Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Snorri Másson skrifar 11. janúar 2022 12:10 Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar. Vísir Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar hefur ekki verið lakari í sjö ár. Það hefur einfaldlega ekki rignt nóg, og þar sem ekki ekki er nægt vatn í lónunum til að knýja virkjanir þarf Landsvirkjun að skerða raforku til stórnotenda, sem er mikið óyndisúrræði. „Þetta er náttúrulega staða sem við þekkjum að geti komið upp. Þegar maður rekur kerfi þar sem orkan er 100% endurnýjanleg er algerlega ljóst að það geta komið upp aðstæður eins og núna. Þetta er náttúrulega háð duttlungum náttúrunnar. En við tökum þetta mjög alvarlega og gerum okkur grein fyrir því að þetta er óhentugt fyrir okkar viðskiptavini. Þetta kemur náttúrulega ekki vel við þeirra rekstur, sérstaklega af því að álverð og kísilverð eru há núna og það myndi henta þeim að keyra á fullum afköstum,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Byggja þurfi frekari virkjanir Staðan í orkubúskapnum sé til marks um að ef hér eigi að ráðast í orkuskipti, þurfi að virkja meira. „Þessi breytilegi vatnsbúskapur er hlutur sem við þekkjum alveg. En það sem ýkir áhrifin núna, þegar þetta er komið af fótum fram er að kerfið er fulllestað og hefur verið fulllestað alveg frá miðju síðasta ári. Og við erum að horfa á áframhaldandi vöxt vegna orkuskipta og áhugaverðra tækifæra í grænum iðnaði, eins og matvælaiðnaði og gagnaverum og öðru. Við þurfum að mæta þeirri auknu eftirspurn, annars lendum við í vandræðum með kerfið. Við þurfum að mæta henni með því að byggja frekari virkjanir og líka að hrinda í framkvæmd styrkingu á flutningskerfinu,“ segir Hörður. „Það byggir bara ekki á staðreyndum“ Landsvirkjun er með virkjanamöguleika á teikniborðinu, Hvammsvirkjun í Þjórsárdal, stækkun á Þeistareykjum og aðgerðir við Blönduveitu. Þá séu vindorkugarðar til skoðunar við Búrfell og Blöndu. „Það sem maður sér hjá ríkisstjórninni er þessi mikla áhersla á orkuskiptin. Og ég held að það sé mikill skilningur á því að hljóð og mynd þurfa að fara saman. Ef við ætlum að fara í þessi orkuskipti liggja fyrir greiningar sem sýna að það þarf umtalsvert magn af orku.“ Náttúruverndarsamtök á borð við Landvernd hafa sagt að ekki skorti orku í landinu; frekar eigi að vernda hálendi Íslands. Þar hafa samtökin bent á að 80% þeirrar raforku sem nú sé framleidd fari til stóriðju. Þá hefur stjórn Landverndar sagt að fara þurfi mjög varlega í uppbyggingu vindorkuvera og sagt að sitjandi ríkisstjórn sé að skipuleggja undanhald í verndun hálendis Íslands. Hvað segirðu við því sem einnig er haldið fram að það þurfi raunar ekkert að virkja hér heldur sé hægt að nota það sem við eigum þegar? „Það byggir bara ekki á staðreyndum. Kerfið er fullnýtt núna og það eru bara bindandi samningar um þá orku. Á sama tíma hefur samfélagið miklar væntingar um áframhaldandi þróun, sérstaklega í orkuskiptum. Það er ekki framkvæmanlegt nema það sé aukin orkuvinnsla,“ segir Hörður. Orkuskipti Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Hver á að gæta íslenskrar náttúru? Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. 3. desember 2021 09:01 Sáttmálinn fellur í misgóðan jarðveg Það er mjög jákvætt að styrkja eigi þjóðarsjúkrahúsið segir forstjóri Landspítalans um nýjan stjórnarsáttmála. Framkvæmdastjóri Landverndar segir hins vegar náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum. Formaður öryrkja ætlar að reyna að vera bjartsýnn. 