Svar við opnu bréfi - 7. bekkur Birgir Edwald skrifar 12. janúar 2022 16:31 Ágæta Margrét Þakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk. Í vetrabyrjun kynntu kennarar kennsluáætlun vetrarins fyrir foreldrum, þar á meðal átta vikna kennslulotu í samþættri íslensku og lífsleikinkennslu. Fyrirkomulag kennslunnar er á þann veg að á mánudögum er horft á einn þátt úr þáttaröðinni Brot. Að honum loknum er glósað og spurningum svarað um umfjöllunarefni þáttarins. Á miðvikudegi, fimmtudegi og föstudegi rúllar svo hringekja þar sem unnið er með ferns konar viðfangsefni í fjórum kennslustundum. Viðfangsefnin eru lífsleikni, ritun, orðaforðavinna og rannsóknarveggur. Í lífsleikni er lögð áhersla á fræðslu um réttindi barna sem tengd eru barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ritun er lögð áhersla á uppbyggingu heildstæðrar textagerðar og í orðaforðavinnunni er lögð áhersla á að vinna með lykilorð úr hverjum þætti, greina þau og skýra. Einnig er settur upp rannsóknarveggur á hverju svæði og á þeirri stöð setja nemendur sig í spor rannsóknarlögreglu, vinna að því í sameiningu að greina persónur og söguþráð og leysa ráðgátuna í þáttunum. Við lok lotunnar kemur barnavernd og lögregla í skólann með fræðslu um ofbeldi auk þess sem við fáum að taka viðtal við varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi þar sem krakkarnir fá að undirbúa spurningar fyrir viðtalið. Við val á á viðfangsefni til að nota sem kveikju í þessari vinnu var horft til þess að þegar þættirnir Brot voru sýndir í Sjónvarpi RÚV voru þeir gulmerktir og sagðir ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Eins og áður sagði er verkefnið unnið á vorönn í 7. bekk þegar nemendur árgangsins hafa náð 12 ára aldri. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samstarf við heimili nemenda enda er það ein af forsendum árangurs í námi barna. Við höfum nýverið fengið athugasemd við val á myndefninu. Í framhaldi af þeirri athugasemd munum við leggja framgreinda kennsluáætlun til hliðar og nálgast þau hæfniviðmið sem tilheyra henni með öðrum hætti. Höfundur er skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Opið bréf til Sunnulækjaskóla á Selfossi Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. 12. janúar 2022 07:00 Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Ágæta Margrét Þakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk. Í vetrabyrjun kynntu kennarar kennsluáætlun vetrarins fyrir foreldrum, þar á meðal átta vikna kennslulotu í samþættri íslensku og lífsleikinkennslu. Fyrirkomulag kennslunnar er á þann veg að á mánudögum er horft á einn þátt úr þáttaröðinni Brot. Að honum loknum er glósað og spurningum svarað um umfjöllunarefni þáttarins. Á miðvikudegi, fimmtudegi og föstudegi rúllar svo hringekja þar sem unnið er með ferns konar viðfangsefni í fjórum kennslustundum. Viðfangsefnin eru lífsleikni, ritun, orðaforðavinna og rannsóknarveggur. Í lífsleikni er lögð áhersla á fræðslu um réttindi barna sem tengd eru barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ritun er lögð áhersla á uppbyggingu heildstæðrar textagerðar og í orðaforðavinnunni er lögð áhersla á að vinna með lykilorð úr hverjum þætti, greina þau og skýra. Einnig er settur upp rannsóknarveggur á hverju svæði og á þeirri stöð setja nemendur sig í spor rannsóknarlögreglu, vinna að því í sameiningu að greina persónur og söguþráð og leysa ráðgátuna í þáttunum. Við lok lotunnar kemur barnavernd og lögregla í skólann með fræðslu um ofbeldi auk þess sem við fáum að taka viðtal við varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi þar sem krakkarnir fá að undirbúa spurningar fyrir viðtalið. Við val á á viðfangsefni til að nota sem kveikju í þessari vinnu var horft til þess að þegar þættirnir Brot voru sýndir í Sjónvarpi RÚV voru þeir gulmerktir og sagðir ekki við hæfi barna yngri en 12 ára. Eins og áður sagði er verkefnið unnið á vorönn í 7. bekk þegar nemendur árgangsins hafa náð 12 ára aldri. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samstarf við heimili nemenda enda er það ein af forsendum árangurs í námi barna. Við höfum nýverið fengið athugasemd við val á myndefninu. Í framhaldi af þeirri athugasemd munum við leggja framgreinda kennsluáætlun til hliðar og nálgast þau hæfniviðmið sem tilheyra henni með öðrum hætti. Höfundur er skólastjóri
Opið bréf til Sunnulækjaskóla á Selfossi Kæru skólastjórnendur. Það hefur borist mér til eyrna að framundan verði nýtt námsefni fyrir 12 ára börnin í íslensku sem mun standa yfir í 8 vikur. Endilega leiðréttið og vinsamlegast svarið örfáum spurningum. 12. janúar 2022 07:00
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar