Nýja höfuðborg Indónesíu heitir Nusantara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 15:19 Höfuðborg landsins færist frá Jakarta til Eyjaklasa, eða Nusantara á indónesísku, árið 2024. EPA-EFE/ADI WEDA Ný höfuðborg Indónesíu verður nefnd Nusantara, sem þýðir eyjaklasi á indónesísku. Borgin er staðsett á eyjunni Borneó og áætlað er að borgin verði gerð formlega að höfuðborg landsins árið 2024. Suharso Monoarfa, uppbyggingarráðherra Indónesíu, tilkynnti nafngiftina fyrr í dag. Hann sagði á fundi með skipulagsnefnd höfuðborgarinnar nýju að forseti landsins hafi ákveðið nafn borgarinnar. Einhverjir nefndarmeðlimir veltu því fyrir sér, samkvæmt frétt Channel News Asia, hvort það væri ekki ruglingslegt að borgin héti Eyjaklasi, enda sé orðið gjarnan notað til að lýsa landinu sjálfu á móðurtungunni. Nei, var svarið, enda hafði ríkisstjórnin ráðfært sig við fjölda sagnfræðinga og málfræðinga um hvert nafn borgarinnar skyldi vera og meira en 80 nöfn verið lögð til við forsetann. Þar á meðal hafi verið nafnið Negara Jaya, sem þýðir dásamlega land, Nusantara Jaya, dásamlegi eyjaklasi, og Nusa Karya, sköpun ættjarðar. Þá á enn eftir að ákveða hvort höfuðborgin verði skilgreind sem hérað eða borg og því ljóst að enn eigi eftir að ákveða ýmislegt um skipulag borgarinnar. Joko Widodo, forseti landsins, tilkynnti árið 2019 að höfuðborg landsins yrði færð frá stórborginni Jakarta til eyjunnar Borneó. Það er talið nauðsynlegt til að bregðast við því að Jakarta sé að sökkva og hægagangi innan borgarinnar vegna mannmergðar. Þá töldu stjórnvöld tíma til kominn til að fara að þróa stórborg í austurhluta Indónesíu, þar sem langmest efnahagsþróun er á Java, eyjunni sem Jakarta er á. Uppbygging þessarar 466 billjóna (46.000.000.000) rúpíu , eða um 4.100 billjóna íslenskra króna, átti að hefjast í ársbyrjun 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist fljótlega og opinberar stofnanir geti farið að færa sig yfir til Nusantara árið 2024. Indónesía Tengdar fréttir Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Suharso Monoarfa, uppbyggingarráðherra Indónesíu, tilkynnti nafngiftina fyrr í dag. Hann sagði á fundi með skipulagsnefnd höfuðborgarinnar nýju að forseti landsins hafi ákveðið nafn borgarinnar. Einhverjir nefndarmeðlimir veltu því fyrir sér, samkvæmt frétt Channel News Asia, hvort það væri ekki ruglingslegt að borgin héti Eyjaklasi, enda sé orðið gjarnan notað til að lýsa landinu sjálfu á móðurtungunni. Nei, var svarið, enda hafði ríkisstjórnin ráðfært sig við fjölda sagnfræðinga og málfræðinga um hvert nafn borgarinnar skyldi vera og meira en 80 nöfn verið lögð til við forsetann. Þar á meðal hafi verið nafnið Negara Jaya, sem þýðir dásamlega land, Nusantara Jaya, dásamlegi eyjaklasi, og Nusa Karya, sköpun ættjarðar. Þá á enn eftir að ákveða hvort höfuðborgin verði skilgreind sem hérað eða borg og því ljóst að enn eigi eftir að ákveða ýmislegt um skipulag borgarinnar. Joko Widodo, forseti landsins, tilkynnti árið 2019 að höfuðborg landsins yrði færð frá stórborginni Jakarta til eyjunnar Borneó. Það er talið nauðsynlegt til að bregðast við því að Jakarta sé að sökkva og hægagangi innan borgarinnar vegna mannmergðar. Þá töldu stjórnvöld tíma til kominn til að fara að þróa stórborg í austurhluta Indónesíu, þar sem langmest efnahagsþróun er á Java, eyjunni sem Jakarta er á. Uppbygging þessarar 466 billjóna (46.000.000.000) rúpíu , eða um 4.100 billjóna íslenskra króna, átti að hefjast í ársbyrjun 2020 en frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist fljótlega og opinberar stofnanir geti farið að færa sig yfir til Nusantara árið 2024.
Indónesía Tengdar fréttir Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. 16. ágúst 2019 07:36