29. nóvember 2021 19:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar hefur ekki verið lakari í sjö ár. Það hefur einfaldlega ekki rignt nóg, og þar sem ekki ekki er nægt vatn í lónunum til að knýja virkjanir þarf Landsvirkjun að skerða raforku til stórnotenda, sem er mikið óyndisúrræði. „Þetta er náttúrulega staða sem við þekkjum að geti komið upp. Þegar maður rekur kerfi þar sem orkan er 100% endurnýjanleg er algerlega ljóst að það geta komið upp aðstæður eins og núna. Þetta er náttúrulega háð duttlungum náttúrunnar. En við tökum þetta mjög alvarlega og gerum okkur grein fyrir því að þetta er óhentugt fyrir okkar viðskiptavini. Þetta kemur náttúrulega ekki vel við þeirra rekstur, sérstaklega af því að álverð og kísilverð eru há núna og það myndi henta þeim að keyra á fullum afköstum,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Byggja þurfi frekari virkjanir Staðan í orkubúskapnum sé til marks um að ef hér eigi að ráðast í orkuskipti, þurfi að virkja meira. „Þessi breytilegi vatnsbúskapur er hlutur sem við þekkjum alveg. En það sem ýkir áhrifin núna, þegar þetta er komið af fótum fram er að kerfið er fulllestað og hefur verið fulllestað alveg frá miðju síðasta ári. Og við erum að horfa á áframhaldandi vöxt vegna orkuskipta og áhugaverðra tækifæra í grænum iðnaði, eins og matvælaiðnaði og gagnaverum og öðru. Við þurfum að mæta þeirri auknu eftirspurn, annars lendum við í vandræðum með kerfið. Við þurfum að mæta henni með því að byggja frekari virkjanir og líka að hrinda í framkvæmd styrkingu á flutningskerfinu,“ segir Hörður. „Það byggir bara ekki á staðreyndum“ Landsvirkjun er með virkjanamöguleika á teikniborðinu, Hvammsvirkjun í Þjórsárdal, stækkun á Þeistareykjum og aðgerðir við Blönduveitu. Þá séu vindorkugarðar til skoðunar við Búrfell og Blöndu. „Það sem maður sér hjá ríkisstjórninni er þessi mikla áhersla á orkuskiptin. Og ég held að það sé mikill skilningur á því að hljóð og mynd þurfa að fara saman. Ef við ætlum að fara í þessi orkuskipti liggja fyrir greiningar sem sýna að það þarf umtalsvert magn af orku.“ Náttúruverndarsamtök á borð við Landvernd hafa sagt að ekki skorti orku í landinu; frekar eigi að vernda hálendi Íslands. Þar hafa samtökin bent á að 80% þeirrar raforku sem nú sé framleidd fari til stóriðju. Þá hefur stjórn Landverndar sagt að fara þurfi mjög varlega í uppbyggingu vindorkuvera og sagt að sitjandi ríkisstjórn sé að skipuleggja undanhald í verndun hálendis Íslands. Hvað segirðu við því sem einnig er haldið fram að það þurfi raunar ekkert að virkja hér heldur sé hægt að nota það sem við eigum þegar? „Það byggir bara ekki á staðreyndum. Kerfið er fullnýtt núna og það eru bara bindandi samningar um þá orku. Á sama tíma hefur samfélagið miklar væntingar um áframhaldandi þróun, sérstaklega í orkuskiptum. Það er ekki framkvæmanlegt nema það sé aukin orkuvinnsla,“ segir Hörður.
Orkuskipti Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Hver á að gæta íslenskrar náttúru? Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. 3. desember 2021 09:01 Sáttmálinn fellur í misgóðan jarðveg Það er mjög jákvætt að styrkja eigi þjóðarsjúkrahúsið segir forstjóri Landspítalans um nýjan stjórnarsáttmála. Framkvæmdastjóri Landverndar segir hins vegar náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum. Formaður öryrkja ætlar að reyna að vera bjartsýnn. 29. nóvember 2021 19:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hver á að gæta íslenskrar náttúru? Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. 3. desember 2021 09:01
Sáttmálinn fellur í misgóðan jarðveg Það er mjög jákvætt að styrkja eigi þjóðarsjúkrahúsið segir forstjóri Landspítalans um nýjan stjórnarsáttmála. Framkvæmdastjóri Landverndar segir hins vegar náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum. Formaður öryrkja ætlar að reyna að vera bjartsýnn. 29. nóvember 2021 19:02