Það sem gerir ánægjuvogina einstaka er að enginn veit hvenær mælingin fer fram né hvaða markaðir eru mældir hverju sinni. Einungis þeir sem eru hæstir á sínum markaði mæta á viðburðinn sjálfan sem haldinn verður á Grand Hótel.
Útsending frá viðburðinum hefst klukkan 08.30 og er hægt að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.
Um Íslensku ánægjuvogina
Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana, eins og ímynd, mat á gæðum og þjónusta. Mæling sem þessi er talin mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um.