flores hjá Miami Dolphins. Daginn áður en Flores var rekinn þá stýrði hann Miami Dolphins liðinu til 33-24 sigurs á liði New England Patriots. Miami liðið tapaði sjö leikjum í röð fyrr á tímabilinu en endaði á að vinna átta af síðustu níu leikjum sínum. Patriots hafði verið á góðu rólu undir stjórn Bill Belichick sem er einn allra besti þjálfari sögunnar. New England er líka á leiðinni í leik í úrslitakeppninni um næstu helgi. Today is a day known for its history of sackings in the NFL... 'Black Monday'.Coaches Brian Flores, Mike Zimmer and Matt Nagy have all been dismissed. More #bbcnfl #nfl— BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2022 Flores var áður aðstoðarmaður Bill Belichick en hefur unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn honum. Stephen Ross, eigandi Miami Dolphins, sendi frá sér yfirlýsingu og þar kemur fram að hans mat sé að liðið þurfi nýjan þjálfara til að ná betri árangri. „Við erum með ungan og hæfileikaríkan leikmannahóp og höfum tækifæri til að gera mun betur 2022,“ skrifaði Ross. Brian Flores var búinn að vera þjálfari Miami liðsins í þrjú ár. Hann fékk starfið eftir að hafa hjálpað New England Patriots og Belichick að vinna fjóra meistaratitla. Undir hans stjórn vann Miami Dolphins aðeins 5 af 16 leikjum fyrsta árið en hefur unnið 19 af 33 leikjum sínum undanfarin tvö tímabil. Liðið vann einum leik færra í ár en í fyrra og endaði í þriðja sæti síns riðils á eftir Buffalo Bills og New England Patriots. - "Brian Flores gets fired before Joe Judge..." - "Black coaches often talk privately about how the leash is much shorter for them than their white counterparts..."The internet reacts to Brian Flores getting fired:https://t.co/tehBizdwK0— Complex Sports (@ComplexSports) January 10, 2022 NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Sjá meira
Miami Dolphins rak þjálfara sinn Brian Flores, Minnesota Vikings rak þjálfara sinn Mike Zimmer og Chicago Bears lét þjálfara sinn Matt Nagy taka pokann sinn. Vikings og Bears ráku líka framkvæmdastjóra sína Rick Spielman og Ryan Pace. Head coach Brian Flores was fired by the Dolphins after going 8-1 in his final 9 games.According to @EliasSports, the Dolphins are the 4th team in the Super Bowl Era to win 8 or more of their last 9 games of the regular season and replace their head coach. pic.twitter.com/6S57bOdHNE— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 10, 2022 Einn þjálfari entist ekki einu sinni fram á mánudag því Denver Broncos rak Vic Fangio á sunnudeginum. Mike Zimmer hafði verið lengst í starfi eða síðan 2014 en Minnesota Vikings hefur misst af úrslitakeppninni á þremur af síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að þeir Mike Zimmer og Matt Nagy hafi misst starfið sitt en aðra sögu er að segja af Brian Flores hjá Miami Dolphins. Daginn áður en Flores var rekinn þá stýrði hann Miami Dolphins liðinu til 33-24 sigurs á liði New England Patriots. Miami liðið tapaði sjö leikjum í röð fyrr á tímabilinu en endaði á að vinna átta af síðustu níu leikjum sínum. Patriots hafði verið á góðu rólu undir stjórn Bill Belichick sem er einn allra besti þjálfari sögunnar. New England er líka á leiðinni í leik í úrslitakeppninni um næstu helgi. Today is a day known for its history of sackings in the NFL... 'Black Monday'.Coaches Brian Flores, Mike Zimmer and Matt Nagy have all been dismissed. More #bbcnfl #nfl— BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2022 Flores var áður aðstoðarmaður Bill Belichick en hefur unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn honum. Stephen Ross, eigandi Miami Dolphins, sendi frá sér yfirlýsingu og þar kemur fram að hans mat sé að liðið þurfi nýjan þjálfara til að ná betri árangri. „Við erum með ungan og hæfileikaríkan leikmannahóp og höfum tækifæri til að gera mun betur 2022,“ skrifaði Ross. Brian Flores var búinn að vera þjálfari Miami liðsins í þrjú ár. Hann fékk starfið eftir að hafa hjálpað New England Patriots og Belichick að vinna fjóra meistaratitla. Undir hans stjórn vann Miami Dolphins aðeins 5 af 16 leikjum fyrsta árið en hefur unnið 19 af 33 leikjum sínum undanfarin tvö tímabil. Liðið vann einum leik færra í ár en í fyrra og endaði í þriðja sæti síns riðils á eftir Buffalo Bills og New England Patriots. - "Brian Flores gets fired before Joe Judge..." - "Black coaches often talk privately about how the leash is much shorter for them than their white counterparts..."The internet reacts to Brian Flores getting fired:https://t.co/tehBizdwK0— Complex Sports (@ComplexSports) January 10, 2022
NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Sjá meira