Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 21:18 Lögregla hefur girt svæðið við bænahúsið af vegna stöðunnar. AP/Jessika Harkay Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. Bænahúsið er í bænum Colleyville í Texas, um 20 km norðaustur af Fort Worth, og heitir Congregation Beth Israel. Óljóst er hvort maðurinn sé vopnaður meiru en sprengjunum, sem hann segist hafa á sér, en það er einnig óstaðfest. Heimildamaður fréttastofu ABC segir í samtali við hana að maðurinn segist vera bróðir dæmda hryðjuverkamannsins Aafia Siddiqui en yfirvöld hafa enn ekki staðfest það. Þá hafi hann gert kröfu um að systur hans verði sleppt úr fangelsi. Maðurinn sem hefur tekið minnst fjóra í gíslingu segist bróðir dæmds hryðjuverkamanns.Getty/Amanda McCoy Siddiqui afplánar nú fangelsisdóm á Carswell flugherstöðinni nærri Fort Worth samkvæmt frétt ABC. Hún var dæmd fyrir líkamsárás og morðtilraun á bandarískum hermanni árið 2010 og var dæmd í 86 ára fangelsi. Siddiqui var um tíma nemandi í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og á þrjú börn. Hún er sögð hafa verið gift frænda Khalids Sheikh Mohammeds, sem sagður er hafa skipulagt árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, og þannig haft tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaida. UPDATE 1/15/22, 1:20 PM The situation at the 6100 block of Pleasant Run Road posted about earlier remains ongoing. We ask that you continue to avoid the area. We will continue to provide updates via social media.— Colleyville Police (@ColleyvillePD) January 15, 2022 Yfirvöld telja að maðurinn sé einn að verki. Alríkislögreglan er með viðbragð við bænahúsið og vinnur að málinu með löggæsluyfirvöldum á svæðinu og sérfræðingum í samningaræðum við gíslatökumenn. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur þá verið upplýst um stöðuna. Fram kemur í frétt AP um málið að alríkislögreglan sé í sambandi við gíslatökumanninn. Engar fregnir hafa borist af því að nokkur sé særður inni í bænahúsinu. Fréttastofa Fort Worth Star-Telegram greinir frá því að bænastund í bænahúsinu hafi verið í beinu streymi á Facebook-síðu bænahússins í morgun. Á upptökum úr streyminu megi heyra karlmann öskra um trúarbrögð og svo virðist vera sem hann hafi verið mjög reiður. Ekkert hafi þó sést á upptökunni sem sýni hvað hafi verið í gangi inni í bænahúsinu. Rétt eftir klukkan tvö í dag hafi maðurinn heyrst segja í streyminu: „Þú/Þið verðið að gera eitthvað. Ég vil ekki sjá þennan mann dáinn.“ Andartökum síðar hafi streymið rofnað. Samkvæmt frétt Star-Telegram heyrðist maðurinn ítrekað tala um Íslam, kalla ódæðisorð, tala um systur sína og um það að hann væri að fara að deyja. Sérsveit lögreglunnar í Colleyville var kölluð út um klukkan 11 í morgun að staðartíma til þess að flytja íbúa af svæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast. Bandaríkin Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Bænahúsið er í bænum Colleyville í Texas, um 20 km norðaustur af Fort Worth, og heitir Congregation Beth Israel. Óljóst er hvort maðurinn sé vopnaður meiru en sprengjunum, sem hann segist hafa á sér, en það er einnig óstaðfest. Heimildamaður fréttastofu ABC segir í samtali við hana að maðurinn segist vera bróðir dæmda hryðjuverkamannsins Aafia Siddiqui en yfirvöld hafa enn ekki staðfest það. Þá hafi hann gert kröfu um að systur hans verði sleppt úr fangelsi. Maðurinn sem hefur tekið minnst fjóra í gíslingu segist bróðir dæmds hryðjuverkamanns.Getty/Amanda McCoy Siddiqui afplánar nú fangelsisdóm á Carswell flugherstöðinni nærri Fort Worth samkvæmt frétt ABC. Hún var dæmd fyrir líkamsárás og morðtilraun á bandarískum hermanni árið 2010 og var dæmd í 86 ára fangelsi. Siddiqui var um tíma nemandi í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum og á þrjú börn. Hún er sögð hafa verið gift frænda Khalids Sheikh Mohammeds, sem sagður er hafa skipulagt árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001, og þannig haft tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaida. UPDATE 1/15/22, 1:20 PM The situation at the 6100 block of Pleasant Run Road posted about earlier remains ongoing. We ask that you continue to avoid the area. We will continue to provide updates via social media.— Colleyville Police (@ColleyvillePD) January 15, 2022 Yfirvöld telja að maðurinn sé einn að verki. Alríkislögreglan er með viðbragð við bænahúsið og vinnur að málinu með löggæsluyfirvöldum á svæðinu og sérfræðingum í samningaræðum við gíslatökumenn. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur þá verið upplýst um stöðuna. Fram kemur í frétt AP um málið að alríkislögreglan sé í sambandi við gíslatökumanninn. Engar fregnir hafa borist af því að nokkur sé særður inni í bænahúsinu. Fréttastofa Fort Worth Star-Telegram greinir frá því að bænastund í bænahúsinu hafi verið í beinu streymi á Facebook-síðu bænahússins í morgun. Á upptökum úr streyminu megi heyra karlmann öskra um trúarbrögð og svo virðist vera sem hann hafi verið mjög reiður. Ekkert hafi þó sést á upptökunni sem sýni hvað hafi verið í gangi inni í bænahúsinu. Rétt eftir klukkan tvö í dag hafi maðurinn heyrst segja í streyminu: „Þú/Þið verðið að gera eitthvað. Ég vil ekki sjá þennan mann dáinn.“ Andartökum síðar hafi streymið rofnað. Samkvæmt frétt Star-Telegram heyrðist maðurinn ítrekað tala um Íslam, kalla ódæðisorð, tala um systur sína og um það að hann væri að fara að deyja. Sérsveit lögreglunnar í Colleyville var kölluð út um klukkan 11 í morgun að staðartíma til þess að flytja íbúa af svæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.
Bandaríkin Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira